Vikan


Vikan - 20.01.1977, Blaðsíða 42

Vikan - 20.01.1977, Blaðsíða 42
Sakamálasaga eftir Ellu Griffiths ÓVfEMT VITNI Vegurinn er illa lýstur, en samt sér Petter, að Ottar er svo fölur, að það má næstum segja, að hann sé ljósgrænn. Hann er eins og liðið lík, eins og hann raunar verður eftir nokkrar mínútur. Það er ennþá dimmara inni í skóginum, þar sem Petter segist hafa falið peningana. Petter Pettersen fær óvænt upphringingu frá Ottar Olsen. Vigen, eigandi Shell stöðvarinnar kailar Petter í símann. Petter gremst þvi að hann heldur, að Eva sé að hringja. þó að hann sé búinn að segja henni. að Vigen leyfi ekki einkasímtöl í vinnunni. En það er ekki Eva. Það er Oitar Olsen. Það er næstum liðið vfir Petter, þegar hann þekkir rödd hans. Hann hringir þó ekki úr fangelsinu, drengurinn? — 0 nei, ekki aldeilis, segir Ottar þvoglumæltur. Hann segist vera kvefaður og heldur svo áfram: — Ég hringi frá landsím- anum í Osló. Ég skrapp út í dag, sem sagt fyrr en ég bjóst við. Góð hegðun eða eitthvað slíkt, sögðu þeir. Þú varst sá fyrsti, sem ég hugsaði til. Til þín og pening- anna. réttara sagt. Nú ætla ég að koma til að sækja minn hlut. — Hve-e-enær? s‘amar Petter. — Hvað vinnurðu lengi í dag? — Til sjö, sleppur út úr Petter, áður en hann nær að átta sig. — Þú hittir mig þá rúmlega sjö. Ég tek vagninn. Petter sér, að Vigen er að ljúka við að afgreiða viðskiptavin, þess vegna ber hann nú ótt á og talar hratt og lágt. — Nei, við megum ekki sjást saman. Við skulum heldur hittast klukkan tólf annað kvöld, Ottar. Bíddu mín við eikartréð hjá brúnni. Þú getur ekki villst. — Reyndu engin brögð! segir Ottar hörkulega. — Ertu vitlaus maður? Mér hefur aldrei dottið í hug að svíkja þig- í sömu mund kemur Vigen svíf- andi, ef svo má komast að orði um mann, sem er 110 kiló. — Svona, hugsaðu ekki meira um þetta, Eva, segir Petter og breytir röddinni. — Hvað...Eva? spyr Ottar undrandi. — Heyrirðu það! Ég verð að rjúka! hrópar Petter og skellir á. Á morgun, hugsar hann ör- væntingarfullur, hann hefur aðeins stuttan frest til að finna ráð... Þegar hann og Ottar rændu pósthús í útjaðri Oslóar höfðu þeir 24.359 krónur upp úr krafs- inu. Fyrir ránið höfðu þeir orðið ásáttir um, að ef annar þeirra næðist skyldi sá halda sér saman um aðild hins og að launum hlyti hann helminginn af hluta þess sem gengi laus. Það er að segja, Ottar ætti að fá 18.000 krónur, en þær skyldi hann aldrei fá. 359 krónunum hefur Petter eytt fyrir löngu, honum fannst hann eiga það litilræði skilið, fyrst hann lét ekki góma sig. Hina peningana hefur hann saumað inn i fóðrið á sparijakkanum sínum, og þar yrðu þeir áfram eitthvað lengur. Hann er ekki svo vitlaus að strá peningum í kringum sig. Nei, ekki aldeilis. Hann hefur hegðað sér eins eðlilega og frekast var unnt. Petter hafði skrifað Ottar undir fölsku nafni, þess vegna vissi Ottar, hvar hann vann. Hann hafði verið hræddur um, að Ottar yrði tortrygginn, ef hann léti ekki heyra af sér. Aftur á móti hafði Ottar aldrei svarað honum. Petter hafði ráðgert að segja Vigen, að brátt hygðist hann flytja norður á bóginn til bróður sins. Auðvitað átti hann- engan bróður, en það gat Vigen ekki vitað. En hann ætlaði síðan að fara til Kristian- sand eða Þrándheims, nú eða Ösló, þar sem hann gæti áreiðan- lega útvegað sér vinnu. Alla vega hafði hann reiknað með að vera horfinn af sjónarsviðinu, þegar Ottar kæmi úr fangelsinu i jan- úar. Og svo sleppur hann bara óvænt út núna í byrjun nóvem- ber! Petter er kaldsveittur. — Ertu veikur? spyr Vigen, en er greinilega áhugalaus. — Ég held ég sé að kvefast, svarar Petter. Til að undirstrika orð sín hóstar hann nokkrum sinnum. — Fólkið bíður i röðum eftir afgreiðslu, þú veist hvað það þýðir, ef það fær ekki afgreiðslu. Þetta er ekki eina bensínstöðin í bænum, ef þú heldur það! Það var Esso-bensínstöð hinum megin við brúna. Merkilegt, að hér skuli vera tvær stöðvar, á svona skítastað, hugsar Petter, þar sem búa eintómar kerlingar af báðum kynjum. Að Evu undan- skilinni, sem var eina pilsið, sem litandi var á, og auðvilað störðu allir á hana girndaraugum, þegar hún gekk um beina i kaffistofunni þar sem hún vann, brosandi til hægri og vinstri. Eva var ágæt, en upp á síðkastið var hún dálitið þreyt- andi og það versta var, að hún var hrædd um að vera orðin ófrísk. Ef ég sting af, hugsar Petter, halda ábyggilega allir, að ég sé að stinga af frá Evu. Enginn setur mig i samband við Ottar, ef þeir skyldu finna hann, en ég ætla að sjá um, að svo verði ekki. Morð var eina lausnin, og áin, umlukin þéttum skógi, var frá- bær staður til að losa sig við óvel- komnar persónur, sem krefjast peninga af fólki, sem ætlar sér hreint ekki að láta einn eyri af hendi. Petter sefur lítið um nóttina. Hann er að skipuleggja verknað- inn annað kvöld. Hann myndi þurfa vasaljós og yrði að hreinsa fingraförin vandlega af því. Hann ætlar að segja Ottari, að hann hafi grafið peningana inni í skógi, ekki of langt frá ánni, því Ottar er þungur og verður ennþá þyngri, þegar þarf að drösla honum dauðum. Hann ætlar að drepa hann með oddhvössum steini, binda svo við hann þungan stein og kasta honum í ána, þar sem hún er dýpst og straumurinn sterkastur. Þetta verður auðvelt. Það vefst ekki fyrir honum. hví- líkan glæp hann ráðgerir að fremja. Þeir Ottar hafa aldrei verið sérlega góðir vinir. Unnu bara saman, þegar þeir frömdu ránið. Til að losna við nærgöngular spurningar Vigens, ætlar hann að spinna upp sögu um veikan ætt- ingja. Áður en langt um liði yrði hann gleymdur. Eva mun jafnvel gleyma mér fljótt, hugsar hann. Hún lætur eyða fóstrinu eða finnur eitthvert annað ráð. Hún lætur ekki fara illa með sig, stúlkan sú. Hún bjargar sér alltaf. Hann verður að sjá til þess, að Ottar haldi á vasaljósinu, þannig að fingraförin hans verði á því. Á meðan þykist hann verða að líta í kringum sig eftir staðnum, þar sem peningarnir liggi grafnir. Vasaljósið á að verða eftir á staðnum með fingraförum Ottars til að rugla lögregluna i ríminu og gera henni erfitt fyrir. Ef það á annað borð fyndist. Ef þetta yfirleitt gengi svo langt að verða lögreglumái. Þegar Petter kemur til vinnu þennan örlagarika dag, gengur hann um með sorgarsvip, og loksins getur Vigen ekki stillt sig lengur og spvr hvað sé að. Yfir- loitt ber hann ekki umhyggju fvrir starfsmönnum sinum, en honum fellur vel við Petter, sem kemur alltaf vel fram við við- skiptavinina. Ef Vigen á að vera alveg hreinskilinn, sem hann forð- ast helst, þá er það ekki síst Petter að þakka, að viðskiptin hafa blómstrað. En auðvitað á Vigen sjálfur mestan heiður skilinn, því hann hafði sýnt mikla mannþekkingu, þegar hann réði Petter, sem hafði engin meðmæli að sýna, þegar hann sótti um 42VIKAN 3. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.