Vikan


Vikan - 28.06.1979, Síða 38

Vikan - 28.06.1979, Síða 38
Sakamálasaga eftir GERD NYQUIST HLATURINN IrEGAR Jenny kom inn í stofuna. var eiginmaður hennar að tala í símann. Hún lokaði dyrunum á eftir sér, svo gekk hún yfir gólfið og settist í rauða flauelssófann. Síðustu sólargeisiar dagsins smugu inn um opnar dyrnar, þar sem sást út í garðinn og út á hafið, og þeir féllu á sófann, svo að líktist purpurarauðum blóðflekk i rökkrinu. Hún sat á miðjum sófanum, og sófinn stóðá ntiðju gólfinu. Martin leit upp og brosti. — Hæ, sagði hann. — Hæ, sagði Jenny. Hann stóð með simtólið i hendinni og hugsaði, að sófinn væri eins og hjarta i miðju stofunnar. Hann velti því fyrir sér, hvort hann mundi nokkru sinni venjast þessari einkennilegu stofu. — Nei, sagði hann í símann. — Ég var ekki að tala við þig. Ég sagði „hæ” við Jenny. Hún var að koma inn. Já, við skiljum það. Það gerir ekkert til. Thomas. Kannski seinna? Blessaður! Hann lagði simtólið á. Stutta stund sat hann og horfði út um opnar dyrnar. Hann nam angan siðsumarsins, hann sá blásvarta skýjabólstra hrannast upp og byrgja síðustu sólarglætuna, og hann skynjaði komu haustsins. — Thomas getur ekki komið, sagði hann. Jenny sat grafkyrr á sófanum. Hún sat með beint bakið og spenntar greipar i kjöltunni. Hún hélt fótunum þétl saman. Allan timann meðan Martin talaði í símann, hafði hún heyrt sóninn. Það hafði ekki verið neinn á hinum enda linunnar. — Starðu ekki svona á mig, sagði hann. Hún beygði höfuðið. — Fyrirgefðu. sagði hún. — Ég vissi ekki, aðégstarði. H/ — Það eru til ýmsar aðferðir til að dæma manneskjur, sagði Jenny. — Ég geri það með því að hlusta á, hvernig þær hlæja. Þegar þú hlærð, Thomas, opnar þú munninn, og inni í þér er lítið, ljótt, sjúkt, gult dýr, sem rekur upp aumkunarverðan, ljótan skræk — gegnum munninn á þér. LANN sat við skrifborðið og horfði á hana og hugsaði um, þegar hann sá hana í fyrsta sinn. Hún hafði setið i sólstól á þilfari skemmtiskipsins, og hann hafði veitt eftirtekt mjúkri línu hálsins og beygðu höfðinu og hönd- unum, sem lágu grafkyrrar i kjöltu hennar. Andlit hennar, armar og fótleggir báru gullinn lit. Hann mundi, 38 Vikan 26. tbl. að hann hafði hugsað, að það brygði fyrir rósrauðum blæ I þessum gullna lit. Ekki þessum skitna, grábrúna lit. sem þær konur fá, sem steikja sig i sólinni. Enn mátti greina þennan gullna blæ á andliti hennar, þar sem hún sat á sófanum. Drottinn minn, hugsaði hann, þaðeru aðeins fjórir mánuðir síðan. Aðeins fjórir mánuðir síðan ég sá hana i fyrsta sinn. Og hann hafði ekki fundið til neins gagnvart henni, alls ekki neins. Aðeins veitt eftirtekt mjúkri línu hálsins og kyrrlátra handanna og að hún var gullin á lit. Og svo mundi hann, hvað Thomas hafði sagt. Thomas hafði setið við hliðina á honum. Thomas hafði alltaf verið þar — við hliðina á honum. Hve lengi? Allt frá þvi þeir voru drengir. Thomas — sterkur og glæstur og snjall. Thomas — vinur hans og samstarfsmaður og kennari. Ekki kennari, hugsaði hann. Thomas skapaði mig. Hann er skapari minn og vörður minn. Fari það fjandans til — ég er orðinn hátíðlegur. Hann reyndi að muna nákvæmlega, hvað Thomas hafði sagt. En hann gat ekki munað orðin — þau fóru undan í minninu. Hann mundi nterkinguna, en hvað hafði hann sagt? Hvaða orð notaði hann? Hvers vegna hafði hann gleymt rétta orðinu? Merkingin hafði verið ljós. Mjög Ijós. Hann sat og horfði á arininn and- spænis. Það var hljótt i stóra húsinu. Var það hljóðara en venjulega? Eða var það imyndun? Ekkert heyrðist, nema niður hafsins, þegar það brotnaði á klettunum við ströndina. Gegnum opnar dyrnar út í garðinn barst ilmur furutrjánna, rósailmur. Síðasta rós sumarsins ... það var bara Ijóð. Rómantískt ljóð. Því varð að gleyma . . . ekki lita á hana. Ekki láta hana minna sig á rós. Síðustu rós sumarsins. Það var beygt höfuðið. Það þyrfti ekki viða lykkju utan um þennan háls. Drottinn — hjálp! — Talaðu við mig, sagði hann. — Segðu eitthvað. Hún lyfti höfðinu, og sama hugsun greip hann eins og ævinlega, þegar hann leit i augu hennar. Augu hennar voru á litinn eins og dimmbláar fjólur. Þegar hann gekk til hennar og tók hana tali á skipinu, hafði hann í fyrsta sinn litið i þessi undursamlegu augu. — Þú laugst að mér, Martin, sagði hún. — Það var enginn í simanum. Þú hringdir i Thomas, en hann var ekki heima. Ég heyrði sóninn allan tímann, meðan þú talaðir. Hn LVERS vegna varð ég ekki málari? hugsaði hann. Ég hefði getað eytt allri ævinni í að mála hana. Það var það, sem mig langaði að verða, allt frá því ég var drengur — málari. En Thomas vildi það ekki. Thomas vildi. að þeir tveir störf- uðu saman — svo að þess vegna fóru þeir að starfa saman. Auðvitað, Thomas — eins og þú vilt. Thomas — þú ræður, þú veist betur, Thomas . . . Það var fyrir löngu, meðan þeir voru enn i skóla. Það var þá, sem þeir fóru að leggja á ráðin um samvinnu — og Thomas hafði ekki viljað, að hann yrði málari. — Svaraðu mér, Martin, sagði hún. — Þú imyndar þér þetta, sagði hann. — Þú veist, að við höfðum ráðgert, að Thomas kæmi hingað um helgina. Og ég hringdi til að athuga. hvort hann væri lagður af stað. Ég . . . mér datt i hug, að hann vildi kannski ekki koma. Vegirnir eru slæmir... A — . . . og það er að koma stormur, sagði hún. — Já, það var einmitt það, sem Thomas sagði. Hann hafði hlustað á veðurfregnirnar. Það er að koma stormur. Léttvæg afsökun. En þú þekkir

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.