Vikan


Vikan - 12.06.1980, Qupperneq 19

Vikan - 12.06.1980, Qupperneq 19
hvað hægt er að kalla þetta. Kannski sölu og skipulagningu. Aðstoðarmaður auglýsingastjóra, býst ég við. Byrjunar- laun 24 þúsundáári. — Og hvenær get ég byrjað? — Strax. — Við hvem á ég að tala? — Engan. — Svona nú, Jim. — Það er ég sem ræð þessu. — Jim — — Þú verður aðalaðstoðarmaður minn, Ted. Viltu það? — Já, ég vil það. — Þá er það ákveðið. Þú ert ráðinn. Sé þig klukkan 9.30 á mánudaginn. Hann lagði á og tók undir sig heljar- stökk. Hann rak upp striðsöskur og stökk um alla íbúðina. Billy kom hlaup- andi út úr herberginu sínu þar sent hann hafði verið að byggja verksmiðju úr kubbum. — Hvaðerað, pabbi? — Ég er búinn að fá vinnu. litli minn. Hann gamli pabbi þinn er kominn inn úr kuldanum! — Það er gott, sagði Billy mildilega. — Ég sagði að þú mundir fá vinnu. — Já, víst gerðirðu það. Og hann tók Billy i fangið og lyfti honum hátt upp í loftið. — Pabbi þinn sér um hlutina. Hvort hann gerir! Það verður allt í lagi með okkur. Og þetta skal aldrei gerast aftur, sonur minn. Ég vil aldrei framar þurfa að ganga í gegnum aðra eins lifsreynslu. ÞRETTÁNDI KAPLI Karlmannatískublaðið var i auglýsingahillum, fallegt blað með mörgum litmyndum. Fyrirtækið var hluti af suður-ameriskri samsteypu sem átti stór ítök i fataiðnaðinum og forstjór- arnir vildu reka timarit sem styrkti sölu- aðstöðu þeirra á karlmannafatnaði. Ted vann við sölukynningar og tókst strax að ná nokkrum góðum samningum. Það var þægileg tilfinning að vera þannig minntur á að hann var góður í sínu starfi. Hann greiddi bróður sinum 3000 dalina til baka og sendi honum bók sem hann fann á fornbókasölu: Hver er hvað í fótbolta? frá árinu 1944. Hann lét miða fylgja þar sem hann skrifaði: Hvað í ósköpunum varð um St. Louis Browns? Þegar kom að kveðjunni minntist hann þeirra venjulega kveðjuorða sem hann hafði hingað til sent bróður sínum: Bestu kveðjur. . . sé þig einhvern tíma. En i þetta skipti veittist honum auðvelt aðskrifa: Ástarkveðjur, Ted. Að ráði Thelmu lét hann skrá Billy i sumarbúðir. Kim hafði dvalið þar sumarið áður, seinasta sumarið sem þau Thelma og Charlie voru gift. — Charlie er orðinn ansi naumur með peninga, sagði hún. — Ég held að hann kysi helst að við sætum inni i íbúðinni ailt sumarið og skrúfuðum fyrir kæli- kerfið. Ted sótti foreldrafund fyrir fimm ára börnin dag einn í hádeginu. Þetta reyndist vera mömmufundur — hann var eini karlmaðurinn á meðal þeirra. Hann sat þarna hjá konunum og hitti umsjónarmenn Billys, pilt og stúlku er voru i menntaskóla en litu út í augum Teds sem 14 ára. Ted skrifaði athuga- semdirnar hjá sér. Allt sem tilheyrði Billy varð að vera merkt honum, hann varð að hafa með sér tvenna strigaskó og nóg af fatnaði til skiptanna. Hann fann að konurnar veittu honum athygli. Um hvaðeruð þið að hugsa, góðurnar? Að ég sé ekkju- maður? Eða atvinnulaus á framfæri eiginkonu minnar? Ég er viss um að þið munduð aldrei giska á það rétta. Yfir- maður búðanna lýsti einum degi i búðunum og sú lýsing olli Ted nokkrum áhyggjum. Sundlaug? Var það ekki hættulegt? Heill dagur? Yrði Billy ekki einmana? Hann Billy hans mundi taka áætlunarvagn út úr borginni í umsjá ókunnugra til ókunnugs staðar. Og að hausti mundi Billy hefja skóla- göngu, alvöruskólagöngu. Með öllum sinum skyldum og lögboðnu fridögum. Kerfið tæki við honum. Litla frumstæða dýrið hans var orðið stofnanaeign, þar yrði hann að miklu leyti alinn upp, nýtt, lítið andlit i rás kynslóðanna. Billy átti að fara í sumarbúðir og svo i skóla og Ted kveið aðskilnaði þeirra. Ted beið ásamt Ettu með Billy á morgnana eftir búðavagninum en Billy var þegar orðinn feiminn við að kyssa föður sinn í kveðjuskyni frammi fyrir hinum börnunum. OgTed fannst handa band allt of fullorðinslegt — það var allt of snemmt. Svo að hann leysti málið meðað klappa Billy á bakið. Heimurinn tekur á sig nákvæmari mynd í augum fimm ára barna og vekur hjá þeim ótal spurningar. Billy var þar engin undantekning. — Pabbi, hvar er mamma? — Mamma þín er i Kaliforníu. — Er húngift aftur? — Gift aftur? Nei, ekki að því er ég best veit. Hver kenndi þér þetta orð? — Karla í sumarbúðunum. Foreldrar hennar eru skildir en mamma hennar er giftaftur. —Já, slikt gerist oft. Fólk giftist aftur einhverjum öðrum. —Ætlar þú að vera giftur aftur? —Ég veit þaðekki. —Ætlar þú að vera giftur aftur Phyllis? Phyllis? Lögfræðingurinn. Hann var næstum búinn að gleyma henni. —Nei, Billy. —Pabbi? —Já, Billy? —Ætlarðu að vera giftur aftur mömmu? —Nei, Billy. Pabbi og mamma giftast aldrei aftur. Jim O’Connor sagði Ted að taka sér tveggja vikna sumarfrí og sagðist ætlast til að hann færi eitthvað. —Kannski. —Ted, þú hefur unnið eins og þræll. Er engin persóna í lífi þínu til að segja þér að þér sé hvíld nauðsynleg? I Við kynnum fæði og klæði íslenskir veisluréttir, islenskur tískufatnaður, íslenskur listiðnaður og íslenskur DANSLEIKUR öll föstudagskvöld yfir sumarmánuðina Heitir og kaldir lambakjötsréttir — kynningarverð — Framreiddir ki. 20.00-21.00 Karon samtökin sýna tískufatnað frá Álafossi og Iðnaðardeild Sambandsins Kynningaraðilar: Álafoss Iðnaðard. Sambandsins Búvörud. Sambandsins Mjólkursamsalan Stéttarsamband bænda Osta- og smjörsalan Sláturfélag Suðurlands Sú/nasa/ur HLJOMTÆKI / B/L/NN MIKIÐ URVAL ÍSETNINGAR Á STAÐNUM — SAMOÆGURS ■ MX'.T HLJOMUR Skipholti 9 s. 10278 24. tbl. Vlkan 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.