Vikan


Vikan - 20.01.1977, Qupperneq 37

Vikan - 20.01.1977, Qupperneq 37
eftirlætissögum úr bókum og frum- sömdum ævintýrum. Ein vinkonan, sem Gróa eignast í skóla Harris , er stúlka að nafni Careen Lamoc frá Mobile í Ala- bama-fylki. Þær eru herbergisfél- agar og kemur vel saman. Careen fer með Gróu til Winnipeg um jólin og um sumarið er Gróa boðin til Alabama. Það er henni ógleymanleg ævintýraferð, er hún litur Suðurrík- in í fyrsta sinn. Að sjá þær miklu andstæður ríkidæmis og fátæktar, heyra þessa undarlegu ensku, sem fólkið þar syðra talar, og kynnast því, að þar þykir öllum sjálfsagt að hafa svo marga svarta þjóna sem efnahagurinn leyfir. Afi Careenar, Lucas Lamoc hafði barist í her Suðurríkjanna í þræla- striðinu og hann segir Gróu ótal sögur frá þeim tíma. Um hörmung- ar striðsins og afleiðingar þess og hvernig lífið var i Suðurrikjunum fyrir strið. Gróa hlustar af athygli á gamla manninn og reynir að ímynda sér þennan heim, svo ólikan sínum eigin og öllu, sem hún hefur kynnst. Þær Careen ferðast um nágrennið, eina ferð fara þær til New Orleans og Gróa nýtur dásemda suðursins. Það finnst henni helst að þessum nýju kunningjum sínum, hver við- horf þeirra tii negra eru. Svertingj- ar eru ekki taldir menn á þessum slóðum. Þeir búa í skítugum hreys- um og ganga í lörfum. Þeir, sem eru svo heppnir að vera i þjónustu rikra, hafa þó sæmilega í sig og á. Enda er hver heppinn, sem fargar frelsi sínu og gefur húsbændunum sál sina. Á heimili Lamocs er mikið um að vera. Börnin eru sex og auk þess eru á heimilinu afi Lamocs og nokkrar pipraðar frænkur, auk þjóna og vinnufólks. Gróa hefur ekki hugmynd um, hvaða vinnu hr. Lamoc stundar. Enn siður skilur hún, eftir að hafa séð iburðinn á heimilinu og kynnst fjölskyldunni og viðhorfum hennar, hvers vegna Careen hefur valið að gera kennslu fatlaðra barna að ævi- starfi sinu. Móðir Careenar er þeirrar skoð- unar, að ungar stúlkur eigi að alast upp til þess eins að verða góðar eiginkonur og mæður, en faðir hennar, sem gerir sér grein fyrir breyttum tímum og nýjum viðhorf- um hefur reynt að mennta börn sin sem best og ekki gert mun á dætrum og sonum. Sjálf hefur Car- een alltaf hsft gaman af börnum og hún hefur gleði af starfi sinu, rétt eins og Gróa. Þetta vor höfðu Bandaríkin gerst styrjaldaraðili, svo frá heimilum víðsvegar um fylkin streyma ungir menn á skipsfjöl, til að berjast í Evrópu. Einn bróðir Careenar er þegar farinn, en yngri bræður hennar tveir eru of ungir til að gegna her- þjónustu. Seint í ágúst fer Gróa heim til Winnipeg. Henni er vel fagnað og hún gleðst yfir þvi, að Alla er búin að ná sér eftir missi Kajs og er nú trúlofuð manni af íslenskum ættum Paul Godvin að nafni. Gróa heimsækir Kate Holly vin- konu sína, sem nú er fr. . O'Mall- ory og þar er henni vel 'agnað Mor Jensen í Elm-street er hnuggin og döpur yfir hvarfi Kajs, en reynir að halda í þá von, að hann hafi verið tekinn til fanga og muni koma heim, er stríðinu lýkur. Hún sýnir Gróu bréf frá Kjeld. hann er þó alltént lifandi, þótt ekki líði honum vel. Illa búnir, kaldir og svangir her- mennirnir i skotgröfum Evrópu eiga dapra ævi. Þeir sem heima biða geta enga hugmynd gert sér um hve ömurlegt það er að bíða og þreyja, hlusta á skothvelli og sprengjudrunur, hafa misst félaga sinn í gær og eiga kannski sjélfur að deyja í nótt. Mor Jensen grætur og stynur. Gróa reynir að hugga hana, en danska konan er of yfirkomin af sorg sinni til að orð Gróu veiti henni nokkurn styrk. Það eina, sem Gróa getur gert, er að taka utan um hana og halla henni að sér og leyfa henni að gráta, eins og litlu börnin i skóla Harris, þegar þau eiga bágt. Að lokum sigrar meðfætt létt- lyndi mor Jensen og hún þurrkar tárin og segir: „Skal vi ha’ en kop kaffe lille Gróa?” Þessir friðsælu dagar heima i Kanada taka brátt enda og Gróa heldur suður til Minnesota til fundar við kennara sína og nem- endur. Gróa er tuttugu og eins árs. Hún hefur lokið námi sem kennari blindra og daufdumbra og er reiðu- búin að halda út i lífsbaráttuna með gott veganesti. Er hún litur til baka og yfir sína stuttu ævi, finnst henni oft ótrú- legt, að þetta geti verið sama stúlk- an og sú sem kom krypplingur á barnsaldri til þessa lands frá öðrum heimi. Minningarnar um Island eru mjög teknar að dofna. Samt gleðst hún alltaf, ef bréf kemur að heiman. Það er helst Þórey, sem skrifar. Stefán er dáinn, lungnabólga varð honum rúmlega fiinmtugum að fjörtjóni. Siðan hefur Halla verið hjá Þóreyju og Andrési, en þau búa nú á Sauðárkróki. Bensi er bóndi á Gili og á nóp af börnum. Ötrúlegast af öllu finnst Gróu þó, að hún skuli vera sama stúlkan og þegar hún sextán ára grét heitum tárum 1 koddann sinn, eftir að hún komst að raun um, að Kaj tók öllu fram yfir hana sjálfa. Þau tæplega fimm ár, sem síðan eru liðin, hafa breytt henni i fullorðna manneskju. Stríðið og áhrif þess hafa líka náð til hennar. Hún hefur orðið að sjá á bak vinum sínum og aðrir hafa komið til baka merktir á sál og likama. Öli kom einfættur til baka úr stríðinu. Og meðal þeirra, sem ekki komu eru báðir Jensen- bræðurnir og Per Benson, sonur Þorvalds og Louise. Mor Jensen er buguð af sona- missinum. Kaj féll í Frakklandi,, en Kjeld týndist í Belgiu og er talið, að Þjóðverjar hafi tekið hann til fanga. En enginn veit, hvort hann er nú lifs eða liðinn. Herra Jensen hefur líka mjög lótið á sjá. Hann var áður hár og þrekvaxinn. en er nú lotinn og hor- aður, gráhærður og raunamæddur. Það gengur honum að hjarta að horfa á litlu, þybbnu og skapgóðu konuna sina veslast upp og geta ekkert fyrir hana gert. Að lokum tekur Jensen það til róða, að fara með konu sina heim til Danmerkur. Þau selja húsið og prentsmiðju Jensens. kveðja vini sína og halda brott. Yfirgefa landið. sem hefur gefið þeitn svo mikið og 3. TBL. VIKAN37

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.