Vikan


Vikan - 20.01.1977, Blaðsíða 17

Vikan - 20.01.1977, Blaðsíða 17
meira menntaskólum í Finnlandi. Það eru mjög góð persónuleg tengsl hér á milli kennara og nem- enda. — Hvernig líkar þér að búa á Garði? — Mér likar það yfirleitt ágæt- lega. Hér gilda ágætar reglur, en mér finnst skrítið, að stúdentum skuli vera ieyft að halda hér veislur. Það getur verið mjög óþægilegt fyrir aðra, sem búa hér. Ég vil ekki setja meira út á þetta, vegna þess að ég er styrkþegi. — Hvað greiðir þú í húsaleigu á mánuði? — Ég greiði 8000 krónur. — Hvaða álit hefur þú á lána- málum íslenskra stúdenta? — Ég er sammála sjómannin- um, sem skrifaði í Morgunblaðið og sagði, að íslenskir stúdentar virtust hafa næga peninga a.m.k, fyrir áfengi og sígarettum. Ég held, að íslenskir stúdentar hafi miklu meiri peninga heldur en finnskir stúdentar. — Hvað heldur þú, að námið komi til með að kosta þig mikið þetta skólaár? — Ég fæ 40 þúsund í styrk á mánuði, en það nægir ekki. Bækurnar eru svo dýrar. Ég þarf sennilega að leggja fram um 200 þúsund sjálf. — Hvernig finnst þér náms- aðstaða í H.Í.? — Mér finnst hún mjög góð. Ég er hissa á því, hve íslenskir stúdentar nota lesstofurnar lítið. Sjálf nota ég þær mikið. — Hvað finnst þér um Matsölu stúdenta? — Maturinn er of dýr og þess sitt'.í. vegna elda ég sjálf til þess að spara. Það er ekki nógu gott að hafa einungis hádegismat, og það er lika alveg óþarfi að hafa alltaf margréttað. — Hverjuviltþú breytaiH.Í.? — Proftiminn er ekki nógu góður. Það ætti að hafa oftar próf, svo að duglegir nemendur geti flýtt fyrir sér. — Hvað ætlar þú að gera, þegar þú hefur lokið námi hér? — Ég stefni að því að verða eilífðarstúdent, en það tekst nú sennilega ekki. Þá gerist ég lík- lega kennari, og svo get ég haldið fyrirlestra um ísland og íslenskar bókmenntir og bætt samskipti islendinga og finna. Ég er mjög hrifin af íslenskum bókmenntum og þá sérstaklega af Skarphéðni Njálssyni. Gunnar á Hlíðarenda er hins vegar ekki að mínu skapi. — Hvernig líkar þér við íslend- inga? — Ég þekki svo fáa islendinga, að ég get ekki sagt mikið um þá. Það eru alltaf mjög misjafnar persónur meðal þjóða. íslending- ar eru dálítið lokaðir og opnast yfirleitt aðeins þegar þeir eru drukknir. Það er erfitt að eignast góða vini hérna. Ég hef komist að því. að íslendingar eiga heimsmet i einni íþrótt, og það er að brjóta flöskur á götum úti. Lítill tími til félagslífs 1 íbúð nr. 253 á Hjónagörðum H.í. búa hjónin Guðrún Vignis- dóttir og Snorri Baldursson ásamt syni sínum Heimi, sem er þriggja ára. Guðrún er frá Akureyri, tók stúdentspróf í M.A. 1975 og stundar nú nám við Hjúkrunar- skóla íslands. Snorri er hins vegar úr Eyjafirði og tók stúdentspróf í M.A. 1974. Hann er nú á öðru ári i liffræði í H.í. — Hvernig likar ykkur að búa hérna? — Mjög vel. Við höfum ekkert út á það að setja. — Eru engir gallar, sem fylgja því að búa á Görðunum? — Nei, engir stórkostlegir. íbúðirnar eru kannski helst til litlar. Það eru til dæmis engin lestrarhorn í þeim, en að öðru leyti eru þær alveg ágætar. — En hverjir eru helstu kost- irnir? — Staðsetningin er mjög góð og félagsskapurinn. Hér kynnt- umst við fólki, sem er i svip- aðri aðstöðu og við sjálf. Við höfum t.d. reynt að koma á fót gagnkvæmri barnagæslu um helgar, svo að við getum notað timann til þess að lesa. — Hvað kostar að búa hér á Hjónagörðunum? — Leigan er 16.000 krónur á mánuði, og svo greiðum við 4.000 kr. fyrir ljós og hita. — Hvaða álit hafið þið á lána- málum stúdenta? — Okkur finnst ekki réttlátt, að lánin skuli vera skert svona mikið. Þau eru jú vísitölutrvggð. og það ætti þvi ekki að skipta eins miklu máli með upphæðirnar. Framfærslukostnaður er reiknað- ur of lágur, en lánin nema aðeins 85% af áætluðum framfærslu- kostnaði. Þetta kemur ef til vill áægtlega út, ef bæði hjónin geta » 3. TBL. VIKAN 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.