Vikan


Vikan - 28.06.1979, Qupperneq 14

Vikan - 28.06.1979, Qupperneq 14
Framhaldssaga eftir Söruh Patterson Sumarið Þýö: Hrafnhildur Valdimarsdóttír Johnny leit upp frá píanóinu, ákefðin skein úr brosi hans. „Enn ein slátrunin. Þeir sátu fyrir okkur alla heimleiðina. Ég held, að hver einasti flugliðsmaður í Þýskalandi og Hollandi hafi verið í loftinu í nótt." Hjartað í mér kólnaði. „Allir farnir, Kate, allir þeir gömlu. Við Bunny erum þeir einu, sem eftir eru." sem var (JTDRATTUR: Ást þcirra Kate og Johnnvs er í undar- legri mótsögn við grimmd og miskunnarle.vsi stríðsins, sem daglega heggur skörð í kunningjahóp þeirra. Kate aðstoðar móður sína við af- greiðslu i kaffivagninum á flugvellinum, og hún skilur nú betur en áður, hvað Johnny og félagar hans verða að ganga í gegnum i störfum sinum i flughernum. Johnny bjargar cinum félaga sínum með því að stökkva með hann i fanginu úr brennandi flugvél niður i kaldan sjóinn. Hann fær frí út á afrekið, og ástin blómstrar. Kate er orðið Ijóst, að Richie, besti vinur Johnnys, er ást- fanginn af henni. Þeir félagar eru kallaðir til Buckinghamhallar að veita viðtöku viðurkenningum fyrir störf sin i þágu ættjarðarinnar. Þeir bjóða Kate og foreldrum hennar með, og þetta er stór stund fyrir þau öll. Reynsla Johnnys i ótal árásarferðum og ömur- leg návist hans við dauðann hafa sett sitt mark á hann, og Kate á oft erfitt með að skilja hann. Richie vill dreifa áhyggjum hennar og býður henni i flugferð. Ég fékk hálfgert sjokk því að nokkrir flugvirkjar birtust fyrir utan og biðu, undir eftirliti liðsforingjans, til að draga skorðurnar í burtu þegar Jenny var til- búin, Ég spennti beltið og dró niður hlífðar- gleraugun og Taff kom upp til að athuga hvort ég hefði gert það sómasamlega. Richie kallaði: „Athugum sambandið.” Þeir höfðu þegar leiðbeint mér með það á leiðinni í trukknum. Ég setti i sam- band og beið. Rödd Richies brakaði í eyrunum á mér. „Ókey, Barney?” „Ókey, skipper.” „Ókey, Taff?” Síðan sagði hann: „Hvernig gengur hjá aftari miðskyttunni?” Ég kyngdi munnvatni og sló á rofann eins og þeir höfðu sagt mér. „Ókey, skipper.” Ytri afturhreyfill fór af stað. Hávað- inn virtist alveg ærandi, en það var ekk- ert miðað við hljóðið þegar allir fjórir hreyflarnir voru komnir i gang. Þetta var svo kunnuglegt, eins og ég hefði gengið í gegnum þetta allt áður. Tækin, meira að segja senditækin, hristust. Það var eins og öll vélin titraði. Vélamennirnir hlupu fyrir utan til að taka skorðurnar frá og það hvein i heml- unum þegar við skjögruðum áfram. Richie og Barney töluðust stöðugt við. Mikið af þvi skildi ég, aðallega vegna þess sem Richie hafði kennt mér. Ég var svo æst að mér tókst að koma móttöku- tækinu mínu í samband og heyrði nokkuð af því sem á eftir kom. Við vorum á hreyfingu núna, runnum fram hjá röð af Lancastervélum að end- anum á aðalflugbrautinni. Við byrjuð- um að snúast, biðum síðan. Hávaðinn frá Merlinhreyflunum fjórum jókst, þar til hann líktist skræk sem yfirgnæfði allt annað. Við hreyfðumst áfram og hrað- inn jókst. Það undarlegasta við þetta allt var að það var eins og ég vissi ekkert af hraðan- um, það var aðeins brautin sem hreyfð- ist fyrir neðan okkur. Ég kom auga á tré i fjarska. Þau þutu á móti okkur og síðan var eins og við skjögruðum til, trén voru fyrir neðan okkur og fjarlægðust. Ég sneri mér við til að horfa til baka og sá Briggflugvöllinn bak við mig eins og módel handa börnum til að leika sér að. Síðan fjarlægðist hann og flatneskja Lin- colnshire lá fyrir neðan okkur. „Flugmaður til stélskyttu. Ertu búin að fá nóg þarna aftur í?” Ég sat i turninum bak við byssurnar, regnið lamdi gluggann, sveitin þúsund fetum neðar var umvafin þoku. Nú haföi ég fundið hvernig það var. Ég tók varlega um handföngin á byssunum og sneri turninum fram og til baka. Rödd Taff snarkaði í tækjunum. „Veðrið fer versnandi frekar en hitt, skipper. Ský myndast hratt og útlit fyrir meiri rigningu.” „Engar áhyggjur,” svaraði Richie. „Við verðum heima áður en þú veist af. Flýg aðeins yfir Lincoln dómkirkju áður.” „Ég hetd að Taff hafi rétt fyrir sér, skip, við ættum að drífa okkur.” „Vitleysa,” svaraði Richie. „Ég lofaði konunni þessu og heiðursmaður að sunnan gengur aldrei á bak orða sinna.” Við steyptumst í þoku og jörðin hvarf gjörsamlega. Rödd hans klingdi aftur í eyrunum á mér. „Hristum þetta af okkur. Ég ætla að lækka flugið.” Það var tómatilfinning í maganum á mér af spenningi og samt get ég sagt með vissu að ég var ekki hrædd. Ég býst við að ég hafi treyst Richie of vel til þess, en ég hugsa að það sem á eftir kom hafi skelft hann. Við komumst út úr þokunni í fjögur hundruð feta hæð og héldum áfram að lækka flugið. Við sáum Lincolnþorp breiða úr sér fyrir neðan okkur. „Upp, upp með hana, í guðs bænum,” hrópaði Barney. Við flugum lágt yfir húsþök og það var eins og dómkirkjan kæmi á móti okkur. „Þama er hún, stúlka litla,” sagði Richie rólegur og hóf vélina upp aftur. Ég held að ég hafi raunverulega hætt að anda svolitla stund. Taff saup næstum hveljur um leið og hann sagði: „Aðeins fimm eftir, skip, fimm eftir, mundu það.” Richie hló. „Þú hefur of miklar áhyggjur. Haltu þig með mér og þú munt lifaaöeilífu.” Rigningin elti okkur alla leiðina heim og í Upton Magna var hreinsað til fyrir tafarlausa lendingu. Þetta var fullkomin lending hjá Richie. Við ókum eftir brautinni, hægðum á okkur og námum loks staðar. Það var drepið á stórum hreyflunum hverjum á eftir öðrum. Þögnin var ógnvekjandi, aðeins regn- hljóðið á þakinu og fyrir utan raddir vélamannanna að störfum. Ég yfirgaf afturturninn, gekk fram í og hitti Richie á miðri leið. „Jæja, hvernig var?” „Eftirminnilegt,” sagði ég. Hann lagði hendurnar um axlirnar á mér og brosti. „Við verðum að gera þetta aftur. Næst förum við til New Or- leans.” Barney, sem leit út fyrir að hafa elst um sjö ár siðan við lögðum af stað, sagði: „Hvað um Kate, skipper?” „Biðið héma augnablik. Ég ætla að fara og koma með trukkinn vel að.” Við heyrðum hann aka að fyrir utan og bremsa snögglega. Richie þrýsti niður handfanginu og opnaði. „Jæja,” sagði hann. Johnny birtist í gættinni, fölur í and- liti. Hann var svo hræðilega reiðilegur á svipinn að ég varð hrædd. Hann starði á Richie. „Cunningham herforingi þarf að hitta þig undir fjögur augu. Þig langar kann- ski að vita að hið heimskulega hopp þitt yfir Lincoln dómkirkjunni er búið að halda símalínunum glóandi síðastliðnar fimmtán mínútur. Öllum linum, allt frá yfirlögregluþjóninum upp í sjálfan biskupinn.” „Það var gaman,” sagði Richie. Johnny greip um jakkaboðungana hans. „Farðu þína leið til fjandans, en taktu hana ekki með þér.” Richie eldroðnaði. Johnny ýtti hon- um frá sér, tók í höndina á mér og dró mig út, svo harkalega að ég datt á hnéð. MG bilnum var lagt spölkorn frá. Véla- mennirnir voru í augnablikinu önnum kafnir að framanverðu. Hann ýtti á eftir mér. „Inn með þig 'áður en ég hálsbrýt þig.” Ég fór úr flugjakkanum og tók af mér hjálminn áður en við komum í hliðið. Þegar við komum út á veginn sagði ég: „Það var ekki Richie að kenna. Þú hefur engan rétt til að halda það.” „Hvað ert þú að reyna að segja? Að það hafi verið þín hugmynd? Láttu ekki eins og bjáni, Kate. Það fer þér ekki.” Hann ók þegjandi það sem eftir var leiðarinnar til prestssetursins. Hann beygði inn í innkeyrsluna og stansaði við tröppurnar. Það var ekki fyrr en ég klifr- aði yfir hurðina að ég tók eftir því að ég var enn í flugmannsstígvélum. Hann fór að hlæja. „Hefurðu nokkra hugmynd um hvernig þú litur út? Þau eru um j»ð bil fimm númerum of stór á þig.” Ég hallaði mér að honum og hann greip hönd mina og bar hana að vörum sér. „Guð, hvað ég var hræddur, Kate. Gerðu aldrei neitt slíkt aftur. Lofarðu þvi?” Ég strauk honum um hárið og þrýsti honum að mér. Á þessu augnabliki var ég nær honum en ég hafði nokkurn tíma verið. Það var aðra vikuna í september. Það haustaði meir með hverjum deginum sem leið. Veðrið var venju fremur slæmt, hver stormurinn eftir annan og næstum stöðug rigning. Sífellt var verið að aflýsa árásarferðum. Það fór illa með áhafnirnar sem urðu að sitja tímunum 14 Vikan 26. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.