Vikan - 20.01.1977, Blaðsíða 48
HVÍTUR FJAÐRAKJÓLL!
Kæri draumráðandi!
Mig dreymdi draum í nótt, sem
ég hef mikið hugsað um hvað
þýði, en hann er svona:
Mér fannst ég vera stödd í
skógi. Ég sat uppi í kerru og voru
tveir hestar spenntir fyrir hana. Ég
var í hvítum brúðarkjól og mér
fannst ég vera eldri en ég er í
rauninní og var ákaflega virðuleg
á svipinn. Allt í einu komu margir
fuglar og fóru að plokka af mér
kjólinn. Þá sá ég, að hann var
gerður úr hvítum fjöðrum. Fugl-
arnir plokkuðu svo af mér allan
kjólinn, og ég stóð nakin eftir.
Síðan var ég skyndilega að labba
upp Vífilstaðaveg og upp í Heið-
mörk. Ég var nakin og leiddi fyrir
aftan mig barnavagn. Ég var mjög
ánægð, en fannst það skrítið, að
allir horfðu svo mikið á mig. í
bílunum, sem keyrðu framhjá mér,
voru einungis karlmenn, og mér
fannst það stórfyndið. Þannig
lauk draumnum.
Með fyrirfram þökk og von um
birtingu.
Asthildur María Vignisdottir.
P.S. Mér datt í hug að spyrja þig
að öðru. Mig dreymdi, að ég hafði
eignast sveinbarn. Það var svert-
ingjadrengur, mjög fallegur, og
mér þótti ákaflega vænt um hann.
Hann var í hvítum fötum, en mjög
dökkur á hörund. Hvað getur
þetta táknað?
Allt mun ganga þér í haginn um
tíma, en þá verða gagngerar
breytingar á lifi þínu. £>ú verður
þér ti/ skammar á opinberum
vettvangi, og líklega snúa vinir
þinir baki við þér. Þú virðist vera
ha/din einhverri minnimáttar-
kennd, og hana verður þú að
yfirvinna, ef þér á að takast að ná
aftur fyrra sessi.
Svertingjadrengurinn getur
táknað nýjan kunningja, sem
ekki er allur þar sem hann er
séður.
TVEIR ATHYGLISVERÐIR...
Kæri draumráðandi!
Mig dreymdi tvo drauma, sem
mér finnst athyglisverðir og langar
mig til þess að fá þá ráðna. Sá
fyrri er á þessa leið:
Mér fannst ég vera stödd hjá
spámanni, og var hann að lesa úr
lófa mínum. Ekki man ég, hvor
höndin það var, en eitt er víst, að
Mig
dreymdi
línurnar voru miklu skarpari en
þær eru í rauninni. Spámaðurinn
sagði, að ég hefði góða og fallega
hönd. Ég horfði stíft á höndina, og
sá þá, að þar sem líflína og
höfuðlína skiptast, myndaðist ein-
hverskonar hringur með aukalínu.
Næst veitti ég því athygli, að
smám saman myndaðist þarna
mynd, sem var einsog séð úr>
fjarska. Sá ég þar Ijón á stalli í
miðjum fjölleikahring og sagði við
sjálfa mig eitthvað á þessa leið:
,,Þessi mynd er síðan í afgamla-
daga. Þarna bíður Ijónið eftir
þrælunum, sem eiga að berjast við
það." Síðan leit ég á hægri hönd
spámannsins og varð ég undrandi
á því, að hann hafði ekki bara línur
í lófunum, heldur líka á handleggj-
unum upp undir olnboga, og lá ein
þeirra beint upp.
Síðari draumurinn var svona:
Mér fannst ég vera stödd í
einhverju húsi, sem ég kannaðist
ekki við. Ég vaknaði þar og fannst,
að ég hefði sofið þar. Allt I einu
mundi ég eftir því, að kona, sem
ég þekki, átti að vera þarna líka,
og fór ég að leita að henni. Ég
fann hana, þar sem hún svaf undir
sæng og lét fara vel um sig. Vakti
ég hana þá og spurði hana, hvers
vegna hún svæfi ein, en það
fannst mér mjög skrítið. Þá bylti
hún sér og sagði: ,,Æ, leyfðu mér
að sofa." Ég gekk þá frá henni og
rakst á Ijóshærðan strák og spurði
hann, hvar klósettið væri að finna
I íbúðinni. Þá opnaði hann dyr fyrir
mig, en um leið og ég steig inn
fyrir, skellti hann á eftir mér. Þá
uppgötvaði ég, að ég hafði verið
göbbuð og leit í krignum mig. Sá
ég þá, að ég var stödd I járn-
brautarhvelfingu, og langt I fjarska
sá ég dagsbirtuna, en mér fannst
það vera lífshættulegt aö reyna að
komast þangað, því að lestin gæti
komið og ég orðið undir henni. Ég
leitaði að hurðinni, sem ég hafði
komið inn um, en fann hana
hvergi. Þá hugsaði ég mér, að ég
yrði Ifklega bara að ganga út I
opinn dauðann og lagði af stað.
Ég sá, að ég gat gengið meðfram
járnbrautarteinunum og var því
ekki I neinni hættu, en haföi samt
sem áður áhyggjur af því, að ég
myndi ærast vegna hávaðans. Ég
komst þó klakklaust út úr hvelf-
ingunni og var þá stödd niðri við
sjó. Ég mætti stelpu á hjóli, og
hún sagði við mig: ,,Það er alveg
ferlega skrítið, að allar göturnar
hérna enda við ströndina." Síðan
ætlaði ég að leita að húsinu, sem
ég hafði verið stödd I, því ég var
mjög gröm við strákinn, sem hafði
gabbað mig. Ég labbaöi upp
næstu götu og leitaði að húsinu
og kom loks auga á það I
hliðargötu. ,,Þarna á strákfíflið
heima.Æ, ég er ekkert að fara
þangað núna. Ég veit, hvar hann á
heima og get farið þangað seinna,
ef ég kæri mig um", hugsaði ég
og hélt áfram eftir götunni.
Draumurinn varð svo ekki lengri.
Með fyrirfram þökk,
Sigurbjörg G. Óskarsdóttir.
Fyrri draumurinn boðar þér
auðsæ/d. Þú munt eignast mikið
af dýrgripum fyrr eöa síðar.
Sennilegt er, að þú komist i gott
samband við yfirboðara þína eða
þá, sem þér er fyrir góðu að
kynnast, og þeir munu veröa þér
ti/ aðstoðar við að komast áfram í
lífinu.
Siðari draumurinn táknar erfið-
leika, en er þú hefur yfirstigið þá
muntu fara í ferðalag. Þetta
ferðalag veröur á margan hátt
ævintýralegt og eftirminnilegt,
þegar fram I sækir. Sennilega flyst
þú búfer/um áður en iangt um
iiður og muntþá una þér vel á nýja
staðnum. Vertu viðbúin s/æmum
fréttum einhverntíma á næstunni.
KLUKKUR OG KJÓLAVERSLUN
Kæri draumráðandi!
Mig langar að biðja þig að ráða
eftirfarandi drauma fyrir mig.
1. Mér fannst ég vera I afmæli
hjá mágkonu minni. Gjafirnar,
sem hún fékk, voru 6 stofuklukk-
ur. Voru 5 þeirra forljótar (þær
minntu einna helst á gömul kven-
mannsveski), en ein klukkan stóð
sér, dálítið afsíðis, og var hún
mjög falleg. Þetta var svonefnd
„anniversary" klukka, sem trekkja
á upp einu sinni á ári. Var hún úr
postulíni að innan og máluð með
bleikum rósum. Einnig hafði mág-
kona mín fengið einn stóran
postulínsdisk og tvo litla postu-
línsplatta. Fannst mér þeir allir
fallegir.
2. Mér fannst ég og þessi sama
mágkona mín fara inn í kjóla-
verslun hér í bænum, og ætlaði
mágkona mín að láta sauma á sig
kjól. Hann átti að vera ofsalega
smart, drapplitaður. Konan í búð-
inni skrifaði málin niður á bláan
pappa. Það var það furðulegasta
snið, sem ég hef séð. Mér fannst
einnig að vinkonur hennar ætluðu
líka að láta sauma á sig svona
kjóla. Sjálfa langaöi mig mikið til
þess að fá mér eins kjól líka, en ég
hafði ekki efni á slíku.
Ég vona, að þú getir ráðið þessa
drauma fyrir mig.
Með fyrirfram þökk.
H. G.
Fyrri draumurinn er fyrir góðu.
Þú munt sennilega eiga meiri eða
minni samskipti við er/enda aðiia.
Það er engan veginn vist, að þú
farir utan, en þó mjög líklegt.
Seinni draumurinn boðar þér
eitthvað skemmtilegt, senni/ega
veislu. Varastu samt að /enda i
rifrildi viö nákominn ættingja, því
það gæti dregið einhvern dilk á
eftir sér. Senni/ega færðu tæki-
færi tii þess að afla þér einhverra
aukatekna á næstunni.
Svar til Ft.L.G.
Þessi draumur er senniiega
aðvörun. Þú munt líklega komast í
þá aðstöðu að ráða nokkuð
lífskjörum þínum. Úlik öfl togastþó'
á um þig, og þér er í sjálfsvald sett
hvoru þeirra þú hiýðir. Vertu vel á
verði og þá sérstaklega i sambandi
við fjármái. Hugsast gæti einnig,
að draumurinn stæði i sambandi
við veikindi nákominnar persónu,
sem þú berð mjög fyrir brjósti og
getur ef til vill hjálpað, ef þú
reynir.
48VIKAN 3. TBL.