Vikan


Vikan - 12.06.1980, Page 24

Vikan - 12.06.1980, Page 24
Ár trésins í Vikunni EINFÖLD GRÖÐURSETNING; hent- ug þar sem náttúrlegu umhverfi hefur ekki verið breytt. Fyrst er rist ofan ein torfa, hola höggvin með haka eða álika verkfæri. Gróðursetning trjáa og runna Gróðursetning. Við skulum hafa það hugfast, þegar við förum að gróðursetja tré, að það eru tvö meginverkefni sem rótin hefur, þ.e. að halda plöntunni fastri og að fá vatn og næringu úr jörðinni. Eins og áður er getið skeður vatns- og næringarupptaka plantnanna i gegnum ræturnar og þær þola þvi illa sól og vind. Þess vegna er nauðsynlegt að skyggja ræturnar og láta þær vera sem stystan tíma berar, með því er hægt að drepa tréð á örskömmum tíma. Þegar plöntur koma á gróðursetningarstað er rétt að fara yfir pöntunarlistann og kanna hvort plönturnar hafa verið rétt afgreiddar. Siðan þarf að staðsetja plönturnar. Ef ekki er hægt að gróður- setja plönturnar strax er nauðsynlegt að jarðslá þeim þar til þeim er fenginn réttur staður. Þetta þarf að vera skugg- sæll staður og möguleiki á góðri vökvun. Þannig er hægt að geyma plönturnar nokkurn tíma. Barrótarplöntur. Fyrst þarf að grafa góðar holur eða rásir fyrir piönturnar þannig að rætur trjánna bögglist ekki, ef rætur eru mjög langar er betra að klippa af rót en beygja hana. Jarðvegur þarf að vera góður, loftmikill og áburðarrikur. Greiða þarf vel úr rótum trjánna og láta góða og vel frjóa mold að þeim, þjappa vel að með höndum, ekki með fótum því skór geta skemmt rætur. Þegar planta hefur verið gróðursett má hún ekki standa dýpra en hún stóð í græðireit. Eftir að plantan hefur verið gróðursett er mikil nauðsyn að vökva vel. Vökva skal það vel að piantan standi i vatni fyrst, til þess að rætur trjánna og runnanna nái góðu sambandi við jörð. Plöntunni komiö fyrir. Mold ýtt að. anna og jafnframt að skera i hnausinn lóðrétt á hlið og kross í botn til þess að koma í veg fyrir að ræturnar vaxi í hringi. Aspir og víðiplöntur má gróður setja dýpra en aðrar plöntur vegna þess að þær eiga auðvelt með að mynda nýjar rætur og er í lagi þó að jarðvegurinn fari allt að 10 cm uppá stofn og jafnvel meira, l.d. á stórum öspum. Nokkru eftir gróðursetning- una er gott að gefa plöntunum uppleystan áburð eða tilbúinn áburð, t.d. túnáburð fyrst i júni og siðan þrem vikum seinna. Þegar gróðursett eru stærri tré, t.d. um 2ja metra plöntur, er ráðlegt að gróðursetja þær við staur. Staurinn er fyrst rekinn niður i holuna, og þarf hann að vera um tveggja metra langur, síðan er plantan gróðursett við hliðina á honum og tréð siðan bundið við staurinn með mjúku efni sem ekki særir börkinn á trénu. XJngar og nýgróðursettar barrplöntur þola illa næðing. Þess vegna er hyggilegt að byggja skjól fyrir þær, sérstaklega fyrir aðalvindátt. Slíkt skjól getur verið úr ýmsu efni og fer eftir efnum og ástæðum. Skjólgrindur úr timbri, strigi sem festur er á trégrind er myndar nokkurs konar tjald og t.d. loðnunót sem strengd er á gaddavir, það siðastnefnda á fyrst og fremst við þegar gróðursett er i stærri svæði, þar sem næðingur er mikill. Að lokum nokkur minnisatriði: Veljið góð og heilbrigð tré. Veljið góðan stað fyrir þau. Gefið áhurð. helst tvisvar yfir vaxtar- tímann. Vökvið tréí þurrkatíð. Skýlið trjám fyrstu árin. Sýnið plöntunum umhyggju með góðri hirðu, svo sem úðun við skor- dýrum, grisjun og snyrtingu. 4 ára sitkagreniplanta ar heppileg í þessa holu. Agætt er að koma torfunni fyrir öfugri, til að skorða plöntuna. Hnausplöntur. Við plöntun á hnaus- plöntum þarf að gæta vel að því að holan fyrir plöntuna sé nægilega stór, að nægilegt pláss sé fyrir áburð og mold meðfram hnausnum og auðvelt sé að þjappa að hnausnum, svo að ekki myndist holrúm milli hnauss og moldar. Utan um hnausplöntur er oft strigi og er hann oft látinn vera við gróðursetningu trjánna en betra er að fjarlægja umbúðir af plöntunum. Best er að pjappa að plöntunum með höndunum. Pottaplöntur. Eins og áður var sagt eiga rætur pottaplantna að hafa fyllt út i pottinn þegar plantan er seld. Þess vegna er mikil hætta á að pottaplöntur þorni og er mikil nauðsyn að gegnbleyta potta plöntur áður en þær eru teknar úr potti og gróðursettar því annars getur verið erfitt að koma vatni að rótum. Gróður- setningin sjálf er framkvæmd eins og áður er getið um hnausplöntur. Ef potta- plöntur hafa verið of lengi i potti er nauðsynlegt að greiða úr rótum plantn- Verðá algengustu trjáplöntum Furu- og greniplöntur: 3-4 ára kosta 4-500 kr., 10 ára metraháar plöntur kosta 10-15.000 kr. Víðiplöntur: 2 ára kosta 3-500 kr., 3 4 ára kosta 6-700 kr. Rifs: 3-4 ára kostar 2-3000 kr., eftir gæðum. Íslenskt birki: 2 ára kostar 4-500 kr., 10 ára (2 m á hæð) kostar 6- 8000 kr. ösp: 2 ára plöntur kosta 6-700 kr., 7-8 ára kosta 6000 kr. Reynir: 2 ára kostar 4-500 kr., 10 ára planta kostar 6-8000 kr. 24 Vlkan 24. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.