Vikan


Vikan - 23.08.1979, Page 36

Vikan - 23.08.1979, Page 36
Ilmur sem ekki gleymist Uppáhaldsilmvatnið hennar mömmu og ömmu er nú á ný afar vinsælt — sömuleiðis gömlu' hlúndurnar og blúndukragarnir. Að vísu eru aðeins fá ilmvötn frá fyrri tímum sem hafa haldið velli, en þó eru að minnsta kosti 10 klassísk ilmvötn, sem öll eru um 30—50 ára gömul, enn í há- vegum höfð og notuð af millj- ónum kvenna um alla veröld. Hér er smá fróðleikur um þau: Chanel nr. 5 Chanel nr. 5 var búið til af Gabrielle Chanel, þekkt undir heitinu Coco Chanel, árið 1920. Eftir margar heimsóknir í ilm- vatnsbæinn Grasse í Suður- Frakklandi bað hún Ernst Beaux, einn frægasta ilmvatns- framleiðanda þess tíma, að búa til ilmvatn. Fyrir hana voru bornar nokkrar prufur í röð og hún valdi nr. 5. Chanel nr. 5 varð strax frægt og ekki minna frægt þrjátíu árum síðar, þegar Marilyn Monroe viðhafði þau frægu orð á blaðamannafundi að hún svæfi aðeins í Chanel nr. 5. Miss Dior Miss Dior er fyrsta ilmvatnið frá tískuhúsinu Christian Dior. Það kom á markaðinn 1947 um leið og hin mikla tískubylgja „New Look”. Miss Dior var ekki að- eins blómailmur, það þýddi líka nýr lífsstíll, ungur og kvenlegur.. Miss Dior inniheldur m.æ-gard- iniaogjasmín. Je reviens Je reviens (það þýðir: Ég sný aftur) er frá franska tískuhúsinu Worth, sem hóf starfsemi sína árið 1858. Það var stofnað af Bretanum Charles Frederic Worth. Sonur hans, Jean Philippe Worth, hóf ilmvatns- framleiðsluna. Árið 1932 kom Je reviens á markaðinn, það hafði sætan en frískan blóma- ilm. Blue Grass Elizabeth Arden, stofnandi hins heimsþekkta fyrirtækis í New York, skírði sjálf uppáhaldsilm- inn sinn Blue Grass. Á ferðalagi sínu um Suður-Frakkland 1 kringum 1930 kom hún í ilm- vatnsbæinn Grasse. Kvöld nokkurt stóð hún úti á svölum hótelsins, sem hún bjó á og horfði út yfir bæinn, kyrrlátan og dimman. Þá varð henni að orði: „Hversu blá Grasse er í kvöld”. Blue Grass kom á mark- aðinn 1934 og er samansett af rósum, jasmín og lavender ásamt villtum blómum. Kaffikorgur kemur að gagni Pottaplönturnar hafa bara gott af dálitlum kaffikorgi. Einnig er hann talinn góður til að hreinsa með, hafi maður fengið máln- ingu. tiöru eða olíu á hendurnar. * tj • Ridgeway & Jones 36 Vikan 34. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.