Vikan


Vikan - 20.01.1977, Síða 15

Vikan - 20.01.1977, Síða 15
umboðsmaður hans og það meira að segja kauplaust. Ég man eftir konu, sem hringdi frá Bandaríkjunum og talaði við mig í hálftíma um það hvernig ég, svona góður og indæll maður, gæti fengið af mér að vinna fyrir geðbilað fífl eins og hann Ffscher. Satt að segja vorum við öll orðin dauðþrevtt á þessum eilífu hringingum og Fischer líka, þvi að hann var allan tímann hálfspenntur og upptrekktur á meðan mótið fór fram. Tvær ólíkar persónur SæmundurPálsson lögregluþjónn er líklega þekktastur undir nafninu Sæmi rokk, enda hefur hann rokkað af slíkri hjartans lyst í mörg ár, að enginn kemst með tærnar þar sem hann hefur hælana. Margar liprar stúlkur hafa dansað við hann. en um þessar mundir sýnir hann mest með Diddu. Loftur Asgeirsson tók þessar mvndir. en aðrar myndir tók ljós- myndari Vikunnar, ,lim Smart. skera, og þegar ég kom til hans dag- inn eftir, hafði ég Ásgeir son minn með mér. Fischer fékk mikinn áhuga á honum og fjölskyldu minni, og upp úr þessu leitaði hann til min með nær öll sin vandamál, og svo fór, að hann vildi helst hafa mig nærri öllum stundum. Fischer sérlega barngóður — Fischer er alveg sérlega barn- góður og kunni vel að meta að fá að dveljast á heimili mínu, og ég fann oft á honum. að honum fannst hann hafa farið á mis við mikið að eiga ekki sína eigin fjölskvldu. Rétt áður en hann fór heim aftur, hringdi Joan systir hans til mín og spurði mig að beiðni skákmannsins, hvort ég gæti ekki hugsað mér að koma með honum vestur og halda áfram að vera hans hægri hönd. En ég vildi það ekki. Þó þáðum við hjónin boð hans um að koma með honum til Ameriku um tíma. Á meðan Fischer var hérna, vann ég mínar v’aktir i lögreglunni. auk þess að vera með honum, svo að það var lítill tími til að sinna fjölskyldunni. Þannig var það fyrstu þrjár vikurn- ar, þar til Fischer fór fram á það, að ég helgaði honum allan minn tima. — Var ekki mikið hringt til þin frá Bandaríkjunum meðan á skák- mótinu stóð? — Jú, alveg látlaust, bæði þaðan og eins hringdu margir hér heima til þess að biðja mig um eiginhandar- áritun á minjagripi um skákmótið. Margir umboðsmenn frá Ban^aríkj- unum hringdu líka og vildu fá bæði mig og Fischer til þess að koma fram i alls konar þáttum. Til dæmis hringdi umboðsmaður Barböru Streisand oft "g vildi ólmur gerast — Eiginlega kvnntist ég Fischer sem tveimur ólíkum persónum, þ.e. skákmanninum Fischer og unga lífsglaða manninum Fischer heima hjá sér í Pasadena í Los Angeles. þar sem hann var afslappaður og átætis félagi. Áður en við fórum til Pasadena. bjuggum við á heimili Bobs Hope, og það var mjög skemmtilegt tímabil. Við Fischer áttum góðar stundir saman, lékum tennis, svntum og gengum alveg gífurlega mikið. Hans skoóun er sú. að andlegt og líkamlegt þrek fari saman, og hann hefur trú á hreyf- ingu. Ifann áleit til dæmis, að Frið- rik Ölafsson skorti líkamlegt þrek í erfið mót, en taldi hann þó með bestu skákmönnum hc' ns. — Leit Fischer stórt á sig? — Nei. það gerði hann ekki Hann er mikill grínisti og hafði t.d. alveg ógurlega gaman af því, ef einhver hélt mig vera hann eða öfugt, en það kom nokkuð oft fvrir. ba>ði hér heima og úti. Það var allt reynt til þess að fá Fischer til þess að koma fram i skemmtiþáttum í bandariska sjónvarpinu, en hann neitaði alltaf. Johnnv Carson. sem sér um einn vinsælasta skemmti- þáttinn, hringdi í hann 7 sinnum einn daginn til þess að fá hann i þáttinn, en ekkert gekk. Þá vildi hann fá mig til þess að koma fram, en ég vildi það ekki Fischers vegna. Reyndar sé ég nú eftir því núna. — Eitt sinn var okkur boðið til Arthurs Rubinstein til að sækja litasjónvarp, sem hann hafði gefið Fischer. Fischer átti þarna sýnilega trúnaðarvin, sem hann lagði fyrir margar spurningar, og ríkti með þeim mikill kærleikur. Það kom lika nokkuð oft fyrir, að ég fór einn fyrir hönd okkar beggja í samkvæmi og i einhverju þeirra kynntist ég leikurunum Burt Lan- caster og Gene Kelly. mjög hressum náungum. Ég fékk lika mörg at- vinnutilboð sem lifvörður. en hafn- aði þeim öllum. þó að sum væru óneitanlega freistandi. — Tókst þér aldrei að hafa áhrif á Fischer til þess að mæta stundvis- lega? — Jú einu sinni tókst mér það. hérna heima. Mér tókst að fá hann til þess að mæta á réttum tíma i boð forseta íslands á Bessastöðum. Ég talaði um það við hann, að hann gæLÁundir engum kringumstæðum levft sér að koma seint þangað. og hann féllst á. að ég sæi algerlega um. að \ ið vrðum komnir þangað stundvíslega. Ég vissi.að ég yrði að beita einhverjum klæljum. og ákvað að .lýta öllum klukkum í íbúðinni og úrum okkar beggja um 15 mínútur. Fischer hafði ekki hug- mvnd um það, og við mættum fvrstir allra í samkvæmið. Ég sagði honum frá þessu seinna er ég sá hvað honum líkaði þetta vel og þá hló hann sig alveg máttlausan. En Fischer er þannig skapi farinn. að maður veit aldrei. hvernig hann bregst við. Að umgangast hann er eins og að leika á fiðlu, því að það er nauðsynlegt að vera alltaf á varð- bergi. En hann bar alltaf traust til mín. og ég brást ekki því trausti. — Fréttirðu aldrei af Fischer núna? — Jú. svona af og til. Hann hefur beðið mig um að vera hjá sér en ég hef ekki hug á því í bráð að minnsta kosti. En það er aldrei að vita. hvað ég geri. — Hvað með framtíðardraum- ana? — Þeir eru nú hvorki háfleygir né margir. F.g ætla mer að reyna að halda góðri heilsu. eins lengi og ég get. og hyggst gera það með þvi að stunda íþróttir og halda áfram að vera bindindismaður. Ég var í fimm ár i meistaraflokki i handbolta og hef þjáifað handbolta nokkuð lengi, og því ætla ég að halda áfram. Nú, a'tli ég haldi ekki áfram að vera lögregluþjónn — og svo það mikil- vægasta: Halda áfram að lifa ham- ingjusömu fjölskyldulífi eða alla vega gera mitt besta til þess. ‘A K 3. TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.