Vikan


Vikan - 28.06.1979, Qupperneq 23

Vikan - 28.06.1979, Qupperneq 23
Tony Knapp ásamt liði sinu. Víkinai [>;■I I ; ,<s\ V •.*.«'.)//íf.JK : I W'ÆBB&i' í sókn í Noregi Víkingarnir hafa skorað 220 mörk i 73 leikjum. áherslu á vörnina. Það kom auðvitað eingöngu til af því að ég var að æfa lands- liðið til keppni við lið svo miklu sterkari þeim eins og t.d. Holland, Frakkland og Belgíu. Það hefði verið brjálæði að ætlast til að íslendingar léku sóknarleik gegn slíkum liðum. í 1. deild eru Víkingarnir hins vegar með bestu liðunum og geta þvi leyft sér að sækja á og berjast. Ég hef stjórnað 73 leikjum síðan ég kom hingað og í þessum leikjum hafa þeir skorað 220 mörk. Ég er mjög ánægður með það og að sjálfsögðu er meira gaman að æfa lið sitt til sóknar. En það verður auðvitað að taka tillit til mótherjans. Þó að Norðmenn séu ágætis fólk eru þeir langt frá því að vera jafn hlýir og opnir og Íslendingar. Mér þykir mjög vænt um íslendinga og hefði ekki farið nema af því að tilboðið sem ég fékk frá Stavanger var of gott til að hægt væri að neita þvi. Þegar ég ákvað að taka því varð mér jafnvel hugsað til þess að ef ég hefði svona miklar tekjur í tvö ár hefði ég kannski ráð á því að koma aftur til starfa á íslandi. Sá árangur sem ég náði þar var mér mikil umbun og bætti upp hin lágu laun. Mesta vandamálið er að missa bestu knattspyrnumennina úr landi — Mesta vandamál íslenskrar knatt- spyrnu er að það verður sífellt algengara að leikmenn fari úr landi og gerist atvinnu- menn þar sem miklir peningar eru í boði um leið og þeir verða góðir. Þetta er líka að verða vandamál hér i Noregi. Ég er einmitt að fara á fund i Osló til að ræða þessi mál og ég hef hugsað mér að leggja til að lagt verði bann við því að leikmenn fari úr landi á miðju leikári nenia með því skilyrði að þeim sé leyft að leika landsleiki fyrir sitt eigið land. Þegar ég fór frá íslandi fanlnst mér þið eiga óvenju mikið af ungum ofe efnilegum knattspyrnumönnum. Ég varð satt að segja fyrir dálitlum vonbrigðum rneð frammi- stöðu þeirra á síðasta ári, sérstaklega sveið mér þó að frétta að þeir hefðu gert jafntefli við Bandaríkjamenn. Bandaríkin hafa aldrei verið fótboltaland — og verða það aldrei. Þeir hefðu átt að vinna og ég vona bara að þetta þýði ekki að íslenska lands- liðinu sé að hraka. Annars hafa orðið heilmiklar breytingar á alþjóðlegri knattspyrnu að undanförnu. Lið sem voru á toppnum eru að dala, eins og t.d. Austur-Þýskaland, Belgía og Holland. Islendingar ættu nú að hafa tæki- færi til að ná sem bestum árangri. Samningur rninn við Víkingana rennur út í október. Ég er enn óráðinn í þvi hvort ég held áfram-eða tek einhverjum af öðrum tilboðum sem ég hef fengið. Nú er ég heldur ekki lengur einn um að taka ákvarðanir um framtíðina, bætir hann svo við og brosir. — Hin íslenska unnusta mín, Helga, hefur vissulega sitt að segja í því máli. JÞ 26. tbl. Víkan 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.