Vikan


Vikan - 28.06.1979, Page 32

Vikan - 28.06.1979, Page 32
Sumar- getraun VIKUNNAR 1979 Takið þátt í hinum sérstæða myndastyttuleik Vikunnar, - það eitt gæti komið ykkur í sólog sumaryl. Þetta eru verðlaunin sem falla munu í skaut hinum heppnu lesendum Vikunnar sem eru nógu glúrnir til að ráða fram úr myndastyttugetrauninni. Og það er þess virði að spreyta sig á henni, því hver hefur ekki áhuga á því að dvelja í tvær vikur í íbúð á eyjunni Ibiza? Eyjan Ibiza ligg- ur í Miðjarðarhafinu um 80 km frá austurströnd Spánar. Hún er 572 ferkílómetrar að stærð og íbúarnir eru um 50 þúsund. Ibiza hefur verið í þjóðbraut í meira en 3000 ár. í fyrstu skrifuðum heim- ildum, sem til eru um hana, segir, að þar skiptist á brosandi hæðir og akrar, góðar hafnir, háir hamraveggir og í skjóli þeirra fjöldi aðdáunarverðra húsa. Lýsing þessi gæti eins átt við nú á dögum nema að nú tilheyrir eyj- an Spánverjum í stað Karþagó- manna þá. Loftslagið á Ibiza er mjög milt, rigningardagar fáir og eyjan býður upp á eilíft vor. Á Ibiza er heimsborgaralegt and- rúmsloft og þar þrífst margbreyti- legt og skrautlegt mannlíf and- stæðnanna. Þar getur hver og einn fundið friðsæld og kyrrð í fögru umhverfi en einnig skemmtanir og fjörugt næturlíf á heimsmælikvarða. Og ekki má gleyma því að á Ibiza er stund- aður mikill listiðnaður, sýningar- salir margir og listsýningar tíðar. Er ekki vafi á því að vel mun fara VERÐLAUNIN: 1. Hálfs mánaðar Úrvalsferð fyrir tvo í íbúð á Ibiza. 2. Hálfs mánaðar Úrvalsferð fyrir tvo í íbúð á Mallorka. 3. Hálfs mánaðar Úrvalsferð fyrir tvo í íbúð á Kanaríeyjum.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.