Vikan


Vikan - 15.05.1980, Page 22

Vikan - 15.05.1980, Page 22
Framhaldssaga föngum. Þau reyndu þannig að bæta sjálfum sér upp missi Jóhönnu með gjöf- um til dóttursonarins. Þau hringdu einnig oft, en það hafði lítið gildi fyrir barnið sem kunni ekkert að meta utan- bæjarsímtöl. — pilly, þetta er amma. — Og afi. Ég er hérna líka, Billý. — Ó, hæ. — Hvernig liður þér, Billy? Hvað ertu að gera? spurði amrnan. — Ekkert. —'Ekkert? Ja, hérna. Stór strákur eins og þú hlýtur að vera að gera eitt- hvað. — Ég er að leika mér. — En indælt. Heyrirðu það, Sam, hann er að leika sér. I hvaða leik ertu? — Fiskaleik. — Fiskaleik, það er indælt. Hvað er fiskaleikur? — Fiskaleikur er þannig að ég ligg'á rúminu mínu í náttfötunum og læt till- ann á mér standa upp í loftið eins og fisk. — Ó! Hvers konar drengur var hann? Billy var opinskátt og einlægt barn. Hann átti til dæmis oft til að segja upp úr þurru: — Pabbi, en hvað þetta er skemmtilegur dagur. Ted fannst hann yndislegur drengur. Hann hafði sig lítt í frammi í þeim hörkulegu leikjum sem börnum er titt að leika og Ted velti þvi fyrir sér hvort það væri eðli hans. Mundi Billy verða fremur óframfærinn eins og hann sjálfur? Imyndunarafl Billys kom honum á óvart. Sögur af fljúgandi kanínum, strumparnir í lestarferð til Parísar, stafir sem urðu að geimskipum, marmara- kúlur sem urðu að vélum. Intyndunarafl hans var svo fjörugt að Ted leitaði ráða hjá barnalækni. Var þetta eitthvað til að hafa áhyggjur af? Læknirinn sagði að hann mætti vera þakklátur fyrir þennan eiginleika barnsins. Ted létti mjög og hélt áfram að ræða lífið og tilveruna við Billy. — Hvað gerðirðu, pabbi, þegar þú varst litill? — Lékméreinsogþú. — Horfðirðu á Sesamístræti? — Nei. Þá var ekkert sjónvarp til. Hann átti bágt með að skilja það. — Hafðirðu ekkert sjónvarp? — Það var ekki búið að finna það upp. Það hafði engum dottið neitt slíkt i hug. Barnið reyndi að skilja að jafn raun- verulegur hlutur og sjónvarp hefði einu sinni ekki verið til. — En eplasafi? — Jú.viðhöfðumeplasafa. Hvernig tilfinning er það, Billy, að vera fjögurra ára og reyna að skilja til- veruna? hugsaði Ted. Á föstudagskvöldið bauð Ted Billy á Burger King. — Var Burger King til þegar þú varst lítill strákur? — Nei, Billy. Enginn Burger King. — Hvað meira var ekki til? — Það var enginn McDonald’s. Engir geimfarar. Og frystihólfin í ísskáp- unum voru svo lítil að þar var ekki hægt að geyma neinar ísbirgðir. Og engar mömmur sem hlupust á brott frá ungum syni og eiginmanni, hugsaði hann með sjálfum sér. Dan, lögfræðingur og aðdáandi knatt- spyrnuliðsins Risanna, mælti með lög- fræðingafyrirtækinu Shaunessy og Philipp. Hann bætti við að John Shau- nessy væri líka aðdáandi Risanna. Shau- nessy, sem var hávaxinn og myndar- legur maður á sextugsaldri, eyddi líka fyrstu fimmtán minútunum af viðtali þeirra í að tala um þróun aðdáenda- klúbba Risanna. Sennilega til að komast í betra samband við væntanlegan við- skiptavin sinn. Svo sneru þeir sér að mál- efnum Teds. — Ég tel að þetta sé afskaplega ein- falt mál. — Ekkert mál er einfalt. Ég get talið þér um tuttugu dæmi um svipuð mál er virtust einföld — en voru það ekki. — Hlifðu mér. Sagði Dan þér upp alla sögu? — Konan þín stakk af. Hún sendi tnn nauðsynleg skjöl og er tilbúin að skrifa undir hvaðsem er. — Segðu mér hvernig þetta gengur fyrir sig. Hvað tekur þetta langan tima? Hver er kostnaðurinn? — Allt í lagi. Ég vil að þú vitir að við tökum að okkur svona mál fyrir báða aðila. Hvort sem það nú er eiginmaður- inn eða eiginkonan. Við höfum séð sitt af hverju og ég vil vara þig við. skiln- aðarmál geta verið viðsjárverð. Til að byrja með mundi ég ráðleggja þér að sækja um skilnaðinn hér, þar sem þú átt lögheimili hér. Hugsaðu ekkert um liana. Þú getur valið um tvær leiðir — brotthlaup, það tekur um ár. Of langur tími. Eða grimmdarlega og ómannéskju- lega framkomu, það tekur nokkra mán- uði. — Grimmdarlega og ómanneskju- lega ... — Þá þarftu að fara til læknis. Hann segir að þú sért slæmur á taugum. Þú ert slæmur á taugum, er það ekki? 1 '»T. Ég veit ekki. — Þú ert slæntur á taugum. Hvað seinni spurningu þina snertir: Tvö þús- und dalir. — Ó. — Ég er, eins og máltækið segir, gamall í hettunni. Ég kenni við St. Johns háskólann. Ég skrifa i fræðirit. Ég er ekki ódýr. Sumir fara fram á minna, aðrir meira. Kannski borgar sig fyrir þig að leita fyrir þér. — Ég held að ég hafi ekki lyst á því. Allt í lagi, til fjandans með það. Við verðum saman í þessu. — Gott. Það er nauðsynlegt fyrir þig að hafa góðan lögfræðing, Ted. Það þarf að ganga vel frá öllum hnútum í skiln- aðarmálum. 1 eitt skipti fyrir öll. Það er líf þitt sem um er að ræða. Hann bar traust til þessa lögfræðings. En 2000 dalir. . . Hann grunaði að Jóhanna léti hann hvort sem er sitja uppi með reikninginn. Leikskólinn sem Billy var í hélt ódýrt sumarnámskeið fyrir börnin alla virka morgna og Ted skráði hann i deild fóstr- únnar hans. Hún hafði reynst Billy mjög vel á þessum reynslutíma haná og hún sagði Ted að drengnum virtist ganga vel að sætta sig við breytingarnar. — Börn eru sveigjanlegri en við höldum,sagði hún. Ted hafði dregið úr helgarferðunum og fannst ekki lengur sem hann yrði að sjá um hvern klukkutima i lífi Billys. Það var leikvöllur í nágrenninu sem bauð upp á klifurtæki sem Billy hafði mikið dálæti á, tjörn með gosbrunni, út- sýni yfir báta á Austurá og götusala sem seldi gosdrykki og is. Ted sat á bekk og las i blaði meðan Billy rólaði sér eða borðaði ís. Ted vildi ekki venja liann á að leika bara við pabba sinn en dagurinn leið aldrei svo að þeir léku sér ekki meira eða minna saman. Ted var áreiðanlega hávaxnasta manneskjan í klifurgrindinni eða á vegasaltinu. Stundum tók hann líka þátt í þykjustuleikjum Billys. — Viðskulum þykjast vera apar. — Hvernigapar? — Þú ert pabbaapinn og ég er krakkaapinn. Svo klifrum við um á leik- vellinum. — Ekki alls staðar. — Viðgetumklifraðupprennuna. — Allt i lagi, ég skal klifra upp renn- una. — Og þú verður að rymja eins og api. — Pabbi þinn rymur ekki eins og api. — Og þú verður að skriða um á jörð- inni. 22 Vikan 20. tbi.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.