Vikan


Vikan - 23.08.1979, Qupperneq 46

Vikan - 23.08.1979, Qupperneq 46
Píslarvottur eftir Diana Dettwiler Þýð.: Emi! örn Kristjánsson. Biðröðin var endalaus og virtist varla mjakast áfram, og þegar hún loksins komst inn í þriðja strætisvagninn sem kom eftir að hún byrjaði að biða, þá vissi Beth að hún var þegar orðin of sein á stefnumótið. Vagninn rann inn í miðdegisum- ferðina, hægði á sér, stansaði og hélt aftur af stað. Þessu hélt hann áfram og i hvert sinn leit hún á úrið og í huganum reiknaði hún út hvað hún yrði lengi að laga til á sér neglurnar, fara í bað og setja i sig hituðu hárrúllurnar. Þegar vagninn stansaði á enn öðru rauðu Ijósi þá hugsaði hún áhyggjufull með sér: Hversvegna þurfti ég endilega að vera látin vinna frameftir núna? Svo hugsaði hún: Hann biður ekki. Og svo: Kannski að það væri best ef ég færi ekki. En þegar hún lét peningaveskið sitt aftur ofan í töskuna sína þegar hún hafði greitt miðann, þá kom hún auga á bréfið, umslagið var blátt, póststimp- illinn var frá Genf og utanáskriftin var með hinni kunnuglegu og skýru rithönd hans. André, ó Guð, láttu nú allt vera í lagi. Þegar hún steig út úr vagninum var kvöldúðinn orðinn að helliregni og þegar hún kom heim var hún orðin gegnvot. Um leið og hún opnaði dyrnar kallaði rödd móður hennar: „Beth?” Hún heyrði strax að móðir hennar var ekki ein. Þetta var há og hvell samkvæmis- röddin. Beth hikaði í forstofunni og leit áhyggjufull á úrið. Móðir hennar vissi að hún var að fara út í kvöld. „Beth? Ert þetta þú?" Hver önnur ætti þetta svo sem að vera, hugsaði Beth óþolinmóð með sér og opnaði dyrnar inn í setustofuna. Þar var verið að spila bridge. Reyk- mökkur frá vindlingum leið upp frá borðinu og upp i Ijósið, á skrifborðinu var bakki með óhreinum tebollum og þess háttar ásamt leifunum af einni hinna frægu svampterta hennar Clare Chadwick. Lyktin af hinum ýmsu ilm vötnum kvennanna var þrúgandi i heitu herberginu. „Elskan!” hrópaði móðir hennar glað- lega og rétti með miklu látbragði fram vel snyrta höndina. Af skyldurækni beygði Beth sig niður og kyssti hana á kinnina, síðan brosti hún til andlitanna þriggja án þess þó að sjá þau. Gengu vinkonur móður hennar í fötum hver af annarri? Þær fóru i það minnsta til sama hárgreiðslumeistara. „Stelpurnar”, eins og frú Chadwick rangnefndi þær alltaf, virtust einnig nota sömu snyrtivörurnar; ferskjulituð andlit, skærblátt og grænt í kringum augun, skærbleikt eða hárautt á varirn- ar. Nóg var af perlum og prjónuðum kjólum. Beth átti erfitt með að þekkja þær i sundur, en þar sem samræðurnar sem á eftir komu við hana voru eins og þær höfðu alltaf verið, þá skipti það ekki svo miklu máli. Nú sögðu þær í léttum tón: „Og hvernig líkar þér i vinnunni?” „Hefur þú ekki lést?” Og: „Ég frétti að þú sért að fara I skíðaferðalag!” Mamma hennar sagði: „Ég straujaði hvítu skyrtuna fyrir þig.” Þetta var al- gjörlega þarflaus athugasemd og kom málinu ekkert við, en alltaf þegar vinkonur hennar voru í heimsókn þá virtist hún vera upptekin við að sýnast óeigingjörn og fórnfús móðir. „Þakka þér fyrir,” sagði Beth, hún var full vanþakklætis og sár. Hún gekk i átt til dyra. „Vertu nú góð og taktu tebakkann með þér þegar þú ferð,” kallaði móðir hennar á eftir henni. „Ö, mamma, ég er þegar orðin alltof sein,” sagði Beth. Hún sá eftir því strax 46 Vikan 34- tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.