Vikan


Vikan - 20.01.1977, Blaðsíða 45

Vikan - 20.01.1977, Blaðsíða 45
og fœr merkilega fljótt far með vörubílstjóra, sem er feginn að fá félagsskap. Maðurinn er masgef- inn. Petter segir já eða nei og jæjajá, hann segist ætla til Gautaborgar. — Já, en svo langt fer ég ekki, segir bílstjórinn, — en þú getur setið í til Brandefoss, og þaðan er ekki svo dýrt með lest til Osló. Annars færðu sjálfsagt far með einhverjum öðrum. Nákvæmlega klukkan hálf eitt sömu nótt hringir frú Eriksbo á sýslumannskrifstofuna. Reiersen er á vakt. — Það hefur eitthvað gerst niðri við ána, segir hún andsturr af æsingi. — Einhverju var varpað í ána, einhverju þungu. Kannski smyglvamingi. — Einmitt það, segir Reiersen og hugsar með sér, að nú sé mælirinn fullur. — Og hvaða smyglvamingur heldur þú, að þetta sé? Kartöflur? — Eiturlyf, hvislar hún svo lágt, að varla heyrist. — Dag hvem getur að lesa i blöðunum um... — Farðu að sofa, segir hann ákveðinn, en ekki óvingjarnlega. — Eiturlyf em ekki svo þung, skal ég segja þér, og ef þú hefur heyrt eitthvað falla í vatnið, er það sjálfsagt af því að einhver hefur verið að losa sig við msl. Manstu ekki, að við fundum einu sinni gamlan dívan, sem enginn kannaðist við að hafa átt? — En þið ætlið að rannsaka málið? — Sjálfsagt, sjálfsagt, strax og birtir, svarar hann sannfærandi. — Já, en enginn rannsakaði skothljóðin, sem ég heyrði og sagði ykkur frá. — Víst rannsökuðum við mál- ið skrökvar hann. Það var bara karl, sem var búinn að týna púströrinu. Hann veit, að frú Eriksbo hefur engan skilning á bilum, svo að þess vegna getur hann sagt hvað sem er. Aðalatriðið er að róa hana. Eiginlega var hún brjóst- umkennanleg gamla konan. Hún var svo einmana. Þess vegna þjáðist hún liklega af ofsóknar- brjálæði, eða hvað það nú var, sem hrjáði hana. Eitthvað var það, svo mikið var víst. Tveimur dögum seinna hringir frú Eriksbo aftur á sýslumanns- skrifstofuna, og nú vill hún tala við sýslumanninn sjálfan. — Hvers vegna slæðið þið ekki ána? spyr hún uppvæg. — Ég er búin að hafa auga með ánni í tvo sólarhringa — ójá, bæði nótt og dag, því að ég þjást af svefnleysi, og ég hefi ekki þorað að taka inn pillumar, sem læknirinn lét mig hafa. Ég hefi ekki orðið vör við nokkra lifandi manneskju fra sýslumannsskrifstofunni. Ef þið gerið ekkert í máiinu, hringi ég tii Osló og kæri ykkur fyrir van- rækslu, þeir gera ömgglega eitt- hvað í málinu. — Við emm einmitt að fara af stað til árinnar, segir sýslu- maður og hagræðir sannleikan- um. Það er svo rólegt, að hann getur vel gefið sér tíma til að skoða ána, þótt ekki eigi hann von á að finna þar nokkuð. —■ Þið verðið að vera almenni- lega útbúnir, segir frú Eriksbo honum til ráðleggingar, — áin er svo djúp og... — Já, já, við sjáum um þetta, hann grípur fram i fyrir henni og leggur tólið á. Þannig gerðist það, að Petter Pettersen fékk tveggja daga for- skot, sem var betra en ekki. En svo var frú Eriksbo fyrir að þakka, að Ottar fannst, hann hefði annars ömgglega aldrei fundist. Vigen verður meira en lítið hissa, þegar verðir laganna skjóta skyndilega upp kollinum og fara að spyrja hann um starfsfólkið. Hann, eins og allir aðrir í ná- grenninu, hefur frétt, að pósthús- ræningi hafi fundist i ánni bund- inn við stein. En hvað kemur til, að lögreglan beinir rannsókninni að bensínstöðinni hans? Og hvers vegna hafa þeir áhuga á aumingja Petter, sem varð að flýta sér heim til fóstm sinnar, sem lá banaleg- una. — Á rannsóknastofum okkar, segir lögregluþjónninn, getum við efnagreint bletti, sem em á sönnunargögnum sem við kunn- um að vera með. Við fundum vasaljós með fingraförum hins látna, og það fundust auk þess á því merki um, að það hafi komið nálægt Shell-bensíni. Einnig em á því oliublettir, sömu tegundar og þú verslar með hér. — En samt... hálf hrópar Vigen og strýkur sér þreytulega um ennið. — Ég skil ekki. Hér koma svo margir ferðamenn, jafnvel nú um hausttimann. — Okkar fólk hefur gengið frá einu húsinu til annars og yfir- heyrt fólk, bæði einu sinni, tvisvar og jafnvel þrisvar, Vigen. Enginn hefur heyrt eða séð nokk- uð óvenjulegt, nema frú Eriksbo, sem tilkynnti, að eitthvað hefði gerst við ána. Þetta er bara fmmrannsókn enn sem komið er. En getum við nú fengið heimilis- fangið hjá fimmta manninum, sem vinnur hjá yður? Það fá þeir og fara rakleiðis heim til frú Iversen. Hún heyrir afar illa, það er eitt sem víst er. En í staðinn hefur hún augun hjá sér. Hún getur gert grein fyrir því í smáatriðum, hvaða föt Petter hefur tekið með sér og fylgist með af áhuga, meðan fingrafarasér- fræðingurinn vinnur sitt verk. Petter Fettersen er handtekinn i grennd við Þrándheim. Fyrst lætur hann sem hann sé bæði reiður og óvitandi um sekt sína. Hvað vill lögreglan honum? Hvers vegna á hann að fara með niður á lögreglustöð? Hann hefur ekki brotið neitt af sér. Hann viðurkennir, áð hann hafi ekki ætlað að snúa til baka til Vigens og þessa eymdarpláss, þar sem hann hefur þegar dvalið of lengi. Ástæðan er sú, að hann er sagður faðir að barni, sem stúlka nokkur uppástendur, að hún gangi með. Þess vegna stakk hann af, sem sagt. Ekki trúir hann ásökunum stúlkunnar. Eva. Já, þeir gætu fengið hennar fulla nafn og heimilisfangið einnig, þeir gætu þá sjálfir spurt hana, hvort hann segði ekki satt. Ottar Olsen? Nei, hann hefur aldrei heyrt þetta nafn áður. Hver er þessi Ottar Olsen? Hann starir á vasaljósið, sem lögreglan sýnir honum um leið og þeir spyrja, hvort hann eigi það. — Ég hefi aldrei séð það áður! segir hann ákveðinn. — Því haldið þið að ég eigi það? Er það vegna þess, sem þið dragið mig hingað á stöðina? — Eigandinn hefur haft það mikið í vasanum, segir einn lögregluþjónninn, eins og við sjálfan sig. Stendur heima, hugsar Petter og verður órótt. En hann þurrkaði fingraförin af. Aftur og aftur þurrkaði hann af vasaljósinu. Hann hafði notað úlpuna mikið í vinnunni. Hún var orðinn útslit- in, þess vegna hafði hann verið í henni morðnóttina. Hún lyktaði af olíu og bensíni, enda stakk hann oft tvistinum í vasann. En hvernig gat lögreglan vitað það? Af hverju hann sé u leið til Þrándheims, en ekki Kristian- sund? Hann skellir upp úr. — Til þess að Vigen geti ekki haft upp á mér. Eva er nefnilega tengd konunni hans. Fyrr eða síðar myndi hún áreiðanlega fara til Vingens og hafa upp úr honum, hvert hann hefði farið, Eva er sko ein af þeim, sem gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana... Já, þið vitið hvernig þessháttar fólk er, ekki satt? — Þér er eins gott að meðganga morðið ó Ottar Olsen strax, segir annar lögregluþjónn. — Morð... á Ottar Olsen? Ég vissi ekki, að þið væruð að tala um lík! Án þess að vera með meiri kúnstir opna þeir nú bakpokann hans og finna strax peningana. Hann bölvar með sjálfum sér, en ennþó er ekki of seint að bjarga sér. Hann getur sagt, að hafi fundið þessa peninga eða unnið þá eða... — Eins og okkur grunaði, halda þeir áfram. Þú varst með Ottar Olsen í pósthúsráninu og ætlaðir svo að halda öllum ráns- fengnum fyrir þig sjálfan. Nú þegir Petter Pettersen. — Þú gleymdir einu, Pettersen, segja þeir. — Mjög mikilvægu atriði. Atriði, sem kemur þér í fangelsi. — En... en... ég skil ykkur ekki. Ég hefir ekkert gert af mér. Ég þekki ekki einu sinni... — Þú gleymdir mikilvægu atriði, Pettersen, lögregluþjónn- inn grípur fram í fyrir honum. — Þú þurrkaðir fingraförin af vasa- Ijósinu, en... — En ég á það ekki! hrópar Petter i öngum sfnum. — Ég er búinn að segja ykkur það aftur og aftu,. — Einmitt það, egir lögreglu- þjónninn. — Við vissum alltaf, að Ottar Olsen var ekki einn, þegar hann framdi ránið. Póstaf- afgreiðslumaðurinn sagði, að tveir menn hefðu hótað sér með skammbyssu. Hann þekkir þig örugglega aftur. Þú varst hepp- inn þá, en nú horfir málið öðru vísi við, ertu ekki sammála? — En ég á ekki vasaljósið! segir Petter og grætur af örvænt- ingu. En getur þú þá útskýrt fyrir okkur, hvers vegna fingraförin þín er að finna á rafhlöðunum? Þegar þú skiptir á rafhlöðum varstu nefnilega ekki með hanska eða vettlinga eða nokkuð til hlífðar höndunum. Þá varst þú ekki ennþá ákveðinn í að verða... morðingi. i 3. TBL. VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.