Vikan


Vikan - 15.05.1980, Qupperneq 50

Vikan - 15.05.1980, Qupperneq 50
Undarieg atvik — Ævar R. Kvaran EFNDIR FRAMLIÐINNA MANNA Framliönir menn hafa oft birst til þess að efna ákveðin heit eða samning'. Slík fyrirbæri eru mjög markverð hvernig sem á þau er litið. Hér á eftir ætla ég að rekja gott dæmi um slikt fyrirbæri, sem _greint ér Trá.'í ævisögu Broughams lávaxðar, sem var mjög virtur hæsta- ,rét|ardómari á Bretlandi. Hann segir svo „Þg.ð kom eitt sinn fyVir mig mjög kynlegt atvik. svo kynlegt að ég verð að segja öll tildrög þess frá upphafi. Þegar ég útskrifaðist úr menntaskólanum fór ég í háskólann með einkavini mínum, sem ég nefni G. Þá var engin guðfræði- deiid I háskólanum. En við ræddum oft alvörumál á skemmtigöngum okkar og áiqáa! annars ódauðleik sálarinnar og lífið eftir dauðann. Við brutum heilann mikið um það hvort unnt væri að birtast lifandi mönnum eftir andlátið. Skop Háskólanámið veitti mér viðari sjóndeildarhring, sjálfsöryggi og föðurlausan son. ,Jw ■ |l Og svo verður hún vitlaus þegar við erum skitugir í framan. Skattstofan trúir ekki að þú borgir mér svona litið kaup! Já, við tókum meira að segja upp á þeirri flónsku að gera þann samning með okkur, sem við undirrituðum með blóði okkar. að hvor okkar sem dæi fyrr skyldi birtast hinum og taka þannig af öll tvimæli um hvort til væri líf eftir dauðann. Þegar við útskrifuðumst fór G til Ifidlands því hann fékk þar embætti við stjórnarstörf. Hann skrifaði mér sjaldan og að nokkrum árum liðnum hafði ég því nær gleymt honum. Þá bar það við einn dag að ég fór I bað. Og meðan ég lá i baðinu og naut baðhitans varð mér litið við og á stólinn sem ég hafði lagt fötin min á. Ég ætlaði að fara upp úr baðinu en á stólnum sat þá vinur minn G og horfði rólega á mig. Ég veit ekki hvernig ég fór upp úr baðinu en þegar ég hafði áttað mig eftir fátið sem á mig kom var ég að striplast á gólfinu. Vofan — eða hvað sem það nú var sem hafði tekið á sig mynd G vinar míns — var nú horfin. En þessi sýn hafði gert mig svo ótta- sleginn að mér fannst ég ekki geta talað um hana við nokkurn mann. Hins vegar voru áhrifin af sýninni of mikil til þess að hún gæti liðið mér úr minni. Ég skrifaði þetta atvik þess vegna hjá mér og hvenær það hefði gerst. sem var «19. desember. Hugmynd mín eða skýring á jjessu var þá sú að ég hefði auðvitað sofnað og svipurinn sem ég sá svo greinilega gat því ekki verið annað en draumur. Um það þóttist ég ekki vera í neinum vafa. Ég hafði ekki haft nein bréfaskipti við G í mörg ár og ekkert var sem hafði komið mér sérstaklega til að hugsa um hann. Það hafði ekkert borið við sem stóð i nokkru sambandi við Svíþjóðarför okkar eða Indland eða neitt sem snerti hann eðafólkið hans. En nú minntist ég samræðna okkar fyrir löngu og samningsins sem við höfðum gert með okkur. Ég gat einhvern veginn ekki hrundið þeirri hugsun frá mér að G hlyti að vera látinn og að ég yrði að skoða þetta fyrirbæri sem sönnun fyrir því að til væri líf eftir dauðann. Þetta var 19. desember 1799.” 1 októbermánuði 1862 bætir Brougham lávarður þessu við: „Ég var rétt áðan að skrifa frásögnina af þessu kynlega atviki upp úr dagbók- inni og nú skrifa ég endinn á sögunni, sem ég byrjaði fyrir rúmum 60 árum. Skömmu eftir að ég kom aftur til Edin- borgar fékk ég bréf frá Indlandi og i þvi var mér sagt frá láti G vinar mins og að hann hefði dáið 19. desember.” Nú skulum við snúa okkur að öðru dæmi, sem þó er sýnu markverðara. Frá því hefur einnig verið skýrt mjög itar- lega. Hér er lika um heit eða samning að ræða. Hinn lifandi og hinn látni voru mjög fjarri hvor öðrum þegar hinn síðarnefndi skildi viö þennan heim. Þessi frásögn er eftir G. F. Russell Colt höfuðsmann frá Gartssherrie, Coatbridge, Hún er geymd í skýrslum Breska sálarrannsóknafélagsins i Lundúnum (I. bindi, bls. 124) og er á þessa leið: „Ég var staddur í heimfararleyfi hjá foreldrum mínum. Við áttum heima á höfuðbóli gamallar ættar í Midlothian, sem hafði verið reist af forföður ættar- innar á dögum Maríu Stuart og var nefnt Inveresk House. Svefnherbergi mitt var fornt og einkennilegt, langt og mjótt. Gluggi var á öðrum enda þess en dyrnar hinum. Rúmið mitt var hægra megin við gluggann, beint á móti dyrunum. Elsti bróðir minn sem ég unni mjög hét Oliver og var flokksfyrirliði I fótgönguliðinu. Hann var þá nítján ára og hafði verið nokkur undanfarin ár í grennd viðSebastopol. Við skrifuðum oft hvor öðrum um allt sem okkur lá á hjarta. Og einu sinni, er hann hafði skrifað mér raunalegt bréf þegar illa lá á honum, svaraði ég honum í næsta bréfi að hann yrði að vera hughraustur og ef eitthvað kæmi fyrir hann yrði hann að láta mig vita það með því að birtast mér í herberginu mínu, þar sem við höfðum oft setið saman á kvöldin I æsku okkar og stolist til að fá okkur í pipu og spjalla saman. Siðar fékk ég að vita að hann hefði fengið bréfið rétt áður en hann gekk til altaris og skýrði presturinn mér síðar frá því. Að þvi búnu fór hann til víggirðing- anna og kom ekki aftur, því fáum klukkustundum siðar hófst áhlaupið á virkið. Þegar höfuðsmaður hersveitarinnar var fallinn tók Oliver við stjórninni og stýrði hersveitinni af frábærum dugnaði. Hann var nýkominn inn fyrir virkis- vegginn með liðið þegar kúla hæfði hann á hægra gagnaugað svo hann féll i valinn, enda særður mjög. Þegar hann fannst 36 klukkustundum siðar lá hann á hnjánum þvi hann var þannig skorðaður milli mannabúkanna. Hann dó eða réttara sagt féll (þvi e.t.v. dó hann ekki samstundis) þann 8. september 1855. Þess nótt vaknaði ég allt I einu og sá bróður minn krjúpa á kné við rúmið mitt. Hann sneri andlitinu beint á móti glugganum og umhverfis hann var likast bjartri fosfórkenndri þoku. Ég reyndi að tala en gat það ekki. Ég breiddi þá upp fyrir höfuð, ekki af því að ég væri hræddur (okkur hafði verið kennt á æskuárum að hafna allri trú á vofur) en aðeins til aðátta mig. Mig hafði hvorki dreymt hann né verið að hugsa um hann. Og ég hafði i raun og veru gleymt þvi sem ég skrifaði honum fyrir hálfum mánuði. Ég komst að þeirri niðurstöðu að þetta gæti ekki verið annað en ímyndun og að tunglið myndi hafa skinið á handklæði eða eitthvaö annað I herberginu. En þegar ég leit upp undan var hann ennþá þarna og horfði á mig ástúðlegu, biðjandi og hryggu augnaráði. Ég reyndi að tala, en það var eins og ég hefði tunguhaft, ég gat ekki gefið nokkurt hljóð frá mér. Ég stökk þá fram úr rúminu og leit út um gluggann og sá að ekki var neitt tungls- skin, heldur dimmt úti og hellirigningin dundi á rúðunum. Ég leit við og sá Oliver ennþá. Ég lokaði augunum og gekk I gegnum þetta sem ég sá og komst að dyrunum. Þegar ég var á leiðinni út og hafði snúið snerlinum leit ég við. Svipurinn vatt nú höfðinu hægt við og horfði með kvíða- blandinni ástúð á mig. Þá fyrst sá ég sár á hægra gagnauga og að blóð rann úr því. Andlitið var náfölt og leit út fyrir að vera gegnsætt og sama var að segja um rauðu rákina eða blóðið, að þvi að mér virtist. Annars er mér nálega ógerningur að lýsa útliti hans en ég get aldrei gleymt því. Ég fór ekki aftur inn I herbergið heldur inn til vinar míns og lá á legu- bekk það sem eftir var nætur. Ég sagði honum frá hvernig á því stæði og síðar sagði ég öðrum heimamönnum frá þessu. En þegar ég sagði föður minum það bannaði hann mér að fara með þennan þvætting og sist af öllu láta móður mina heyra slíkt. 50 Vikan 20. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.