Vikan


Vikan - 20.01.1977, Blaðsíða 4

Vikan - 20.01.1977, Blaðsíða 4
H Og þeir vilja ekki sjá að hlusta á annað efni. frekar en íslendingar hlusta t.d. á enska eða danska — jafnvel ameriska útvarpsstöð. — Er þá kannski litið niður á þá af hvitum...? — Nei. alls ekki. Kannski mœtti helst likja sambandi hvítra manna við þá eins og sambandi okkar við börn. Þeir eru aðeins óþroskaðir. Það er alls ekki litið niður á þá. en þeir eru kannski meðhöndlaðir með varúð af þessum sökum. Hatur þarna á milli er ekki til. Þesstu- fregnir. sem það heyrið hérna, eru algerlega úr lausu lofti gripnar. Pólitískar ástæður ráða þar miklu. og vitað er t.d.. að kommúnistar eiga þar mikinn þátt í. Þeir vita sem er. að þeim mun ekki takast að ná þarna völdum. ef deilan levsist á friðsaman hátt um stjórnskiptin. En deilan þarna er ekki vegna litarháttar. heldur vegna mismunar i þróun ættbálkanna. Kínverjar eru t.d. í góðu áliti. bæði vegna þess að þeir eru löghlýðnir menn og mjög vel menntaðir. Hjá þeim er æfa- gömul og háþróuð menning, sem þeir hafa tileinkað sér. Annars er þetta mál alltof flókið til að gera því nokkur skil hér á Islandi. íslend- ingar hafa lengi búið við það mikið frelsi og háþróað menningarástand. þeir eru allir svo jafnir. að ég held þeir geti alls ekki gert sér í hugarlund raunverulegt ástand. þar sem sambúð við svo frumstæðan þjóðflokk er. Hjónaband — Jæja. kannske það sé rétt að þú segir mér eitthvað frá þínum högum. Þú gekkst í hjónaband þarna syðra? Hvaðan er konan þín? — Já. ég gekk í hjónaband fyrir allmörgum árum. og við eigum fjögur börn, einn dreng og þrjár stúlkur. Konan er búi að ættum. — Hvað eru börnin gömul nú? — Þau eru frá sex til tólf ára núna. — Konan er þvi fædd og uppalin í Suður-Afríku? — Já, hún er frá Free State. Það er nokkuð, sem íslendingar eiga kannski nokkuð erfitt með að átta sig á. en þessi tvö héruð Free State og Transval, voru upphaflega alveg byggð af hvítum mönnum. Þau eru uppi á hásléttu þar sem svertingjar voru alls ekki, en komu svo þangað eftir að hvíti maðurinn hafði tekið sér bólfestu þar. Mikið af þeim hefur flust suður á bóginn til að fara að vinna í námunum hjá þeim hvítu. — Það er mikið af námum þarna? — Suður-Afríka er geysiauðug af Hilmar ásamt konu sinni fyrir miðju. Til hægri er Rósa móðir hans og heldur á yngstu dótturinni. Hin börnin standa fyrir framan þau, en til vinstri stendur tengdamóðir Hilmars með annað barn i fangi. I bakgrunni sést hvar berfætt svert- ingjakona hefir sest flötum beinum á gólfið. allskonar málmnámum. Þar er hægt að finna svo til alla málma, sem hægt er að hugsa sér. Gull oggimsteinar — Gull og demanta? — Gull er mikið þarna. Suður- Afríka er stærsti framleiðandi gulls í heimi. Og demantar. Þar er nóg af þeim. Þar hefur verið steypt með steinsteypu yfir demantsæðarnar til að hylja þær, því ef allir þeir demantar, sem þar finnast, væru settir á markaðinn, þá yrðu þeir verðlausir á stuttum tíma. — Finnast demantar svona ofar- lega í jörðinni? — Demantar verða til i eldgos- um, þar sem sérstakar aðstæður eru fyrir hendi, og þeir finnast í æðum, sem liggja neðan frá allt upp á yfirborðið. Á yfirborðinu geta þeir síðan dreifst með vatni og vindum, sérstaklega vatni. Þessvegna eru efstu hlutar þeirra æða, sem kunna að innihalda demanta, huldir með þykku lagi af steinsteypu, og vinnsla þar látin biða síns tima. — Blessaður góði, við höfum nóg afeldfjöllum hérheima. Kannskiþað væri réttast að setja lag af stein- steypu ofan á Heklu t.d.? — Það er nú ekki alveg víst, að demantar verði til við öll eldgos, því það þurfa að vera alveg sérstakar ef nasamsetningar og aðrar aðstæður fyrir hendi, sem ég kann ekki að nefna, en ég hefi ekki heyrt, að demantar finnist hér. Fimm bækur — Jæja, hver veit nema Eyjólfur hressist. Hvernig fór svo með hjúkkuleiguna, Hilmar? — Ég seldi fyrirtækið fyrir um hálfu öðru ári og fékk. fyrir það ágætis verð. Ég var þá byrjaður að prenta dagbækur. — Hverskonar dagbækur eru það? — Það eru fimm gerðir dagbóka, mjög vandaðar, innbundnar í skinn- band og skreyttar með allskonar gylltum röndum og svoleiðis fínt, fínt, sem við seljum aðallega til fyrirtækja, sem aftur gefa þær í jólagjöf og um áramót. Það eru aðallega stærri fyrirtæki, sem kaupa þessar bækur til gjafa. Ég keypti lítið fyrirtæki, sem var í þessu 1970, og það hefur svona smárn saman verið að stækka og er nú orðið svo stórt, að ekki er hægt. að líkja því saman. — Er það hjá þér, svipað og hjá útgefendum hér, að vertíðin er aðallega fyrir jól? — Ja, kannski aðallega, en við seljum meira og minna allt árið, eða tökum við pöntunum, en svo í október og uppúr því fer afhending- ir fram, og þá er jú aðalsalan, því þetta eru frekar dýrar bækur, sem fyrirtækin gefa i jólagjöf. — Og er þá nóg að gera allt árið við að framleiða aðeins þessar fimm bækur?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.