Vikan


Vikan - 28.06.1979, Blaðsíða 17

Vikan - 28.06.1979, Blaðsíða 17
er enn í kaffivagninum. Ég sagðist mundu sækja hana eftir klukkutima.” Ég setti ketiiinn yfir og hann settist niður og tróð í pípuna. „Þetta var slæmt. Sex eða sjö vélar fórust, eftir því sem ég kemst næst. Þeir vona auðvitað að eitthvað af áhöfnunum hafi komist af. Við vitum nú þegar af einni sem nauð- lenti heil á húfi á Suffolkströndinni.” „En Richie?” „Siðast heyrðist til hans yfir þýsku ströndinni, þar sem ráðist var harkalega á hann. Einhver þóttist hafa haft sam- band við hann tuttugu mínútum síðar, en það gæti verið vitleysa. Ekkert síðan.” Ég fylltist ákafri von. „Þeir gætu þá verið á sjónum. Eða ef til vill höfðu þeir nauðlent á einhverri strandstöðinni. Slíkt er alltaf að koma fyrir. Þú veist það.” „Ef til vill.” Hann tók í höndina á mér. „En ég mundi ekki treysta á það, Kathie.” Ég lagaði teið og gaf honum bolla, fór síðan með einn til Johnnys. Hann sat enn við píanóið, reykti sígarettu og starði út í regnið. Axlir hans skulfu og þegar ég rétti honum bollann gusaðist á undirskálina. Hann brosti. „Smá skjálfti, það er allt og sumt. Ég hef fengið hann áður. Hverfur fljótt.” Hann lokaði augunum. „Höfuðið á mér er að springa. Ég finn ekkert nema lyktina af Lancaster. Ég þarf að fá mér friskt loft.” „Viltu koma út að ganga?” Hann opnaði augun og kinkaði kolli næstum ákafur. „Já, ég held að ég vilji það frekar en nokkuð annað á þessari stundu, Kate.” Sumarið sem var Við gengum eftir stíflugarðinum. Hann sagði ekki aukatekið orð og mér var ómögulegt að finna nokkuð til að segja. Regn barst frá sjónum með gol- unni. Það gerði grasið hált. Einu sinni rann ég og datt næstum því. Hann greip mig sjálfkrafa. „Þakka þér fyrir,” sagði ég, en það var eins og hann heyrði ekki til min. Það var fjara, meiri en ég hafði nokk- urn tíma séð. Þegar við komum út á enda á fyrsta stíflugarðinum sáum við blautar sandbreiðurnar teygja sig út í fjarska og annað slagið risu háir öldu- hryggir utan af hafinu. Við námum staðar og Johnny kveikti sér í sígarettu. „Er óhætt að ganga þama útá?” „Já, á háfjöru.” Hann gekk niður brekkuna án frekari málalenginga og ég á eftir honum. Ég varð að hálfhlaupa til að hafa við hon- um og hélt í handlegginn á honum og reyndi ákaft að finna eitthvað til að segja. Að lokum hitti ég á það vitlaus- asta sem ég gat sagt. „Johnny?” Hann leit ekki einu sinni á mig. „Hvað?” „Ertu enn með töfrasteininn þinn?” Hann snarstoppaði, sneri sér við og starði á mig. Hann ýtti mér harkalega frá sér og þreifaði ofan í einn vasann á flugjakkanum sínum. Það glampaði á steininn eins og i honum væri grænn eldur þennan grámuskulega morgun. „Héma er þessi fjandans steinn þinn,” sagði hann. „Ef þú vilt hann verður þú að veiða hann.” Hann henti honum frá sér, hann tók eina dýfu og hvarf síðan undir yftr- borðið. Hann hélt af stað. Ég greip um handlegginn á honum. „Johnny ...” Fingur hans kreistu mig, andlitið var ókunnugt. Skyndilega blés vindhviða burt mistrinu á bak við hann og ég kom auga á stél á Lancaster upp úr vatninu í nokkur hundruð metra fjarlægð. Ég opnaði munninn en kom ekki upp orði. Ég benti. Johnny sneri sér við. Hann losaði takið og hljóp af stað. Mestur hluti vélarinnar var undir vatni. Aðallokan var opin rétt undir yfir- borðinu og efri-miðturninn stóð upp úr. Johnny fór úr stígvélunum. „Bíddu,” kallaði hann og öslaði út i vatnið að dyr- unum. Ég hikaði ekki eitt augnablik. Ég hef alltaf verið sérstaklega mikill sund- maður, og ég hafði hvort sem var jafn- mikinn rétt og hann. Ekkert á jarðriki hefði getað stöðvað mig. Ég fór úr stíg- vélunum, óð út í vatnið og synti að öðrum vængnum, sem hallaðist og var líklega þrjú fet undir yfirborðinu. Vatnið hlýtur að hafa verið voðalega kalt, en ég tók ekki eftir þvi þegar ég hálf-óð áfram og reyndi að fóta mig á hálum vængnum. Vatnið var eins og svart gler, tærara en nokkuð sem ég hafði séð. Ég sá mál aðar sprengjurnar, heiðursorðuna, nafnið Jenny og glugginn var óbrotinn. Ég dró djúpt andann, kafaði niður og teygði mig i brúnina. Richie var þama inni, bundinn niður í sætið við flugstjómartækin. Augu hans voru enn opin, það lék bros um varir hans eins og hann léti í ljós ánægju yfir að sjá mig. Doppótti klúturinn, sem hann var alltaf með, dansaði i kringum hálsinn á honum. Armar hans flutu á vatninu og teygðu sig i áttina til mín. 11. kafli. Johnny fór tvær ferðir í röð á fimmtu- dag og föstudag. Á sunnudag jörðuðu þeir Richie i kirkju heilags Péturs sam- kvæmt fyrirmælum sem fundust i bréfi meðal muna hans. Þetta var bjartur og svalur morgunn, létt gola lék í laufum beykitrjánna yfir höfðum okkar, krákumar kölluðust á. Nokkrir skýjabólstrar voru hátt á dimm- bláum himninum. Gott flugveður. Það átti að hlýna seinnipartinn. Það var fjölmennt. Ekki einungis vinir úr fylkingunni, heldur allir topp- arnir á staðnum, eins og Richie hefði sagt. Þar var einnig Harvey hershöfðingi í bandariska hernum frá Thuxtead i tíu mílna fjarlægð og major Parker, sprengjuflugmaður á B 17, sem leit ekki út fyrir að vera mikið eldri en Richie. Helmingurinn voru Ameríkanar, helm- ingurinn Bretar. Kistan var hulin fána með stjörnum og röndum. Ég stóð öðrum megin með móður minni. Við vorum svartklæddar, auðvitað, vegna þess að það hæfði. Ég stóð þama í lánskápu með hatt og þrýsti ljótt, svart veskið. Ég var tilfinninga- EINNI Sk EINNI. 16. tbl. Vlkan X7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.