Vikan


Vikan - 23.08.1979, Síða 46

Vikan - 23.08.1979, Síða 46
Píslarvottur eftir Diana Dettwiler Þýð.: Emi! örn Kristjánsson. Biðröðin var endalaus og virtist varla mjakast áfram, og þegar hún loksins komst inn í þriðja strætisvagninn sem kom eftir að hún byrjaði að biða, þá vissi Beth að hún var þegar orðin of sein á stefnumótið. Vagninn rann inn í miðdegisum- ferðina, hægði á sér, stansaði og hélt aftur af stað. Þessu hélt hann áfram og i hvert sinn leit hún á úrið og í huganum reiknaði hún út hvað hún yrði lengi að laga til á sér neglurnar, fara í bað og setja i sig hituðu hárrúllurnar. Þegar vagninn stansaði á enn öðru rauðu Ijósi þá hugsaði hún áhyggjufull með sér: Hversvegna þurfti ég endilega að vera látin vinna frameftir núna? Svo hugsaði hún: Hann biður ekki. Og svo: Kannski að það væri best ef ég færi ekki. En þegar hún lét peningaveskið sitt aftur ofan í töskuna sína þegar hún hafði greitt miðann, þá kom hún auga á bréfið, umslagið var blátt, póststimp- illinn var frá Genf og utanáskriftin var með hinni kunnuglegu og skýru rithönd hans. André, ó Guð, láttu nú allt vera í lagi. Þegar hún steig út úr vagninum var kvöldúðinn orðinn að helliregni og þegar hún kom heim var hún orðin gegnvot. Um leið og hún opnaði dyrnar kallaði rödd móður hennar: „Beth?” Hún heyrði strax að móðir hennar var ekki ein. Þetta var há og hvell samkvæmis- röddin. Beth hikaði í forstofunni og leit áhyggjufull á úrið. Móðir hennar vissi að hún var að fara út í kvöld. „Beth? Ert þetta þú?" Hver önnur ætti þetta svo sem að vera, hugsaði Beth óþolinmóð með sér og opnaði dyrnar inn í setustofuna. Þar var verið að spila bridge. Reyk- mökkur frá vindlingum leið upp frá borðinu og upp i Ijósið, á skrifborðinu var bakki með óhreinum tebollum og þess háttar ásamt leifunum af einni hinna frægu svampterta hennar Clare Chadwick. Lyktin af hinum ýmsu ilm vötnum kvennanna var þrúgandi i heitu herberginu. „Elskan!” hrópaði móðir hennar glað- lega og rétti með miklu látbragði fram vel snyrta höndina. Af skyldurækni beygði Beth sig niður og kyssti hana á kinnina, síðan brosti hún til andlitanna þriggja án þess þó að sjá þau. Gengu vinkonur móður hennar í fötum hver af annarri? Þær fóru i það minnsta til sama hárgreiðslumeistara. „Stelpurnar”, eins og frú Chadwick rangnefndi þær alltaf, virtust einnig nota sömu snyrtivörurnar; ferskjulituð andlit, skærblátt og grænt í kringum augun, skærbleikt eða hárautt á varirn- ar. Nóg var af perlum og prjónuðum kjólum. Beth átti erfitt með að þekkja þær i sundur, en þar sem samræðurnar sem á eftir komu við hana voru eins og þær höfðu alltaf verið, þá skipti það ekki svo miklu máli. Nú sögðu þær í léttum tón: „Og hvernig líkar þér i vinnunni?” „Hefur þú ekki lést?” Og: „Ég frétti að þú sért að fara I skíðaferðalag!” Mamma hennar sagði: „Ég straujaði hvítu skyrtuna fyrir þig.” Þetta var al- gjörlega þarflaus athugasemd og kom málinu ekkert við, en alltaf þegar vinkonur hennar voru í heimsókn þá virtist hún vera upptekin við að sýnast óeigingjörn og fórnfús móðir. „Þakka þér fyrir,” sagði Beth, hún var full vanþakklætis og sár. Hún gekk i átt til dyra. „Vertu nú góð og taktu tebakkann með þér þegar þú ferð,” kallaði móðir hennar á eftir henni. „Ö, mamma, ég er þegar orðin alltof sein,” sagði Beth. Hún sá eftir því strax 46 Vikan 34- tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.