Vikan


Vikan - 23.08.1979, Side 39

Vikan - 23.08.1979, Side 39
I m Uiberace. Hann gæti spilað á píanó með nefbroddinum. Linda Lavin hefur fallegar tennur, sem njóta sín fullkomlega I breiðu töfr- andi brosi. Það versta er, að í hvert skipti sem hún opnar munninn, virðist nefið ætla að leka ofan i hann. Einnig er ein- hver óútskýranleg kúla fremst á nefinu. Það litur hreinlega út fyrir að vera heimatilbúið. En hún bætir það fyllilega upp með yndislegum augum og þykku fallegu hári. En nóg um kvenfólkið. Karlmenn eru einnig fæddir með þeim ósköpum að þurfa að þola ljót nef. Þeir menn, sem voru tilnefndir sérstakir fulltrúar þeirrar | tegundar nefja voru, Dick Van Dyke, Andy Williams, Karl Malden, Robin Williams og píanóleikarinn heimsfrægi, Liberace. Nefið á Dick Van Dyke hlaut þann dóm að vera langt, teygt og þrútið, og nefbroddurinn flatur. En tennumar eru beinar og brosið breitt, augun skarpleg og hárið i fallegum bylgjum, svo nefið gleymist við nánari athugun. Eftir því sem Andy Williams eldist því stærra virðist nefið á honum verða. Það þjáist af sjúkdómi sem kallaður er of- vöxtur, og gætir hans aðeins meira hægra megin en vinstra megin. En hár- brúskurinn, lífleg augun, svo' ekki sé talað um sönginn, gerir það að verkum að engum dettur i hug að láta nefið angra sig. Eina orðið sem hægt er að hafa um nef það, er tilheyrir Karl Malden, er óviðjafnanlegt! Það er ekki aðeins eitt, heldur þrjú nef — aðalnefið er efst, en hin tvö í klessu að framan. En nefið | hefur hjálpað honum á framabrautinni, það hefur gert hann ógleymanlegan. Því er haldið fram að einhvern tíma hljóti Robin Williams að hafa fengið högg á nefið, því það sé svo klesst, að engin önnur skýring komi til greina. Og að lokum skal minnst á nef hins heimsfræga píanóleikara, Liberace. Það er langt, meira að segja óvanalega langt, og mjókkar eftir því sem neðar dregur. Þar er líklegast komin skýring á snilli hans. Hann spilar einnig með nefinu!! En við fyrirgefum honum ljóta nefið, því án þess væri hann ekki Liberace! Hún vefur myndir úr þara Hún Salome Fannberg, 28 ára Reykjavíkurmær, fæst við listsköpun eins og svo margir aðrir sem hafa getu og að- stæður til. Hún er þó öðruvísi en flestallir listamenn af því að hún vefur myndir sínar úr þara. Já, hvort sem þið trúið því eða ekki— hún vefur myndir úr ÞARA! — Hvers vegna? — Ég bjó um tima úti á landi, segir Salome, nánar til- tekið í Flatey, besta stað á jörðinni. Þar er þó ekki mikið um hannyrðabúðir eða kaupfé- lög með garn í hillunum, þann- ig að ég fór bara niður í fjöru og tíndi þang. Þetta var nú mest gert af forvitni en þau eru nú orðin fjögur árin sem ég hef fengist við þetta og líkar bara ágætlega. Þó hef ég ekki enn selt eina einustu þaramynd hvernig sem á því stendur. — Þarinn hentar vel til þess- ara hluta, heldur Salome áfram, það er hægt að ná fram ýmsum litum og fer það eftir því hvenær árs og á hvaða tíma sólarhrings þarinn og þangið er tínt. Svo verður að sjálfsögðu að þurrka efnið áður en það er notað — það er svo mikið af pöddum í þessu sem verður að drepa. Salome er enginn þöngul- haus í vefnaði þó hún hafi fyrir tilviljun og forvitni byrjað að vefa úr þara og þangi. Hún stundaði nám i vefnaði suður á Spáni um 5 ára skeið, átti barn og óf þrívíddarmyndir m.a. úr kopar og plasti. En nú er hún komin heim á skerið aftur, vinnur á teiknistofu og kennir lítillega vefnað. — Framtíðaráform? — Að halda áfram að vefa og vinna og svelta ekki... EJ þang f ffftm f nágrwml þwf verður sfftan um- í myndverk. A innfelldu myndinni getur »vo afl lita Arangur- inn. - 34 tbl. Vikan 39 I

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.