Vikan


Vikan - 20.01.1977, Blaðsíða 14

Vikan - 20.01.1977, Blaðsíða 14
— Þú ert mikill sundmaður, er það ekki? — Ja, ég veit það ekki, en ég syndi töluvert og tel sund þá bestu iþrótt, sem völ er á. En ég synti miklu meira i gamla daga, þegar ég var unglingur, áður en ég varð fyrir þeirri reynslu, að vinur minn drukknaði, þegar við syntum sam- an kafsund. Ég var aðeins 17 ára þá, og við vorum að æfa okkur í kafsundi. Allt í einu kom eitthvað fyrir vin mirur, og hann drukknaði, án þess að nokkur gæti hjálpað. Ég synti með hann látinn að landi, og það fékk svo á mig, að ég hætti bókstaflega að synda í nokkur ár eftir þetta. — Varstu ekki löngu hættur að dansa lika, þegar þú byrjaðir aftur fyrir nokkrum árum? — Jú eiginlega, en ég dansaði þó nokkuð i lokuðum samkvæmum og hélt mér við. En ég byrjaði aftur fyrir alvöru, þegar skákmótinu lauk. Vigdís Finnbogadóttir vildi þá fá mig til að tefla við sig, en ég var ekki til í það og spurði, hvort hún vildi ekki heldur dansa við mig, og þar með komst ég á sporið aftur. Heldur lögga á íslandi en tré- smiður í Ástralíu — Nú eru ekki nema 7 ár síðan þu gekkst í lögregluna. Hvernig stóð á því? — Það var eiginlega bara tilvilj- un. Ég hafði unnið um skeið við gerð vegagjánna í Kópavogi, þegar skyndilega var ákveðið að hætta við framkvæmdir í bili vegna fjárskorts svo að ég varð atvinnulaus. Þá var lítið um atvinnu hér heima, og margir flúðu til Ástraliu og Sví- þjóðar í atvinnuleit. Stuttu eftir að ég hætti í brúarsmiðinni var aug- lýst eftir lögregluþjónum, og ég sótti um, því að ég vildi heldur vinna hér sem lögregluþjónn en tré- smiður í Ástralíu. Ég hafði heppn- ina með mér og var ráðinn, þ.e. i október 1969. — Er spennandi að vera lögreglu- þjónn á íslandi? — Það fer eftir þvi, hvernig á það er litið. Ég kann vel við mig í þessu starfi, en því fylgja ýmis konar hættur. Ég hafði ekki verið lengi í lögreglunni, þegar ég áttaði mig á þvi, að brúna kylfan er ekki næg vöm, ef aðstæður gerast hættu- legar. Ég dreif mig þess vegna i júdó, því að mér fannst ég nauðsyn- lega þurfa á þeirri kunnáttu að halda. Ég þjálfaði af kappi í ár og keppti þá i Islandsmótinu 1972 og vann önnur verðlaun. Þá varð ég hissa. því að nóttina áður en keppnin fór fram hafði ég verið ó vakt og mætti þar af leiðandi þreyttur og svangur til keppni. En svona getur það nú verið. Bófahasar í San Francisco Annars lít ég ekki ó júdó sem keppnisíþrótt eingöngu heldur kem- ur júdókunnátta sér ákaflega vel fyrir lögregluþjóna og aðra í svip- aðri stöðu. Ég tala af reynslu og vil nefna sem dæmi atvik. sem henti mig, er ég var staddur í San Fran- cisco. Það var skömmu eftir skák- mótið, þegar ég fór út með Fischer. Ég var einn á gangi seint um kvöld eftir breiðgötu i borginni, þegar þrír skuggalegir náungar birtust allt i einu við eitt götuhornið og heimt- uðu alla peningana mina. Ég gaf þeim nokkur sent og ætlaði svo að losna, en þá vörnuðu þeir mér undankomu, og um leið heyrði ég einn þeirra skjóta blaði fram úr vasahnífi, svokölluðum stiletto hnifi, og einn þeirra sló mig. Ég hrasaði, en náði jafnvægi aftur og greip i aðalkappann og brá honum í hring, svo að hann lenti á malbik- inu. Við þetta brá hinum ákaflega, og þá tókst mér að hrinda öðrum þeirra á hann, sem hafði hnífinn, og við það féllu þeir báðir og tók svo þegar á rós, þegar þeir komust aftur á fætur. Lögregluþjónn sagði mér er hann kom á staðinn að þarna hefði ég átt um líf og dauða að tefla, og hann taldi mig hafa verið heppinn að komast klakklaust út úr þessu. En hann benti mér á, að ég hefði verið of linur við árásarmenn- ina og að ég hefði ekki átt að hika við að sparka í hausinn á þeim. En það er líka alveg ábyggilegt, að hefði ég ekki kunnað júdó, hefði illa farið fyrir mér. — Eftir að mennirnir tveir féllu á götu na, kom hamborgarasali þarna í nágrenninu mér til hjálpar með því að hóta að sprauta framan í þá efni, sem blindar. Mér skildist á honum og fleirum, að það væri algengt, að íbúar stórborga í Bandaríkj- unum bæru svona sprautur á sér í staðinn fyrir byssur, og kosturinn við það væri sá, að þetta efni væri ekki lifshættulegt. Á móti allsherjar byssuleik — Ertu hlynntur því, að islenskir lögreglumenn vopnist? — Nei, ég er alveg á móti því. Ef sú regla yrði tekin upp hér, myndi ég hætta í lögreglunni, því að það er staðreynd, að vopnist lögreglan, þá vopnast hver einasti afbrotamaður, og þá er allt komið út í allsherjar byssuleik og einhverjir alltaf dæmdir til að særast og jafnvel deyja. Það er hægt að fara aðrar leiðir. Ég er mjög hrifinn af þessum svokölluð- um ..riot" byssum, sem víða hafa verið teknar i notkun, en þær eru ekki hlaðnar skotum. heldur gúmmíkúlum eða boltum, sem i mesta lagi merja og meiða viðkom- andi og geta aldrei verið lifshættu- legar. En þó að ég sé á móti þvi að vopna allt lögregluliðið, þá finnst mér, að lögregluyfirvöld ættu að hafa leyfi ti! þess að beita byssum i neyðartilfellum, eins og til dæmis þegar drengirnir réðust inn í Sport- Sæmundur kynntist mörgum fræg- um mönnum, þegar hann dvaldist í Bandarikjunum hjá Fischer vini sinum. Hér sjáum við þá félagana ásamt sundkappanum fræga Mark Spitz, sem allir muna síðan á Ólympiuleikunum í Miinchen. val nýlega, því að þá gat lögreglan litið aðhafst. Bannað að dansa vangadans — Hvaða álit hefur þú á vanda- málum unga fólksins í dag, eins og til dæmis því, sem kennt hefur verið við Hallærisplanið? — Þetta er i raun og veru vanda- mál, sem æskulýðsróð borgarinnar ætti að geta leyst, en ekki lögregl- an. Þessir unglingar eru bestu krakkar, það er bara ekki nógu mikið gert til þess að hafa ofan af fyrirþefm. Að minu álili á að virkja æskulýðsfélögin og jafnvel styrkja þau fjárhagslega til þess að hafa opið hús um helgar. Það má nýta húsnæði iþróttafélaganna og dans- sali skólanna til dansleikja og ýmis konar félagsstarfsemi á kvöldin. En því miður eru kjánalegir for- dómar við lýði gagnvart framkomu unglinganna á skólaböllum, og mér skilst að þeim sé bannað að dansa vangadans, svo að þeim finnst þau ekki geta verið eðlileg og frjálsleg, og það skapar óánægju. Unglingar verða að fá að vera eðlilegir á heil- brigðan hátt. ef svo má segja. Það ó ekki að ýta þeim lít á götuna, þó að þau sýni af sér óæskilegt fram- ferði i augum einhverra. Vín er ákveðin menning — Það mætti einnig efla skáta- hreyfinguna og virkja unglingana betur í henni. Ég er alveg sann- færður um, að unglingavandamál þurfa ekki að vera til. Það þarf bara að veita æskunni fleiri tækifæri til' að fá útrás fyrir félagsþörf sína. Ég smakka aldrei áfengi, en ég er þó ekki fanatískur, og ég held, að það sé aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir, að einhverjir unglingar bragði vin, en það er hægt að sporna gegn því á margan hátt með fræðslu og góðri aðhlynningu. Ég tel vín vera ákveðna menningu, og ég býð vinum og kunningjum upp á vín, þegar ég býð þeim heim, þó að ég bragði það aldrei sjálfur. Eins er það með reykingar. — Nú varst þú lífvörður Fisch- ers. Hvernig atvikaðist það? — Það gerðist nú fyrir tilviljun, eins og svo margt, sem hefur hent mig. Ég ók Fischer frá DAS-húsinu þar sem hann svaf fyrstu nóttina hér, og þá spurði hann mig, hvort ég þekkti góðan klæðskera, sem myndi vilja sauma á hann föt, Eins bað hann mig um að útvega sér loftnet svo að hann sæi betur í sjón- varpinu. Ég útvegaði honum það og kom honum í samband við klæð- 14VIKAN 3. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.