Vikan - 28.06.1979, Síða 46
aftur fyrir sig, á minnkandi bilið milli
loganna og Rhydewelbæjarins.
„Eru engir brunabilar og slökkvitæki
á staðnum?” hrópaði hann.
„Jú,” svaraði maðurinn við hliðina á
honum. „En það hefur allt verið flutt
lengra upp í 1 líðarnar. Ef eldurinn nær
efst upp á fjallið brennur það allt upp.”
„En það er bær þarna rétt fyrir
neðan!” hrópaði Luke til baka.
„Fjandinn hafi það, við gerum allt
sem í okkar valdi stendur!”
Luke leit upp og sá að eldurinn
nálgaðist nú turninn. Mennirnir sem þar
höfðu haldið til hröðuðu sér niður. Sá
óeinkennisklæddi hrópaði til mannanna,
sem börðu niður logana:
„Við getum ekki gert rneira hér! Það
er of mikiö að gerast hinum megin við
eldhafið. Brunaliðið hefur enn undan,
en við höfum tapað Norðurskóginum nú
þegar!”
Luke bölvaði reiðilega og hélt áfram.
Hann varð ekki var við neitt annað en
hitann og reykinn, þar til gróf hönd
snerti öxl hans. „Komdu aðeins aftar!”
hrópaði maðurinn. „Þú drepur þig hér!
Við erum að grafa gryfju hérna.”
Þeir hlupu til hinna mannanna og
tóku til við að grafa. Jörðin var hörð, en
honum tókst að losa hana og byggja upp
varnargarðinn fyrir framan skurðinn.
Luke tók ekki eftir neinu í kringum sig.
Eina hugsun hans var að bjarga
Rhydewel úr klóm skógareldsins.
Svitinn sveið i augum, gegnbleytti föt
hans, og honum fannst sem bak sitt
væri að bresta. Hann leit aðeins einu
sinni upp, þegar hann heyrði
kunnuglega rödd.
„Ég er hissa á að sjá þig hér, Owen!”
Andlit Haydn Hopkins var svitastorkið
og hatursfullt.
Luke reyndi ekki að leyna fyrirlitníng-
unni i rödd sinni. „Skógareldurinn er
öllum viðkomandi, og hann er töluvert
þýðingarmeiri en þú!"
Hann hélt áfram að grafa. Moldar-
veggurinn óx hægt en örugglega. Hann
yrði gagnslaus á móti aðaleldinum, en
gæti ef til vill stöðvað eldtungurnar,
sem gusu upp út frá honum. og þannig
svelt eldhafið að nokkru leyti. Hann var
farinn að halda að þeir hefðu einhverja
von, þegar hávær rödd barst til þeirra.
LuKE gat ekki yfirgefið stöðu sína.
En hann komst ekki hjá því að sjá að
eitthvað hafði gerst því mennirnir voru
allir úr jafnvægi. Loksins bárust sam-
ræðurnar til hans og Luke trúði varla
sinum eigin eyrun.
Maður einn sem stóð í grennd við
Luke sneri sér að Haydn Hopkins.
„Gareth Jenkins er týndur,” hrópaði
hann. „Hann fór upp i Norðurskóginn
nú í dag. Og hann er þar víst enn!”
„Þarna uppi? t hjólastól?” sagði
Haydn með hryllingi.
Luke beið ekki eftir að heyra meira.
Hann greip nokkra sekki og stökk yfir
ójafnan moldarvegginn.
Hann hljóp meðfram jaðri skógar-
eldsins, og aðeins ein hugsun komst að í
huga hans — hann varð að finna Gareth
Jenkins. Hann vissi ekki einu sinni hvar
hann skyldi hefja leitina, svo að hann
hélt aðeins áfram að hlaupa, hrópandi
nafn Gareths i örvæntingu sinni. Háv-
aðinn frá eldinum kæfði rödd hans og
brennandi tré féllu allti kringum hann.
Luke vissi, að eina von hans fólst í að
fylgja troðningnum við engin, þar sem
engin tré voru til staðar. En jafnvel þar
veittist honum ferðin örðug, og hann
fann enga útleið frá villtum dansi eldsins
í runnum og gróðri.
„Gareth! Gar-eth Jenkins!” Hann
teygði úr orðunum i þeirri von, að þau
myndu bergmála. En eldurinn virtist
yfirgnæfa allt. Þetta virtist gjörsamlega
vonlaust, þar til hann kom að rjóðri i
skóginum. Þar var enginn eldur, og
auðséð var að þarna höfðu eldvarnar-
tækin verið sett upp fyrr um kvöldið.
Jörðin var rök og hrufótt. Luke stansaöi
og sá mennina vinna í útjaðri rjóðursins.
Hann hraðaði sér i gegnum rjóðrið.
Skógurinn við hliðina var svartur,
brunninn og sviðinn. Hitinn var enn
sem áður óbærilegur, þó að nú ryki
aðeins úr öskunni.
Un leið og hann fór framhjá
mönnunum, leit hann á svitastorkin,
svört andlit þeirra og spurði:
„Hafið þið séð mann i hjólastól?”
Mennirnir störðu á hann augnablik,
eins og hann hefði misst vitið. Siðan
héldu þeir áfram að moka, án þess að
svara með öðru en fyrirlitlegu hnussi.
Luke flýtti sér að aðalstígnum. Hann
vonaði aðeins að Gareth hefði valið
hann því þá gæti hann ekki verið
kominn langt.
Stígurinn lá fljótlega niður á við, og
Luke flýtti séráfram.
„Gareth!” hrópaði hann enn einu
sinni og vonleysið heltók hann.
Þess voru engin merki að Gareth
Jenkins hefði verið á þessum slóðum.
Luke staulaðist þó áfram og rýndi i
gegnum logana. Hann kom nú að minna
rjóðri, sem þó var nógu stórt til að
Gareth hefði getað komist þar inn. Luke
nam staðar og hjarta hans barðist ótt og
titt. Á milli trjánna lá hjólastóll á
hliðinni.
LuKE herti upp hugann og gekk að
stólnum. Trén umhverfis voru nú eins
og rjúkandi svartar beinagrindur. Luke
reyndi að losa hjólastólinn, en brenndi
sig á heitum málminum. Hjólastóllinn
var gjörsamlega ónýtur, og hann sá
Gareth Jenkins hvergi.
Hitinn varð æ óbæriiegri. Hann hóst-
aði af reyknum, en hann hafði ekki
hugsað sér að gefast upp. Hvernig gat
hann það, þegar sama myndin kom
alltaf upp í huga hans — myndin af
örkumla manni skriðandi á jörðinni
sveipaður eldtungum.
„Gareth!” hrópaði hann enn einu
sinni. Hann þvingaði sig áfram i gegnum
hitann, fallin tré og ösku. Reykurinn var
þó erfiðastur viðureignar.
Hann leitaði örvæntingarfullur til
beggja hliða, þar til hann kom að stað,
þar sem skógurinn hafði verið ruddur að
nokkru leyti. Viðarbútarnir lágu enn í
snyrtilegum röðum, en nú voru þeir
svartir og sviðnir. Reykurinn var svo
mikill að Luke var næstum dottinn ofan
i litla vatnsgryfju.
^,uaa*4
NANCI HELGASON
SITTAF
HVERJU TAGI
NAGLALAKK
Mörgum leiðist að bíða eftir
þvi, að naglalakkið þorni. Prófið
að stinga höndunum inn i fryst-
inn, og lakkið þornar á fáeinum
sekúndum. Sama gagn gerir að
stinga fingrunum niður í ísvatn.
Ef naglalakkið er geymt i ís-
skápnum, helst það jafngott til
siðasta dropa.
Diskur á hvolfi er ágætur til að
hvila höndina á, þegar neglurnar
eru lakkaðar.
Nuddið vaselini innan i
tappann á nýju naglalakksglasi,
og þið þurfið ekki að lenda i
erfiðleikum við að skrúfa
tappann af eða á, jafnvel ekki
eftir marga mánuði. Sama ráð
má nota á límtúpur og fleira.
AUGUN
Leggið notaða tepoka, ennþá
raka, á augnlokin til að draga úr
bólgum.
Eru pokar undir augunum?
Prófið að leggja hráa, flysjaða
kartöflu eða gúrku undir augun í
15 mínútur, og liggið á meðan
með um 40 sm hátt undir
fótunum.
Berið laxeroliu á augnhárin,
það gerir þau lengri og þéttari.
Berið laxeroliu i kringum
augun, áður en þið gangið til
náða. Gætið þess að nota lyktar-
lausa olíu. Plastikskurðlæknar
nota hana á sjúklinga sína eftir
aðgerð.
HVÍTARI TENNUR
Burstið þær með 1 tsk. af
matarsóda og sitrónusafa.
FERSKARI ANDARDRÁTTUR
Tyggið múskat, negul eða
steinselju.
SVITALYKTAREYÐIR
Þið getið búið til ykkar eigin
svitalyktareyði á eftirfarandi
hátt: Blandið saman 2 tsk. af
matarsóda, 2 tsk. af vaselini og 2
tsk. af talkúmi. Hitið i potti við
lágan hita og hrærið, uns þetta er
orðið að jöfnu kremi. Setjið
kremið i litla krukku með þáttu
loki og notið eins og venjulegan
svitalyktareyði.
VEIKINDI
Deyfið næmi bragðlaukanna
með ísmola, áður en taka þarf
inn bragðvont meðal.
Veik manneskja getur drukkið
af stút á tekatli, án þess að
setjast upp eða sulla niður.
FLUGNABIT
Berið eplaedik á bitsár til að
draga úr kláða.
Hrærið saman matarsóda og
vatni, berið á sárið og látið
þorna. Eða hrærið saman kjöt-
meyri og vatni.
Vmislegt
Berið fernisolíu á sólana á
skóm, sem brakar i.
Ef tyggigúmmi festist i hári,
reynið þá að maka það i ísköld-
um rjóma. Nuddið niður úr
hárlokknum með þurru hand-
klæði, uns allt gúmmiið er horfið.
Blandið saman til helminga
laxeroliu og joði og berið á nagla-
böndin á hverju kvöldi. Þið sjáið
mun eftir nokkra daga.
Geymið rakválarblöð i krukku
með alkóhóli. Það kemur í veg
fyrir ryð, og þau endast miklu
lengur.
Sé erfitt að opna ilmvatns-
glasið, má reyna að geyma það i
ísskáp, þar til það er vel kalt.
Stúlkur með gleraugu, sem
eiga bágt með að plokka auga-
brúnirnar, ættu að prófa að snúa
gleraugunum við, á meðan þær
plokka.
46 Vikan 26. tbl.