Vikan


Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 7

Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 7
„Stutt gaman — en skemmtilegt” Þriðji fulltrúi ungu kynslóðarinnar var Þorbjörg Magnúsdóttir. Hún vann titilinn árið 1969 og í kynningunni í Vikunni frá þeim tíma segir hún meðal annars að í framtíðinni vilji hún verða Ijósmóðir. Aðspurð um annað föðurland en ísland líst henni svo skást á Svíþjóð. Hún virðist býsna orðheldin kona, því eftir að dvalarstaðurinn Bolungarvík hafði verið uppgötvaður var eftirleikurinn nokkuð auðveld- ur. í símaskrá fyrirfannst einmitt þar á staðnum Ijósmóðirin Þorbjörg Magnúsdóttir og ef til vill geta þvf Bolvíkingar eini landsmanna státað af fyrrverandi fegurðardrottningu í Ijósmóðurhlut- „Hafa ekki allir löngu gleymt þessu, það er varla að ég muni eftir þessu sjálf? Annars var þetta stutt gaman en skemmtilegt og ég sé alls ekki eftir þessu. Reyndar hef ég aldrei verið nein fegurðardís og á núna bágt með að skilja hvað fékk mig til að taka þátt í þessu. En þá var maður ungur og til í allt — og ekki spillti að þetta átti aldrei að vera nein fegurðarsamkeppni í þeim skilningi orðsins. En ég hef aldrei haft neinn áhuga á módelstörfum og hef litla löngun til að standa í sviðsljósinu. Eftir þessa keppni tengdist ég aldrei neinu i þá veru aftur og sneri mér að öðru í staðinn. Verðlaunin áttu að vera ferð til Englands á sumarskóla en ég sleppti því og kaus að fara til Ameríku sem skipti- nemi, eins og ég hafði ætlað mér fyrir keppnina. Eftir skiptinemadvölina lá leiðin til Svíþjóðar á lýðháskóla og eftir námið vann ég þarlendis um tíma. Síðan kom ég heim, fór í Ijósmóðurnám á Landspítalanum og útskrifaðist 76. Bolungarvík var svo næst á blaði. Þangað fór ég til þess að taka við starfi ljósmóður strax eftir útskriftina og er þar ennþá í sama starfinu. Starf ljósmóður úti á landi líkar mér stórvel við og i Bolungarvík er gott að búa. Þarna hitti ég manninn minn, Kristján Jónatansson (barnabam Einars Guðfinnssonar), og við eigum einn tveggja ára son. Framtíðin er óskrifað blað en ekki er ósennilegt að hún tengist Bolungarvik nokkuðsterkum böndum.” baj Þessar myndir voru teknar fyrir Vikuna þegar keppnin um Ungu kynslóðina stóð y'fir árið 1969 og birtusv i kynningu á keppandanum Þorbjörgu Magnúsdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.