Vikan


Vikan - 15.05.1980, Page 18

Vikan - 15.05.1980, Page 18
íþróttir Það verður erfitt að ná ólympíu- lágmarkinu sek. og var aðeins hálfri sek. frá lslandsmeti Bjarna Stefánssonar. „Ég er sannfærður um að ég hefði átt að geta náð betri tíma í þessu hlaupi,” sagði Oddur. „Einn Finninn, sem keppti í hlaupinu, átti best 46,1 sek. fyrir þetta hlaup og ég ásetti mér að reyna að halda í við hann. Það varð lítið úr þvi þar sem hann náði sér aldrei á strik i hlaupinu. Ég fékk því enga keppni frá honum eins og ég vonaðist eftir og kom vel á undan honum I mark. Ég hljóp síðustu 80 metrana átakalítið og ég er fullviss um að ef ég hefði fengið meiri keppni hefði timinn orðið betri. Þó var tíminn góður — miklu betri en mig óraði fyrir. Ég var óvenju vel upplagður í þessu hlaupi og rúmum klukkutíma siðar tók ég þátt i 4x400 metra boðhlaupi og fékk þar timann 48,4 sek. Þetta 400 metra hlaup mitt þar sem ég sigraði Finnann var vafalitið annað af skemmtilegustu hlaupum mínum i fyrra. Hitt var þegar ég sigraði í 200 metra hlaupinu á Norðurlandamóti unglinga. Tíminn var 21.4 sek. — nýtt unglingamet — og hefði getað orðið enn betri. Mótvindur mældist 4 metrar á sekúndu og i logni hefði ég náð 21.0 sek.” Þessi glæsilegi árangur Odds var eins og áður sagði nýtt unglingamet en hið gamla var í eigu Arnar Clausen og var komið vel til ára sinna. „Mér er oft boðið í spretthlaup" „Viltu ekki kók,” sagði Oddur skyndi- lega og stóð upp. Að sjálfsögðu var því boði tekið fegins hendi og þegar Oddur kom aftur inn i stofuna kveikti hann á segulbandi og um herbergið bárust tónar af plötu Jackson Browne, Running on empty. Hlustardu mikið á tónlist? „Já, þó nokkuð og þá einkanlega af rólegra taginu. Annars hef ég ekki margvisleg áhugamál utan íþróttanna. Ég fer svona endrum og sinnum í bíó og stundum á Borgina ef ég á pening. Annars hef ég verið svo blankur frá áramótum að ég hef sáralítið farið að skemmta mér.” Sieppurðu alveg við áreitni þegar þú ferð út á skemmtistaði? „Já, að langmestu leyti. Ég hef ekki orðið fyrir neinu aðkasti enda e.t.v. ekkert nafn í augum fólks. Mér er að vísu nokkuð oft boðið í spretthlaup en þaðer nú svona meira I gamni held ég.” Hvernig fmnst þér að vera skyndilega orðinn þekkt nafn? „Það er stundum gaman að þvi en það hefur líka sinar óþægilegu hliðar.” Vonast eftir að komast á háskólastyrk Við vikum aftur að hlaupaferli Odds og ræddum um hann vítt og breitt. „Ég hef meiri trú á að ég leggi fyrir mig 400 metra hlaupið en stuttu sprettina,” sagði Oddur. Hann stundar nú nám í náttúru- fræðideild Menntaskólans i Reykjavík og lýkur stúdentsprófi þaðan í vor. „Ég hef áhuga á að halda til náms i Bandarikjunum en ég held að það sé gersamlega vonlaust að hasla sér völl þar I stuttu hlaupunum, 100 og 200 metr- Skop 18 Vikanzo. tbl. © Bulls um. Segja má eiginlega að annar hver svertingi þarna úti hlaupi 100 metrana á 10,2 sek. svo það er erfitt að keppa við þá. Ég vonast eftir að komast á styrk i háskóla og þá verð ég að einbeita mér að 400 metrunum og hugsanlega fara út i 800 metra hlaup. Ég er búinn að sækja um skólavist i Sán Jose háskólanum frá næstu áramótum og vonast til þess að komast á styrk þar. Skólarnir mega aðeins hafa tvo útlendinga á styrk á hverju skólaári og nú eru tveir í San Jose. Annar þeirra hættir hins vegar I vor og ég vonast til að geta komist í hans stað. Keppnin um þessa styrki er geysi- hörð og ég veit til þess að háskólinn í San Jose hefur sóst sérstaklega eftir iþróttamönnum frá Noröurlöndunum. Árangur minn i sumar gæti þvi hæglega haft úrslitaáhrif i þessum efnum.” Það vakti á sínum tima mikla athygli að þú sem höfuðborgarpiltur kepptir með KA frá Akureyri sl. sumar. Ætlarðu að keppa með KA áfram? „Já, ég keppi örugglega með KA i sumar. Það er geysilega góður andi i hópnum hjá KA og mér líkaði afar vel við þjálfarana, Ingunni og Jón Sævar. Að vísu hefur það verið orðað við mig að ganga yfir í KR en ég geri það ekki, a.m.k. ekki I sumar. Þó býst ég við að siðar meir keppi ég með KR, enda vesturbæingur. Ástæðan fyrir því að ég hef ekki áhuga á aðganga til liðs við KR að svo stöddu er sú að öll starfsemi frjálsíþróttadeildar félagsins hefur legið í láginni um nokkurt skeið. Hins vegar hefur mér skilist að nú eigi að hefja hana aftur til vegs og virðingar.” Erfitt að ná ÓL-lágmarkinu Vikan lagði þá spurningu fyrir Odd hvort hann teldi sig geta náð ólympíu- lágmarkinu. „Ég veit ekki en vonast að sjálfsögðu til þess að ná því. Með réttum undir- búningi ætti ég að geta það en það verður erfitt. Reyndar tel ég að ég eigi mestu möguleikana á að ná lágmarkinu í 200 metra hlaupinu. Mér finnst það dálítil fljótfærni að þegar skuli búið að ákveða að senda 12 keppendur á leikana i Moskvu. Líkast til fara 5 lyftingamenn og 2 júdómenn. Þá eru fimrn sæti laus. Þrjú eru þegar upptekin, þar sem þeir Hreinn, Óskar og Erlendur hafa náð lágmörkum sinum. Það eru þvi aðeins tvö sæti laus og mjög líklegt er að fleiri en tveir til viðbótar nái lágmarki. Fari svo þarf að gera upp á milli keppenda og ég held það yrðu hverjum sent er vonbrigði að hafa náð lágmarki og þurfa svoaðsitja heima.” Hvað sem öllum ólympiulágmörkum líður og hvort Oddur nær þeim eður ei er víst að hann verður í fullu fjöri á hlaupa- brautinni i sumar. Frjálsíþrótta- unnendur mega búast við skemmti- legum hlaupum þar sem Oddur fer og ekki kæmi á óvart þótt íslandsmetið í 400 metrunum félli. SSv. Mest um fólk Að Bifröst fer fram tveggja vetra nám sem lýkur nteð samvinnuskólaprófi. Að því loknu geta nemendur haldið áfram námi við framhaldsdeild Santvinnu- skólans i Reykjavík og lokið þaðan stúdentsprófi eftir tveggja vetra nám. Þá er einnig mikið um að nemendur haldi utan til frekara náms. Megináhersla er lögð á þær náms- greinar sem lúta að viðskiptum annars vegar og félagsmálafræðslu hins vegar. Mikið er um skoðunarferðir. stutt námskeið og verkefni. Vikan var á ferð i Borgarfirði fyrir nokkru og kom við i skólanum. Við spurðum skólastjórann. Hauk Ingibergs- son, að hvaða leyti skólinn væri öðruvísi en aðrir skólar: „Við getum sett dæmið þannig upp: Þú ert með vinnustað þar sem fólkið dvelst 24 tima á sólarhring alla daga vikunnar vikum saman. Öll skipu- lagning starfsins miðast því við það og verður allt öðruvísi en í skólum þar sem nemendur eru kannski sex tima I skólanum á dag. Þetta er grundvallar- munurinn. Þetta er móttökustofnun þar sem fólk virkilega breytist. Þú getur farið i gegnum aðra skóla án þess að verða var við það. Maður tekur eftir þvi t.d. með Menntaskólann á Akureyri að margir ‘ gamlir nemendur þaðan virðast muna vel eftir gömlu góðu skólaárunum, gamla bekknum og ég held að þetta sé . því að þakka að þama var að mestu leyti heimavist. Sömu sögu er að segja um lifið hér — skóhnn á ntiklu nteiri ítök i nemendum — Nemendasamband Samvinnuskólans hefur verið að hugsa um að byggja sumarbústað og ég held að engu öðru slíku sambandi hafi dottið slíkt i hug, þar eru nemendasambönd bara minningarfélög.” Þetta er verslunarskóli. „Þetta er náttúrlega verslunarskóli en

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.