Vikan


Vikan - 15.05.1980, Qupperneq 24

Vikan - 15.05.1980, Qupperneq 24
Framhaldssaga lægt fertugu, fylgdist með því hvernig hinum likaði kjúklingurinn hennar. Geðlæknirinn, axlasiginn og ómann- blendinn maður nálægt fimmtugu, hafði litið til málanna að leggja. Sonur hans, axlasiginn, ómannblendinn unglingur sem virtist líka á fimmtugsaldri, hafði heldur ekkert til málanna að leggja. Náttúrulækningafrúin hafði greinilega uppgötvað næringargildi eigin vara — hún var 155 cm á hæð en um það bil 95 kíló á þyngd. Hin ljóshærða dóttir henn- ar var nokkrum þumlungum hærri og nokkrum pundum þyngri. Þær borðuðu næstum því heila súkkulaðiköku í ábæti. Larry leit inn eftir kvöldmatinn. Vinirnir tveir höfðu sjaldan sést á und- anförnum árum og að sjá Larry aftur á þessum slóðum, þar sem þeir höfðu einu sinni verið saman á kvennaveiðum, með þverrandi hár og stækkandi maga minnti Ted á hverfulleika tímans. — Fín partí í kvöld. Flottar píur. Þetta hafði að minnsta kosti ekki breyst. — Égverðaðvera hjá Billy. — Komdu bara með Billy með þér. Við útvegum honum drátt. — Stórkostlegt, Larry! — Auðvitað. Þetta er Fire Island, gamli félagi. Og hann fór með Gloriu, sem hafði skipt um hasar júgur-skyrtu vegna þess að hún hafði fengið matarbletti í hina. Ted og Billy áttu ánægjulega daga á ströndinni. Ted gat meira að segja tekið þátt í nokkrum handboltaleikjum meðan Billy byggði sandkastala. Larry hringdi frá skemmtigarðinum á Hafströndinni síðdegis á sunnudag. Hann ætlaði að hitta Ted klukkan sex og aka honum í bæinn. Gamli, áreiðanlegi Larry. — Ó, það er dálítið sem mig langar til að biðja þig um. Ekki minnast neitt á mig við Gloríu. Við erum hætt að vera saman. — Larry, hvernig getið þið verið hætt að vera saman? Þið voruð aldrei saman. — Jú, í viku. En hvað með þig, félagi. Hittirðu einhverja? — Ég reyndi ekkert til þess. — Komdu þér þá til þess. Hertu upp hugann og náðu þér i kvenmann. Nú voru fjórir mánuðir liðnir frá brottför Jóhönnu. Hann hafði ekki komið nálægt kvenmanni. Hann hafði ekki komið nálægt neinum öðrum kven- manni öll þau sex ár sem þau Jóhanna voru saman. — Það er svo langt síðan, sagði Ted. — Ég kann ekki einu sinni tökin á þessu lengur. Gloria hringdi bjöllu til að kalla alla saman. Hún bað Ted afsökunar á því að honum gæti fundist þetta minna dálitið á heraga, en hún hringdi nú samt bjöll- unni. — Það hjálpar til að halda uppi aga i húsinu, sagði hún. Þannig komu þau öll saman á sunnu- dagskvöldið til að deila útgjöldunum. Þetta voru húsvenjur sem hann var bú- inn að gleyma — skipting á útgjöldum. En nú var spurningin hvort Ted vildi halda áfram að vera með í púkkinu? Hans hlutur yrði 200 dalir og Larry sagði að það væri töluvert undir mark- aðsverði. — Ég er ekki viss, sagði hann og hin störðu öll á hann eins og hann hefði þar með eitthvað persónulegt á móti þeim. — Ég ætla fyrst að tala við félaga minn. Billy var úti í feluleik með vini sem hann hafði eignast i næsta húsi. Ted sagði að þeir yrðu að fara heim og ætlaði að fara að bæta við að nú yrðu þeir að ákveða sig hvort þeir vildu koma aftur, þegar Billy fór að hágráta. Hann vildi ekki yfirgefa vin sinn, húsið sitt, eyjuna sina. Ted borgaði 200 dalina. Nú var hann opinberlega orðinn meðlimur, ein- stætt foreldri í CHEZ GLORIA. Það var múgur og margmenni á Haf- ströndinni um helgar, fólk rölti á milli bara og leitaði uppi heimapartí. Fólkið í húsi Teds hélt sig meira heirna við. Það var honum til mikilla þæginda. Hann gat setið hjá þeim hinum í stofunni, talað eða lesið og enginn neyddi hann til að taka þátt í kapphlaupi einhleypra fyrir utan. — Ég er svo uppgefin um helgar, sagði Martha. — Ég hlakka bara til þess að slappa af. En Ted fann til aukinnar spennu í húsinu sem jókst um hverja helgi. Martha, Ellen og Gloría fóru í itrekaðar herferðir á kvöldin en komu snemma heim án þess að hafa hitt neinn. George, geðlæknirinn, stóð varla upp úr stólnum sínum. Billy var sá sem skemmti sér best af öllum. Hann átti fimm ára gamlan vin í næsta húsi. Hann hét Joey og þeir léku sér saman á sólpallinum eða hjól- uðu ásamt fleiri börnum á rauðu þríhjól- unum sínum upp og niður götuna. Á laugardagskvöldi, þriðju vikuna spm.hapn var þarna, sat Ted einn í stof- ,unni með George. Þeir voru báðir að lesa. Honum fannst hann verða að segja eitthvað við George. Þeir töluðu sjaldan saman. — Er þetta skemmtileg bók, spurði Ted, sem var auðvitað ekki uppörvandi til samræðu. — Já. George hélt áfram að lesa. — Um hvaðfjallar hún? Er það í rauninni ég sem spyr svona kjánalega? Hann óskaði að hann gæti dregiðallt til baka. — Ellihrumleika, svaraði George og það batt enda á samræðurnar. Hálftíma síðar lokaði Ted bókinni sem hann hafði verið að lesa um úthafs- fræði og bauðgóða nótt. — Fór konan frá þér? spurði George skyndilega. Ted til mikillar undrunar. — Já. Fyrir nokkrum mánuðum. — Einmitt það. George virtist vera að hugsa málið. Ted beið. Þrátt fyrir allt var maðurinn geðlæknir. — Ég held — George talaði hægt eins og hann vildi vanda hvert orð. — Ég held að þú ættir að gera meira að því að fara út. — Ætti ég að fara meira út? George, jafnvel móðir min hefði getað gefið mér þetta ráð. Hann gat ekki lengur skotið því á frest. Það var komið fram í miðjan ágúst. Billy var heima hjá vini sínum og hafði verið boðið í kvöldmat. Ted mundi verða einn næstu tvo timana og það var opið hanastélsboð í nágrenninu. Hann blandaði sér drykk og lagði af stað með glasið í hendinni. Þar sem hann gekk eftir götunni á leið i partíið með ísinn glamrandi í glasinu og sá alla hina á sömu leið með ísinn glamrandi í glasinu þyrmdi allt i einú yfir hann. Hann mundi koma auga á hana á sólpallinum, fallegustu stúlkuna í boðinu, og hann mundi koma því þannig fyrir að hann fengi heimilisfang hennar og síma- númer. Og svo mundu þau hittast í borg- inni, byrja að vera saman og þau mundu giftast, og . . . Jóhanna, Jóhanna, hvar ertu? Hann fann tárin læðast fram í augnkrókana en reyndi að spyrna á móti. Hann ætlaði ekki að láta hana hrósa svo miklum sigri. Larry var þarna og hélt utan um nýj- ustu, brjóstastóru uppgötvunina sína. Hann veifaði til Teds og Ted reyndi að ryðja sér braut gegnum mannþröngina um leið og hann gaf stúlkunum auga. Gömul viðbrögð. — Halló, félagi! Ted, þetta er Barbara. Og vinkonur hennar, Rhoda og Cynthia. Vinkona Larrys var lagleg, stífmáluð og heimsvön. Þær voru allar rúmlega þrítugar. Rhoda var stutt, digur og með 24 Vikan 20. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.