Vikan


Vikan - 28.06.1979, Side 4

Vikan - 28.06.1979, Side 4
Mynd af Gunnlaugi takin áður en hann hélt til Þassi mynd af Grete er tekin rétt eftir að þau Gunnlaugur kynntust. Fátæktin skildi þau q' Blaðamaður Vikunnar CIV ræðirviðfrú Grete Linck Grönbeck, fyrrverandi eiginkonu Gunnlaugs Scheving listmálara. náms i Kaupmannahöfn. Þau kynntust á Listaakademíunni í Kaupmannahöfn árið 1928 og felldu hugi saman. Bæði voru þau við myndlistarnám. Grete Linck og Gunnlaugur Scheving. Þau voru ung og ástfangin og skeyttu lítt um ólíkan uppruna. • Hún kom frá miklu menningarheimili á Friðriksbergi, hann frá fátæku fiskimannaþorpi á Seyðisfirði. Sú staðreynd átti þó eftir að ráða örlögum þeirra. Þau gengu i hjónaband og settust að á Seyðisfirði. Ólíkar venjur, óblíð veðrátta okkar hrjóstruga lands, myrkur og einangr- un reyndu mjög á hina ungu stúlku, sem gat ekki gleymt dönskum sumaryl og ilmandi birkiskógum. Þau ætluðu sér að lifa á list sinni. Frá örófi alda hefur slík ákvörðun verið vísasti vegurinn til örbirgðar. Þau voru engin undantekning, og fátæktin varð þeim að falli. Um Gunnlaug Scheving, þann frábæra listamann, þarf ekki að fjölyrða. Grete Linck heitir nú Grete Linck Grönbeck og býr í Kaupmannahöfn ásamt seinni eigin- manni sinum, sem einnig er listmálari. Gunnlaugur kvæntist ekki aftur. Grete hefur hlotið viðurkenningu og unnið til margra verðlauna fyrir teikningar sínar í heimalandi sínu. Hún hefur einnig fengist við ritstörf, skrifað greinar fyrir danska listasafnið og útvarpið. Hún hefur ritað bók, endurminningar um kynni og hjónaband þeirra Gunnlaugs og veru þeirra á íslandi á árunum 1932-’38. Sú bók er 4 Vikan 26. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.