Vikan


Vikan - 20.01.1977, Blaðsíða 38

Vikan - 20.01.1977, Blaðsíða 38
STJÖRMJSPÁ llrtílurinn 2l.mars 20.upril Naulirt 2l.npril 2l.mai Ttiburarnir 22.maí 21.júni Nokkurrar óénægju mun verða vart með- al félaga þinna. Þetta mun skipta þig nokkru. og mundu að fara gætilega í sakirnar og láta ekki stjórnast af augna- bliks tilfinningum. Krnbbinn 22.jiiní 2.t.júli Þú verður beðinn uni að vera milligöngu- maður í máli, sem þér er fremur ógeð- fellt. Þú skalt samt ekki skorast undan því. vegna eftirkast- anna sem það hefur i för með sér. LjóniA 24.JÚIÍ 24. ;íi*úsl Náin persóna kemur þér talsvert á óvart vegna afstöðu sinnar til viss málefnis. Þú munt taka þátt i miklum hátiðahöld- un, sem verða nokk- útlátasöm fjárhags- lega. Þú átt miklar breyt- ingar í vændum varðandi heimili þitt, sem munu verða öll- um hlutaðeigandi til mikillar gleði. Þú hefur óvenju litið fvrir stafni og átt margar frístundir. Þú munt umgangast fjölskyldu þína óvenju mikið, en það er aðallega vegna þeirrar hjálpar, sem þú sækir til hennar. Þú verður þátttak- andi i miklum gleð- Slcinöcilin 22.dcs. 20. jan. Það hafa orðið breyt- ingar á högum þín- um, sem þú ert mjög ánægður með. öll viðskipti eru hag- stæð. Þú rifjar upp eitthvað, sem þú hef- ur lært fyrir löngu. Einn fjölskyldumeð- limur mun dveljast í fjarlægð um tíma. Vikan verður fremur tilbreytingarlítil og likur á að þú verjir tíma þínum til þess að hjálpa vini þínum. SporAdrckinn 24.okl. 2.lnót. Þú munt eiga ein- hver viðskipti, sem þú hagnast talsvert á, en ættir þó ekki að hafa hátt um. Ein- hverjir erfiðleikar eru i vændum, sennilega i sambandi við hús- Talnsbcrinn 2l.jan. I9.fcbr. Ef þú vilt halda heim- ilisfriðinn, skaltu láta undan kröfu maka þíns, sem þú ■nnst inni viðurkenn- ir, að er réttmæt og sjálfsögð. Notaðu kvöldin á réttan hátt Vinur þinn, sem dvelst mjög fjarri þér, sennilega í út- löndum, hugsar til þín vegna vanrækslu þinnar. Það mundi gleðja hann, ef þú kipptir þessu í lag sem fvrst. HogniuAurinn 2-l.nóv. 2l.dcs. Þú tekur á þig rögg og lýkur af heimsókn til kunningjafólks þíns, sem þú hefur vanrækt mánuðum saman. Þú rifjar upp tómstundagaman, sem er mjög upp- lifgandi. Fiskarnir 20.fcbr. 20.mars Þú hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar að undanförnu, en nú getur þú glatt þig við að hið versta er af- staðið. Það mun verða óvenju gest- kvæmt á heimili þínu. þau hafa fórnað svo miklu og halda til föðurlands síns, allt að þvi jafn snauð og þau komu þaðan. Öli, sem kom frá Evrópu, er líka allt annar Öli en sá sem fór þangað. Það er ekki bara fótarmissir, sem breytir honum. Hann vaknar á nóttunni og hrópar. Kallar á félaga sína og skipar þeim að vera viðbúnir, skjóta, flýja, eða gera eitthvað. Svo áttar hann sig, reynir að sofna aftur, en minningarnar láta hann ekki í friði. Á daginn er hann þögull og þungbúinn og stundum drekkur hann sig fullan. Þá er hann oft.að heiman dögum saman og er svo borinn ósjálfbjarga heim. Foreldrar hans taka þetta ákaflega nærri sér, en enginn virðist geta hjálpað honum. Benni hafði farið til Evrópu í striðslok, en ekki tekið þátt í neinum bardögum og hann er sami rólegi og góði Benni og hann alltaf hefur verið. Hann og Gisli eru í sameiningu að taka við verlsun Hannesar. Hannes telur betra að fela sonum sinum stjórn verslunar- innar og vera sjálfur starfsmaður þeirra á meðan honum endist líf og heilsa. Alla er nú orðin fr.. Godvin og búin að eignast dóttur. Hún er glöð og hamingjusöm, en Gróa veit, að enn man hún Kaj, þvi litla stúlkan heitir Kay. Gróa spyr einskis. Alla talar aldrei um Kaj, og hún vill ekki ýfa upp gömul sár. Um haustið kveður Gróa heima í Oak-street, hún er ráðin sem kennari blindrar dóttur á heimili Adrian Palmers, stórbónda og bóm- ullarræktanda að Sundale í Missis- sippi. Miðja vegu milli Hazelhurst og Brookhaven. Hún hlakkar til að koma aftur til Suðurrikjanna. Careen vinstúlka hennar mun dvelja i Evergreen í Alabama og þær ætla að hittast i fríum og eiga skemmtilegar stundir saman. Halta kennslukonan á Sundale er vinsæl meðal heimamanna og ná- granna. Litla stúlkan Cora May elskar hana og dáir og Palmerhjón- in eru ánægð með árangurinn af kennslu barnsins. Þess vegna um- gangast þau Gróu sem einn af fjölskyldunni og hún er látin sitja til borðs með gestum þeirra í veisl- um. öllum likar vel við þessa vefgefnu og aðlaðandi I fr. Olsön. Og fullorðnu konurnar vorkenna henni í laumi að vera svona fötluð, hún muni sennilega aldrei geta gifst. En ungu stúlkurnar hugsa. ,,Það er svei mér gott, að lapp- irnar á henni eru mislangar, annars gæti hún alveg átt það til að stela kærastanum frá einhverri okkar.” Og hvílík skömm, ef kanadísk kennslukona með klumbufót stæli nú biðlinum frá einhverri þeirra! Gróa veit ekkert um þessar hug- renningar. Henni líður vel og er ánægð með stöðu sína. Palmerhjón- in reynast skemmtilegt fólk og börnin þeirra eru vel gefin og kurteis. Svo hún nýtur þess, sem lífið hefur að bjóða, og ljómar af æsku og hreysti. Mildur veturinn i Mississippi á vel við hana. Á kyrrlátum kvöld- um fær hún sér oft gönguferð um nágrennið til að njóta einveru og friðar. Hún hefur nú verið kennari á Sundale á annað ár. Fyrstu jólin dvaldi hún hjá Lomoc í Mobile í boði Careenar og í sumarleyfinu árið 1920 fór hún heim til Kanada. Nú er komið fram i nóvember og það á að halda þakl-.argjörðardaginn heilagan. Fr.. Palmer undirbýr mikla \'eislu og von er á fjölda gesta. Þjónustufólkið er önnum kafið, en Gróa, Derek Ashton kennari drengjanna og Nursie hin svarta fóstra barnanna hafa ofan af fyrir börnunum í herbergjum þeirra. Derek Ashton er nýkominn frá Englandi. Hann er vel menntaður ungur maður með óaðfinnanlega breska framkomu. Hr. Palmer réði hann til þess að kenna drengjunum, svo þeir lærðu sem best heldri manna siði og framkomu. Hann er mjög ánægður með Ashton, en Gróu likar ekki alls kostar við hann. Henni þykir hann of strangur og formfastur við litlu drengina. Dick og Jerry eru aðeins 8 og 9 ára og Gróa getur vel skilið þörf þeirra fyrir ærsl og leiki, en hr.. Ashton krefst reglusemi og snyrtimennsku í hvívetna. Reyndar eiga drengirnir góðan að þar sem Nursie er. Hún var ung i vist hjá ömmu þeirra og fylgdi móður þeirra er hún giftist að heiman. Og hún elskar þá eins og lífið i brjósti sér og er ætið reiðu- búin að leggja þeim lið. Þeim Gróu hefur alltaf fallið vel saman. Nursie átti oft i erfiðleikum með Cora May og lét alltof mikið eftir henni, en eftir að Gróa kom og tók telpuna að sér er hún mun viðráðanlegri og ekki eins keipótt. Cora May er á sjö- unda ári. Yngsta barnið Joleen er 38VIKAN 3. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.