Vikan


Vikan - 07.06.1979, Page 47

Vikan - 07.06.1979, Page 47
Luke vaknaði snemma eftir órólega nótt og byrjaði að pakka niður. Nancy var formleg við morgunverðar- borðið, en hún forðaðist augnaráð hans. Hann hafði litla matarlyst og fitlaði áhugalaust við kaffibollann, þegar Nancy kom að borðinu til hans. Hún settist niður án þess að segja neitt. „Þú ert ákveðinn í að fara?" Hann skoðaði andlit hennar, áður en hann svaraði. Kvöldið áður virtist hún baeði döpur og fegin, þegar hann hafði sagst ætla að fara. Nú var hún alveg róleg. „Já," svaraði hann. ..Ég verð að fara. Það er öllum fyrir bestu." „Og ferðu beint til London?” „Já. En ég veit ekki, hvað ég geri eftir það. Ég er enn óákveðinn.” Nancy kinkaði kolli. „Þú verður samt feginn að koma aftur til Afríku. Þar muntu fljótlega gleyma þessum stað.” „Gleyma honum jafnauðveldlega og faðir minn gerði?" Hann reyndi viljandi aðsæra hana. Hún færði sig órólega til í stólnum. „Ég held, að við höfum sagt allt...” „Allt í lagi.” Hann stóð upp. „Get ég fengiðreikninginn?” Henni virtist brugðið. „Það kemur ekki til greina! Þú hefur hjálpað okkur svo vel. Ég get ekki tekið við borgun. Það erum við, sem skuldum þér.” Hann ætlaði að fara að hreyfa mót- mælum, en eitt augnaráð frá henni stöðvaði hann. „Þakka þér fyrir, Nancy. Það er fallega gert.” Hún hikaði. „Þú skrifar kannski þegar þú kemur til Afríku?” Honum tókst að brosa. „Þú átt við, að við getum verið vinir áfram?” „Auðvitað. Ég gæti ekki afborið það, ef það sem ég sagði í gærkvöldi yrði til þess að.. .að...” Hún byrjaði að taka af borðinu, henni var greinilega illa brugðið. „Vel á minnst.” hélt hún áfrani og reyndi að hljóma kæruleysislega. „Ég hef ekki sagt Rhiannon frá, að þú sért að fara.” „Nú!” Hann hleypti i brýrnar. „Ég. . ■ég sé hana, þegar ég kem aftur frá Aber- morvent. Ég lofaði að líta inn til Morlais Jenkins, áður en ég færi.” „Þú snæðir þá hádegisverð hér, áður en þú ferð.” Nancy var næstum biðjandi á svipinn. „Þakka þér fyrir,” sagði hann. „Ég kem aftur fyrir hádegi...” Luke óskaði þess fremur en alls annars, þegar hann fór til að sækja bíl- inn, að hann myndi ekki mæta Rhi- annon. En um leið og hann lagði af stað, heyrði hann hana kalla á sig. Hann leit ekki aftur, en þegar hann ók burt sá hann hana í afturspeglinum. Hún var með aðra höndina á lofti og starði á eftir honum. Hann yrði að tala við hana seinna, en ekki núna. Hann treysti sér ekki til þess. Viljandi hafði hann látið það eiga sig að segja Nancy frá hinu raunverulega erindi sínu til Abermorvent. M^ORLAIS Jenkins vísaði Luke inn í bókaherbergið og virtist glaður i bragði. „Jæja, drengur minn, fannstu það, sem þú leitaðir að í Rhydewel?” „Já. Þ.e.a.s. ég veit, hvað gerðist milli Nancy Nation og föður mins. Hún sagði mér sögu sína. En — jæja, hr. Jenkins, þetta skipti föður minn svo miklu máli. Ég vil gjarna fá að vita meira.” Luke þagnaði og valdi orð sín af kost- gæfni. „Ég sá son þinn í gærkvöldi. Mér þætti vænt um að fá að hitta hann.” Morlais Jenkins lyfti brúnum. „Heldurðu, að það sé ráðlegt?” „Ég veit það ekki. En ég verð að hitta hann. Hann var viðstaddur, þegar slysið varð. Hann er eina vitnið. Mig langar til að ræða um það við hann.” Morlais Jenkins virtist á báðum áttum. „Hr. Owen, það hlýtur að hafa verið sársaukafullt fyrir þig að rifja upp það, sem liðið er. Það, að hitta Gareth að máli, getur aðeins valdið þér enn meiri sársauka — og ykkur báðum. Geturðu ekki látið þetta gott heita?” „Nei, hr. Jenkins, því miður. Ég virti son þinn vel fyrir mér, og ég held, að hann sé nógu sterkur til að geta tekið því.” Presturinn brosti einkennilega. „Ég get auðvitað ekki neitað þér um að hitta Gareth. Þú hefur auðsjáanlega ákveðið þig...” Morlais strauk borðplötuna hugsandi OPNUM A MORGUN VERZLANAHOLUNNI ------LAUGAVEG26. HHÆÐ- Z3. tbl. Vlkan 47

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.