Vikan


Vikan - 15.05.1980, Síða 29

Vikan - 15.05.1980, Síða 29
19. Bautinn á Akureyri Einkunnir nokkurra veitingahúsa Marg- feldi Saga Loft- leiðir Holt Naust Hornið Laugaás Versalir Stillholt Súlnaberg Bautinn (Akranesi) (Akureyri) (Akureyri) Matur X5 8 6 9 4 6 7 7 7 2 5 Þjónusta X2 9 6 7 9 8 6 8 6 X X Vínlisti XI 6 6 6 4 X X 7 X X Umhverfi X2 7 7 7 9 8 7 8 8 5 4 Samtals X10 78 62 79 60 62 61 74 63 20 33 Vegin meðaleinkunn Meðalverðaðal- rétta I krónum: 8 8.500 6 8.300 8 8.100 6 8.000 6 3.600 6 3.600 7 6.900 6 4.100 2 4.300 3 4.200 Frönsku kartöflurnar voru frambærileg- ar sem fyrr segir, kokkteilsósan Ijómandi góð. Loks fylgdi niðursoðinn ananas- hringur. Verðið var 3.800 krónur. Kjúklingur Grillaður kjúlingur með hrísgrjónum og frönskum kartöflum var á matseðli dagsins. Kjúklingurinn var sæmilegur. Barbeque-sósan var dísæt, en ekki beinlínis vond. Hrásalati og frönskum hefur áður verið lýst. Hrisgrjónin voru köld og hörð og vond. Verðið var 3.550 krónur. Turnbauti Turnbauti með kryddsmjöri, kartöflum og salati var á fastaseðlinum. Turnbautinn var hrásteiktur eins og um var beðið, en samt blóðlaus. Kjötið var meyrt og bragðgott. Frönskum kartöflum, hrásalati og kryddsmjöri hefur áður verið lýst. Bernaise-sósan var sómasamleg og sveppirnir úr dós. Helsti galli þessa réttar var of mikil notkun krydds á kjötið. Verðið var 5.900 krónur. Frömas Ananas-frómas var á matseðli dagsins, ekki merkilegur eftirréttur, en frambærilegur. Verðið var 700 krónur. ís lsinn á fastaseðlinum var nougat-ís með skemmtilega brenndu bragði, að einhverju leyti heimatilbúinn. Þetta var góður ís. Kaffi Kaffið var þunnt og lítilfjörlegt og kostaði heilar 400 krónur eftir mat. Meðalverð tveggja rétta máltiðar af matseðli dagsins var 3.600 krónur og 4.000 krónur að kaffi meðtöldu. Meðalverð á súpum og eggjaréttum var 1.500 krónur, aðalrétta 4.200 krónur og eftirrétta 800 krónur. Þriggja rétta máltíð af fastaseðli ætti því að kosta um 6.500 krónur og 6.900 krónur að kaffi meðtöldu. Bautinn er i sama verðflokki og Súlnaberg á Akureyri, Skrínan, Askur og Halti haninn i Reykjavik. Bautinn fær fimm í einkunn fyrir matreiðslu og fjóra fyrir unthverfi og andrúmsloft. Vegin meðaleinkunn staðarins er þrir, svipuð og Skrínunnar i Reykjavík, skárri en Súlnabergs á Akureyri, en engan veginn nógu góð í tólf þúsund manna bæ. Jónas Kristjánsson í næstu Viku: Hótel KEA 20. tbl. Vlkan 29

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.