Vikan - 28.06.1979, Page 43
Feðrum finnst oft að þeim sé ekki treyst og
að þeim sé hafnað, konan ýti þeim til
hliðar þegar þeir vilja fást við börnin.
Sjálfsmynd kvenna hefur um langan aldur
verið nátengdbarnauppeldi.hað hefur verið
eina sviðið har sent karlinenn hafa ekki
sýnt yi'irbuiði sína og ekki tekist að kúga
konuna, a.m.k. ekki tilfinningalega. Konur
vilja ekki svo gjarna sleppa þessu, því að
ógnun við sjálfsmynd getur verið ógnun
við tilverurétt.
4. Feður hafa ekki lært að
tengjast börnum tilfinningalega
Ábyrgð á börnum felur i sér marga hluti.
Ein hlið á því máli er að gæta barnanna og
sjá um öll hagnýt atriði er varða börn.
Önnur hlið á málinu — og kannski sú
mikilvægasta — er að sjá um tilfinninga-
legu hliðina. Börn krefjast þess að
fullorðnir séu tilfinningalega nálægir. Það
er mjög erfitt. Það krefst einbeitingar,
athygli, tima, innlifunar. Tilfinningaleg
nálægð krefst þess að maður geti bæði gefið
og tekið á móti tilfinningalegum tengslum.
Maður þarf að vera tilbúinn til að hugga,
hlusta, dást að, koma í veg fyrir, stjórna,
vera tilbúinn þegar börnin vakna veik á
næturnar, vakna af vondum draumi, hafa
vinnu með eigin tilfinningar og það getur
veist erfitt ef það er enginn sem leysir
viðkomandi af og ef þarfir hinna fullorðnu
verða alltaf útundan.
Feður eiga erfitt með að vera tilfinninga-
lega nálægir. Það er bæði háð uppeldi
þeirra og þeim anda sem rikir innan
atvinnulífsins. Andi atvinnulífsins er
kaldur, ópersónulegur og tekur ekki mið af
að feður hafi þörf fyrir að umgangast börn
sín. Til þess að geta þolað kröfur atvinnu-
lífsins verða karlmenn að bæla niður til-
hneigingar hjá sér til að vera tilfinninga-
verur.
Sænska rannsóknin sýndi að í mjög
mörgum tilvikum kunni feður ekki að
umgangast börn tilfinningalega. í þeirn
tilvikum, sem þetta hafði tekist, áttu
karlmennirnir ýmisleg sameiginlegt. Þeir
höfðu yfirleitt verið einir heima í langan
tíma og gætt barnanna, t.d. þegar for-
eldrarnir skiptu með sér vinnu eða veikindi
voru á heimilinu eða því um líkt.
Sameiginleg ábyrgð foreldra
Ef jafnrétti á að ná fram að ganga og ef
feður eiga að fá einhver tækifæri til að
tengjast börnum sínum tilfinningalegum
3. Konur líta á foreldraábyrgð
sem sitt yfirráðasvæði
Það er ekki einungis hægt að ásaka karl-
menn og segja að þeir komi sér hjá því að
bera ábyrgð á börnunum. Til þess eru
málin of flókin. En sjálfsmynd kvenna
hefur skipt vissu máli, þegar rætt er um
feður og barnauppeldi. Konur hafa hingað
til litið á barnauppeldi — sérstaklega
uppeldi smábarna — sem sitt sérsvið.
sparkað af sér sænginni. Vera tilbúinn til
að svara spurningum, þegar horft er á sjón-
varp, reyna að komast að því hvað liggur til
grundvallar mótmælum, grenjum,
öskrum, þrjóskuköstum. A sama tíma
verður að reyna að komast hjá því að börn
trufli fullorðna sífellt, valdi skaða eða meiði
sig.
Tengsl við börn veita oft gleði og endur-
nýjun, en tilfinningaleg nálægð krefst
böndum verður að breyta hlutverki for-
eldra. Feður dagsins á morgun mega ekki
líkjast feðrum dagsins í gær. Breytingin
verður að gerast í samfélaginu, sem verður
að búa sig undir aðra og nýja fjölskyldu-
gerð. Furðulegt að þetta skuli reynast svo
erfitt eða hvað?
Greinin byggir á tímaritinu „Yrke och barn" eftir
Ritu Liljeström.
26. tbl. Vikan 43