Vikan


Vikan - 28.06.1979, Qupperneq 63

Vikan - 28.06.1979, Qupperneq 63
Nota alls konar hluti við sjálfsfróun Kæri Póstur! Eg veit varla hvernig ég á að byrja. Ég veit ekki einu sinni hvort þetta telst óeðlilegt eða ekki. Mér finnst ég ekki geta rœtt um það við neinn, ekki einu sinni heimilislœkninn minn. Éger 29 ára og á 11 ára dóttur. Ég var gift I 8 ár, en varð það á að halda framhjá manninum mínum. Hann skildi við mig. Mér fannst þetta mjög leitt og sá lengi eftir honum. Svo bjó ég ein í rúm 3 ár og það var mjög erfitt hvað atvinnu snerti, því ég er ómenntuð. En égfór fjótlega að vinna og vinn ennþá og líkar bara vel. Og nú er ég búin að búa með manni I rúmt ár og það gengur mjög vel hjá okkur að flestu leyti. Hann er sjómaður og er því oft lengi að heiman I einu. Og þá kem ég að því sem mér flnnst óeðlilegt við mig. Þegar ég er ein þá nota ég alls konar hluti til að fróa mér, en enga samt sem skaða mig. Ég hef enga löngum til þess að halda framhjá honum þrátt fyrir þetta. Er þetta óeðlilegt af því að ég er nú orðin þetta gömul? Með bestu kveðjum, Kría. Það virðist gilda einu hvaða kynfræðslubók er leitað í varð- andi sjálfsfróun, öllum bókunum ber saman um að þetta sé ósköp eðlilegur þáttur í kynlífi. Þar segir að meirihluti fólks noti þessa aðferð einhvern hluta ævinnar og þú getur því alveg gefið þá hugsun frá þér að þú sért eitthvað óeðlileg á þessu sviði. Aldur þinn skiptir sáralitlu máli í þessu tilviki. Valdi þetta þér hugarangri skaltu ekki vera hrædd við að leita til læknis til að fá frekari upplýsingar. Það er alls ekki nauð- synlegt að tala um þetta við heimilislækninn, hann getur gefið þér tilvísun á sérfræðing í kvensjúkdómum og það reynist þér ef til vill auðveldara að ræða við mann sem þú ekki þekkir. Láttu alls ekki sektarkennd og kvíða ná tökum á þér, því það getur orðið þér mikið vandamál eftir því sem lengra líður. einustu helgi. Okkur langar ekki til að drekka svona mikið því það hlýst ekkert gott af því, alltaf einhver vandrœði. En við eigum erfltt með að hætta því, við erum búnar að drekka í þó nokkur ár. Það mætti bara kalla okkur alka, er ekki svo? Elsku góði Póstur, ég vona að þú getir eitthvað hjálp- að okkur. Hvaða fög þarf að kunna til að komast í iðnskóla og hvað tekur það mörg ár að vera í iðnskóla? Getur maður lœrt hárgreiðslu I iðnskóla? Hvað eigum við að vera þungar ef við erum 1.64 og 1.60 á hæð? Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Bless E.E. Að vísu getur Pósturinn harla lítið sagt um hvort þið eruð alk- ar eða ekki, en ef ykkur finnst það sjálfum er hætt við að þið hafið rétt fyrir ykkur. Það gæti því orðið ykkur til góðs að taka sameiginlega á vandanum og draga úr drykkjunni. Það þykir sannað að eftir því sem maður- inn byrjar yngri að neyta áfengis því meiri líkur eru á því að hann verði ofdrykkjunni að bráð. Til inngöngu í iðnskólann þurfið þið grunnskólapróf eftir nýju lögunum eða að hafa náð 18 ára aldri. Hárgreiðsla hefur verið kennd í iðnskólanum í fjölda ára og námið tekur að meðaltali fjögur ár. Sú sem er 1.64 ætti að vera 56 kíló á þyngd en hin 53 kiló. Allt um blaða- Ijósmyndara Kæri Póstur! Mig langar til að biðja þig um að svara nokkrum spurn- ingum fyrir mig þar sem ég veit ekki hvert annað ég get snúið mér. Ég hef mjög mikinn áhuga á Ijósmyndun og mig langar að vita hvort blaðaljós- myndarar séu sjálfmenntaðir á þessu sviði eða hvort þeir hafa gengið í einhvern skóla. Er þetta kannski kennt í iðnskól- anum? Mér skilst að þeir þurfl að eiga allar Ijósmyndunargrœj- ur sjálflr, en varla þurfa þeir að eiga framköllunargræjurnar? Einnig væri forvitnilegt að vita hve há laun Ijósmyndarar Vikunnar hafa og með hvaða gerðum af myndavélum þeir mæla. Og að lokum, geturðu sagt mér hvort það séu nokkrar líkur á vinnu við Ijósmyndun hjá dagblöðunum? Ég þakka fyrir, S.Á. Ljósmyndun er ein af greinum iðnskólans og hafir þú próf þaðan er það óneitanlega kostur. Sumir starfandi ljósmyndarar blaðanna eru sjálfmenntaðir en þeim fer frekar fækkandi. At- vinnulíkur teljast nokkuð sæmi- legar. Laun taka þeir eftir gild- andi launasamningi blaða- manna, en þeir eru aðilar að Blaðamannafélagi íslands. Ljós- myndavélarnar eiga þeir sjálfir en framköllunartæki leggja blöðin til. Það er andstætt regl- um Póstsins að gefa þér upplýs- ingar um eina tegund ljós- myndavéla og segja hana betri en aðra. Viljir þú ákveðið fá þær upplýsingar gætirðu hringt sjálf á ritstjórn einhvers blaðs og beðið ljósmyndarann að svara þér persónulega. Mikil flasa og áhugi á kvik- myndum Ágæti Póstur! Eins og svo fjölmargir aðrir leita ég til þín með nokkrar spurningar sem liggja mér á hjarta (þetta var skáldlegt). Geturðu geflð mér góð eða gott ráð við flösu. Ég þvæ á mér hárið tvisvar I viku með flösueyðandi sjampói en samt er ég alltaf með flösu. 1 vetur heyrði ég talað um tvo stráka sem tóku kvikmynd- ir í frístundum og unnu í kvik- myndasamkeppni í Stundinni okkar. Ég man ekki hvað þeir heita. Getur þú nokkuð hjálp- að mér? Til dæmis geflð mér heimilisföng eða símanúmer? Veistu nokkuð hvað þeir kalla félagið sitt? Mér er ómögulegt að muna það. Ætli ég láti þetta ekki nœgja núna en svona þér að segja þá er þetta í fyrsta sinn sem ég skrifa þér svo ég bíð spenntur eftir svari. Bið að heilsa Helgu og öllum sem vinna á Vikunni. Einn með kvikmyndadellu. Flösueyðandi hárþvottaefni ættir þú helst ekki að kaupa nema í lyfjabúðum, því þar getur þú verið nokkuð öruggur um að fá það sem þér hentar. Sterk hárþvottaefni, sem nota á einu sinni í viku ásamt öðru, ættu að geta náð flösunni á skömmum tíma. Farðu líka til heimilislæknisins og fáðu hjá honum tilvísun á dropa sem vinna gegn flösuexemi. Þetta tvennt og svo burstun með grófum bursta tvisvar á dag hlýtur að losa þig við flösuna. Ef til er hárblásturstæki á heimilinu ættir þú að nota það eftir hvern hárþvott því það lyftir hárinu frá hársverðinum og blæs burtu dauðu skinni. Strákarnir sem sigruðu í kvik- myndasamkeppninni í Stund- inni okkar heita Guðmundur Kristmundsson Rauðagerði 10 og Gunnar Sigurðsson, Hellu- landi 8. í öðru sæti var svo Ás- grimur Sverrisson, Arnarhrauni 37, Hafnarfirði. Nafn á félaginu vissu þeir ekki hjá sjónvarpinu, en þér ætti að vera óhætt að hringja í strákana og spyrja þá sjálfa. Við hér á Vikunni þökkum kveðjuna og þér að segja var bréfinu alls ekki svarað vegna þess að þú segist skrifa í fyrsta skipti. En svona skáldlega byrj- un gat Pósturinn ekki staðist t 26. tbl. Vikan 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.