Vikan - 28.06.1979, Qupperneq 31
EKKI HÆGT
AÐ SPARA 1
segir húsmóðir
á sjö manna heimili
MAT
Margt hefur borið á góma í
þessum þætti. Þar hefur verið
fjallað um margvisleg tóm-
stundastörf og reynt að leið-
beina fólki í þeim efnum, það
hefúr verið fjallað um innrétt-
ingar og meðferð blóma, hús-
gögn af ýmsu tagi, skíði og
skíðafatnað, heimagerð vín, bíla-
kaup, hreingerningar, flutninga,
eldvarnir, lýsingu og sitthvað
fleira. Þá hafa verið markaðs-
kannanir af ýmsu tagi, sem
vakið hafa mikla athygli, að
minnsta kosti höfum við fengið
langmest viðbrögð við þeim frá
lesendum.
í fyrsta neytendaþættinum,
sem birtist í 26. tbl. síðasta árs,
birtist markaðskönnun á garð-
sláttuvélum, en síðar voru slíkar
kannanir gerðar á myndavélum,
hrærivélum, ryksugum, upp-
þvottavélum, þvottavélum og-
bílum, og er ætlunin að halda
áfram á þessari braut. Því miður
höfum við ekki tök á þvi að
gæðaprófa þessa hluti, en eng-
inn vafi er á því, að markaðs-
könnun veitir mikilsverða hjálp,
þegar kaup eru í undirbúningi.
Hér í Vikunni hefur hins
vegar lítið verið minnst á heimil-
isbókhaldið, síðan veggspjaldið
góða var sent út fyrir ári. Sú um-
fjöllun hefur eingöngu farið
fram í Dagblaðinu, sem stendur
að þessu tiltæki með Vikunni.
Innsendir seðlar hafa alltaf skipt
nokkrum tugum og verið að
berast talsvert fram eftir mánuð-
inum, síðan hefur úrvinnsla
tekið sinn tima, og niðurstöður
og nánari umfjöllun hafa alltaf
birst seint í mánuðinum. Ef
Vikan ætti að taka það á sínar
herðar, er hætt við, að lesendum
þætti efnið komið til ára sinna,
þar sem Vikan er alltaf unnin
nokkuð fram í tímann.
Þegar þetta er skrifað, liggja
fyrir niðurstöður af heimilisbók-
haldinu í apríl. Þá bárust 70
upplýsingaseðlar frá 26 stöðum
á landinu, og varð útkoman sú,
að meðaltalseyðsla á mann fyrir
mat og hreinlætisvörur varð
22.500 kr.
Gífurlegur munur er oft á
eyðslunni, og er ekki alltaf gott
að giska á, hvað veldur. Þó má
telja líklegt, að fjölskylda, sem
eyðir ekki nema í kringum 10
þúsund kr. á mann í einn mán-
uð, hafi a.m.k. þann mánuðinn
átt góðan forða í frystikistu og
búri að ganga á, en hafi ekki
fært þá eyðslu inn á seðilinn. Sú
færsla ætti að hafa átt sér stað
einhvern tíma áður í heimilis-
bókhaldinu, og þannig jafnast
kostnaðurinn út, og meðaltals-
neysluna verða menn svo að
reikna út sjálfir, áður en upp er
staðið.
Annað atriði vegur miklu
þyngra, en hefur lítið verið
minnst á, og það er samsetning
fjölskyldunnar. Fimm manna
fjölskylda getur til dæmis verið
ung hjón með þrjú börn á aldrin-
um eins, þriggja og fimm ára, og
það getur einnig verið um að
ræða hjón með þrjú börn á aldr-
inum tólf, fjórtán og sextán ára.
Enginn þarf að fara í grafgötur
með það, hvor fjölskyldan eyðir
meiru í mat, því unglingur í
örum vexti borðar margfalt á
við barn innan við skólaaldur til
dæmis.
Fyrst eftir að Vikan og Dag-
blaðið byrjuðu að hvetja les-
endur sína til heimilisbókhalds,
var eins og þeir væru svolítið
feimnir við að senda inn upplýs-
ingar um eyðslu sína. Smám
saman færðist þó fjör í leikinn,
og nú er þátttakan alltaf mjög
góð, enda til nokkurs að vinna.
Margir senda bréf með, þar sem
þeir skýra nánar þær tölur, sem
seðlarnir sýna, og Dagblaðið
birtir glefsur úr þessum bréfum,
sem gaman er að lesa og bera
saman við eigin reynslu. Við
birtum nú hluta úr einu slíku
bréfi, sem barst með einum maí-
seðlinum:
„Ég hef ekki skrifað ykkur
fyrr, en fylgst gaumgæfilega
með öllum skrifum um neyt-
endamál, bæði í Vikunni og
Dagblaðinu. Bestar hafa mér
þótt markaðskannanirnar, svo
og heimilisbókhaldið. Við
hjónin lágum til dæmis yfir bíla-
blaði Vikunnar og höfðum það
til hliðsjónar við bílakaup í
vetur. Heimilisbókhaldið olli
mér miklum heilabrotum lengi
framan af, og ég var satt að segja
komin með algjöra minnimáttar-
kennd út af eyðslunni hér á
heimilinu. Ég hafði ekki áður
fært nákvæmt bókhald yfir mat-
arkaup og gerði mér alls ekki
grein fyrir, að við eyddum svona
miklu. Það eina, sem við stóðum
klár á hér, var að húsbóndinn
komst ekki einn yfir að vinna
fyrir því, sem við þurftum til
okkar. Ég er nú með hvorki
meira né minna en sjö manns í
heimili, og matarreikningurinn
er eilífur höfuðverkur, enda fer
hann hækkandi með hverjum
mánuðinum. Niðurstöðutalan í
maí varð „aðeins” 246.128 kr„
eða 35.161 kr. á mann. Þetta
telst víst í hærri kantinum, en
því til skýringar vil ég segja, að
af börnunum okkar fimm er eitt
að verða tíu ára, hin eru á aldrin-
um 12—19 ára, og þaðer hreint
ótrúlegt, hvað börn, sem komin
eru yfir 12—13 ára aldurinn,
þurfa til sín í mat. Ég hefði ekki
trúað því að óreyndu, þótt þau
séu vissulega misjöfn, hvað
þetta snertir eins og annað. En í
þessum efnum finnst mér blátt
áfram ekki hægt að spara. Það
er hægt að spara í fatakaupum,
gjafakaupum, ferðalögum,
skemmtunum, hreyfa bílinn
minna og þar fram eftir götun-
um, en fólk með börn í örum
vexti og þroska getur ekki og má
ekki spara í mat. Þau verða að fá
fjölbreytta og holla fæðu, það er
engin spurning. Ef til vill er
reikningurinn líka hærri, vegna
þess að húsmóðirin á heimilinu
er ekkert sérstaklega myndarleg.
Mér hundleiðast eldhússtörf og
nenni ekki fyrir nokkra muni að
leggja á mig sláturstörf og frysti-
kistustúss, hvað þá að baka
vikulega, eins og margar gera.
Ég vil frekar vinna úti við það,
sem mér finnst ég duga til, til
þess að hafa upp í kostnaðinn
við heimilishaldið, heldur en að
drepa sjálfa mig og aðra í fjöl-
skyldunni úr leiðindum vegna
eldhússtarfa. Þetta er nú mitt
viðhorf.”
Þetta er aðeins hluti úr mjög
greinargóðu bréfi frá húsmóður
á höfuðborgarsvæðinu, og eru
eflaust flestir sammála um, að
hún geti hætt að hafa minni-
máttarkennd út af matarreikn-
ingnum með öll þessi myndar-
legu börn á framfæri.
Það er von Vikunnar og Dag-
bláðsins, að nýja veggspjaldið
hafi enn frekar hvetjandi áhrif á
lesendur til að fylgjast með því,
hvað verður um mánaðarlaunin.
K.H.
26. tbl. Vikan 31