Vikan


Vikan - 28.06.1979, Page 8

Vikan - 28.06.1979, Page 8
haldið nokkrar sýningar, bæði á tslandi og í Kaupmannahöfn. Þær gengu vel og við seldum ágætlega, sérstaklega Gunnlaugur. Samt hafði fjárhagur okkar alltaf verið þröngur. En þessi tvö síðustu ár í Reykja- vík syrti í álinn svo að um munaði. Það má víst með réttu segja að við byggjum við algjöra örbirgð. Ég þjáðist líka alltaf vegna kuldans, sérstaklega á veturna. Og þegar systir mín skrifaði okkur og bauð mér að búa hjá sér um tíma fannst okkur báðum boðið of gott til að neita því þó ég kviði aðskilnaðinum við Gunnlaug. Við áttum ekki einu sinni peninga fyrir farinu, en Gunnlaugur útvegaði mér svo ókeypis far með Gullfossi. Ferðafé fengum við með aðstoð frá Markúsi ívarssyni sem ætíð hafði reynst okkur hjálplegur og Gunnlaugi tókst að rukka inn nokkrar úti- standandi skuldir. Það væri því synd að segja að ég kveddi Reykjavík með neinum glæsibrag. Kveðjustundin var dapurleg. Gunnlaug- ur stóð eftir á bryggjunni eftir að ég var komin um borð. 1 kringum okkur var hópur af fólki sem kallaði og veifaði. Við Gunnlaugur gerðum hvorugt. Við stóðum bara þegjandi og horfðum hvort á annað. Og ég hugsaði kvíðafull um það hvenær ég sæi hann aftur. Skilnaður — Við sáumst aldrei framar. Stríðið skall á og ég var áfram í Danmörku. Ég átti erfitt uppdráttar og vann í fyrstu við að mála postulín. Það var illa launað starf og lítið upplífgandi. 1942 hitti ég svo þann mann sem nú er eiginmaður minn. Það gerðist hjá sameigin- legum kunningjum okkar. Reyndar kannaðist ég við hann áður því hann stundaði nám við Akademíuna um svipað leyti og við Gunnlaugur. Þá hafði ég ekki séð Gunnlaug í 4 ár og nú skrifuðumst við bara á í gegnum Rauða krossinn. Það var mér mikil kvöl að þurfa að skrifa Gunnlaugi þessi tíðindi. Að annar maður væri kominn inn í mitt líf. Ég gat ekki hugsað mér að gera það í gegnum Rauða krossinn því þar mátti hvert „bréf’ ekki vera lengra en 5 línur. Ég gat ekki útskýrt þetta fyrir honum á svona kaldranalegan hátt en mér fannst líka óheiðarlegt að draga það. Svo frétti ég að það væri hægt að senda venjuleg sendibréf til íslands í gegn- um Portúgal og það gerði ég. Síðan leið tíminn og ég frétti ekki neitt fyrr en ég fékk allt í einu bréf frá íslensku •ræðismannsskrifstofunni hér í Kaupmannahöfn þess efnis að skilnaðurinn væri kominn í kring. Auðvitað gengur enginn skilnaður sársaukalaust fyrir sig en Gunnlaugur sá þannig um að hann yrði mér sem auðveldastur. Fyrir það var ég honum þakklát. Kistuna, sem Grete situr á, gaf stjúpmóðir hennar henni fyrir heimanmund er hún trúlofaflist Gunnlaugi. 1943 giftist ég svo seinni manni mínum og tveimur árum síðar eignuðumst við son, Morten. Hann starfar við viðgerðir á hand- ritum í Árnastofnun og hefur þar á meðal gert upp mörg íslensk handrit. Örlögin eru undarleg. Ekki landið okkar Gunnlaugs — Gunnlaugur sendi okkur brúðargjöf og eftir það héldum við alltaf bréfa- sambandi hvort við annað. Ég veit ekki hvort Gunnlaugur kom nokkurn tíma til Danmerkur. A.m.k.^áymst við aldrei eftir skilnaðinn á bryggjunni í Reykjavík 1938. Það var betra þannig. Það hefði bara ýft upp sárin að hittast. Og ég fór ekki aftur til íslands fyrr en Gunnlaugur var látinn. Ég sat einmitt við að skrifa honum bréf þegar nafni hans, dr. Gunnlaugur Þórðar- son, hringdi til að segja mér lát hans. Ég ætla ekki að reyna að lýsa þeim tilfinn- ingum sem hrærðust í brjósti mínu er ég gekk aftur að skrifborðinu og reif bréfið í tætlur. Augu þess sem þetta bréf var ætlað voru brostin, fíngerðar listamannshendur hans mundu aldrei framar grípa um penna til að svara því. Skilnaður okkar var algjör. Ég heimsótti tsland árið 1977. Fyrsta hugsun mín var sú að þetta væri alls ekki landið okkar Gunnlaugs. Það var ævintýri 8 Vikan Zb. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.