Vikan


Vikan - 28.06.1979, Page 22

Vikan - 28.06.1979, Page 22
Eg hlakka reglulega til að senda Víkingana í Evrópukeppni. Tony Knapp Blaðamaður Vikunnar ræðir við Tony Knapp knattspyrnuþjálfara sem þjálfar nú norska Víkinga í Stavanger. Símanúmerið, sem ég kem með í vega- nesti að heiman, er skakkt. Konan sem svarar kann samt strax deili á manninum og segir að ég geti fundið númerið hans í skránni. Ég geri það og spyr eftir Tony Knapp. — Við hvern tala ég? spyr varkár karlmannsrödd. Ég útskýri sjálfa mig eftir bestu getu. — Hvar fékkstu þetta símanúmer? — í símaskránni, segi ég og finnst málið allt hið dularfyllsta. Flæki það enn meira með því að biðjast afsökunar á að hafa aftur hringt í skakkt númer. — Nei, nei, segir ntaðurinn og er nú öllu vingjamlegri. — Þú talar við Tony Knapp. Ég vildi bara vera viss um að þetta væri ekki eitt af þessum leiðinda sóðasímtölum, þar sem fólk hringir nafnlaust til að ausa sér yfir mig. Víkingarnir eru í gifurlegu uppáhaldi hér í Stavanger, segir hann þegar ég hitti hann síðar um daginn í hinu glæsilega félags- heimili Víkinga. — Fólk fylgist með ferli þeirra af lífi og sál og er alltaf tilbúið til að tjá sig ef því finnst eitthvað fara miður. Annars megum við vel við una. Ég tók við þessu liði fyrir tveintur árum en þá höfðu þeir fallið niður i 2. deild. Nú erum við efstir í 1. deild. Viðhorfin til knattspyrnu á íslandi eru allt öðruvísi. Það var eins og fólk ætti yfir- leitt aldrei von á því að við myndum vinna og þess vegna varð gleðin enn meiri þegar við gerðum það. Víkingunum hefur sem sagt gengið mjög vel að undanförnu. Frá febrúar til apríl- loka lékum við 16 leiki og unnum þá alla. Það sem af er sumars höfum við leikið 3 leiki og eins og ég sagði áðan með forystuna í 1. deild. Baráttan verður samt erfið. í fyrra voru úrslit í 1. deild ekki Ijós fyrr en í síðasta leik. Ég held að horfurnar séu ósköp svipaðar núna. Það hlýtur að reka að því að íslenskir knatt- spyrnumenn hætti að leika fyrir land sitt án nokkurs endurgjalds. — Mér likar ákaflega vel að vinna hér í Stavanger og skilyrði til æfinga eru mjög góð. Hér höfum viðbæði lifandi grasvöll og gervigrasvöll og glæsilega áhorfendapalla, en byggingu þeirra er ekki alveg lokið. Áhugi á knattspyrnu er mikill. í fyrra voru áhorfendur að meðaltali um 10.000 á hverjum leik, í ár verða þeir um 15.000. Samt sakna ég íslands. Það var reglulega þakklátt starf að þjálfa landsliðið og ég sakna þeirrar miklu spennu og eftir- væntingar sem fylgja landsleikjum. Norskir knattspyrnumenn stunda sín störf á daginn og æfa í frístundum sínum eins og þeir íslensku. Þetta eru ekki atvinnu- menn. Islenskir knattspyrnumenn búa þó við enn verri skilyrði þar sem 8 tíma vinna nægir engan veginn til lifsviðurværis. Eins njóta þeir norsku mun meiri hlunninda. Félagið á bifreið sem þeir geta notað endur- gjaldslaust og reksturinn á félagsheimilinu er þeim að kostnaðarlausu. Og í enda hvers leikárs fá þeir sem samsvarar 1500 pundum í sinn hlut. Ég held að það hljóti brátt að reka að þvi að íslendingar geti ekki lengur ætlast til að íslenskir knattspyrnumenn leiki fyrir land sitt algjörlega endurgjaldslaust. Norsk félög geta keypt menn sín á milli. Gangverðið á góðum manni er nú um 75.000 norskar krónur en fé þetta rennur ekki til leikmannsins heldur félagsins sem hann er keyptur af. Við þjálfun knatt- spyrnuliðs verður auðvitað að taka tillit til þess hver mót- herjinn er. — Víkingarnir eru í mjög góðri þjálfun núna. Þegar ég kom til starfa áttu þeir engan leikmann á heimsmælikvarða. Nú höfum við 7 sem standast þær kröfur fullkomlega. Það stendur til að við tökum þátt í Evrópukeppninni og ég hlakka mikið til þess. Víkingunum hefur verið sér- staklega hælt fyrir góða sóknarleiki. Það gleður mig mjög, því á íslandi var ég stundum ásakaður fyrir að leggja bara ZZ Vikan Z6. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.