Vikan


Vikan - 28.06.1979, Side 30

Vikan - 28.06.1979, Side 30
HVAÐ KOSTAR ÞETTA ARK)? Þessari VIKU fylgir veggspjald til útreikninga á heimiliskostnaði. Þeir sem tekið hafa þátt í bókhaldi Vikunnar og Dagblaðsins kannast vel við spjaldið sem er eins og það var í fyrra. Fyrir hina skal það útskýrt nánar. Fyrir hvern mánuð ársins eru tveir dálkar. Annar ber yfirskriftina Matur og hreinlætisvörur og hinn ber yfirskriftina Annað. Þegar komið er heim úr verslunarferðum eru einfaldlega færðar inn þær upphæðir sem keypt er fyrir. Og þegar reikn- ingar eru borgaðir eru þeir færðir inn jafnóðum. Niðurstöðurnar eru svo sendar Dagblaðinu og Vik- unni eftir hver mánaðamót. Þá er reiknað út hvernig hver fjölskylda stendur miðað við hinar, bæði jafnstórar fjölskyldur og fólk yfirleitt. Úr þeim seðlum sem berast er síðan dreginn einn og hlýtur eigandi hans úttekt í þeirri verslun sem hann helst kýs. Úttektin nemur þeirri upphæð sem meðalfjölskylda af sömu stærð eyðir í mat og hrein- lætisvörur. Er sú úttekt hreint ekki svo lítil búbót, þannig að auk þess að gott er að fylgjast með í hvað menn eyða getur það verið beinlínis fjárhagslega hagkvæmt. DS. Nýtt veggspjald Þátturinn Vikan á neytendamarkaði, og í seinní tíð einnig Vikan og Neytendasamtökin, hefur nú verið fastur liður í Vikunni í heilt ár, og reynslan sannar, að hann á eftir að verða miklu eldri. Lesendur hafa tekið honum mjög vel, og aðstand- endur Vikunnar eru ekki í vafa um, að aukin skrif um málefni neytenda, bæði í þessum þætti og öðrum, eiga sinn þátt í aukinni útbreiðslu blaðsins á þessu síðasta ári. 30 Vikan 26. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.