Vikan


Vikan - 12.06.1980, Blaðsíða 34

Vikan - 12.06.1980, Blaðsíða 34
Fimm mínútur með Willy Breinholst LÍFIÐ ER MISUÚFT Ég hafði verið að hlýða á Don Juan eftir Mosart. Síðustu tónar þessa yndislega verks klingdu enn í eyrum mínum þar sem ég stóð á tröppum Óperunnar og leið í tveimur orðum sagt mjög vel. Rek ég þá augun í vel klæddan, lágvaxinn mann sem virtist vera að leita að einhverju í göturæsinu. Það er litið út á klæðnaðinn að setja — maðurinn er meira að segja með hvítan silkihálsklút. — Hafið þér týnt einhverju? spurði ég. — Nei, ég er bara að leita að prógrammi, svaraði hann, — hvað var annars verið að sýna þarna inni? — Don Juan, sagði ég eins og öllum ætti að vera kunnugt um hvað verið væri að sýna í Óperunni. Ekki vissi þessi vel klæddi maður mikið um það, þar sem hann var að leita að prógrammi. Ég spurði hann hreint.út hvað ylli. — Mig vantar fjarvistar- sönnun! svaraði hann daufum rómi. Ef þú ert giftur veistu hvernig þetta er. Það er bráðnauðsynlegt að komast að heiman af og til og blaka vængjunum eilítið innan um vif og vín. Ekki satt! Ég slepp út ef ég segist vera að fara í Óperuna. Konan mín hefur engan áhuga á því að stunda slíkan stað og segist vera því fegnust að þurfa ekki að sitja undir gauli og skrækjum. Þannig kemst ég út. — En hvers vegna i Óperuna? Það er ekki mikið um gleðskap þar . . . Maðurinn með hvíta hálsklútinn svaraði spurningu minni ekki beint. — í öllu falli eru til staðir hér i bæ þar sem meira er um að vera en einmitt hér, svaraði hann og það brá fyrir glettnisglampa í augum hans. — En ég verð að verða mér úti um miða í Óperuna, annars er allt í voða. — Þú mátt fá miðann minn, sagði ég, — og prógrammið líka. — Þakka þér kærlega fyrir, þú gerir mér mikinn greiða. Þá er fjarvistarsönnunin í góðu lagi! Hann teygði sig ofan í innri jakkavasa sinn, dró upp bækling og sýndi mér mynd af berrassaðri dansmey á annarri siðu: — Ég er veikur fyrir henni þessari — alveg sjúkur í ’ana. Það er ekkert rúm fyrir óperu- skræki þegar við tvö erum saman. Þegar maðurinn ætlaði að stinga óperuprógramminu í vasann var hann svo óheppinn að vindhviða tók það og feykti því í rennusteinana, í gegnum ristina og ofan í ræsið. — Æ, þetta var nú verra, sagði ég. Við hlupum til og lögðumst á fjóra fætur við ristina og rýndum ofan í myrkrið. Maðurinn rétti mér eldpýtna- stokk og ég tók eftir því að hann var merktur „Club Sex”. Þetta var svo sannarlega herramaður sem kunni að njóta lífsins. Þarna sá ég prógrammið. — Við náum því aldrei. Þú verður að leita þéraðöðru. Maðurinn var gráti nær af örvinglan. Hamingjusamt hjóna- llniturinn 2l.m;irs 20.:i|iríl N.uilið L'l.-.pril 2l.ni:ii T\íhur;irnir 22.m;ii 21. júni hr.'hhinn 22. júni 2.4. júli l.jonið 24. júli 24.11*11*1 >k*\ j;in 24 ;ii*úsl 2.4.sepl. Heldur er dauflegt yfir umhverfi þinu þessa dagana og það veldur þér bæði eirðarleysi og leiðindum. Hristu þetta af þér og reyndu að framkvæma snarlega fyrirhugaða áætlun. Einhver kemur þér á óvart með óþægilegu uppátæki og skaltu láta það sem minnst á þig fá. Tilfinninganæmi þitt hefur valdið ýmsum erfiðleikum og er nú mál að linni. Eigingirnin hefur komið þér í koll og ekki síst núna, þegar allt var farið að ganga þér i hag. Með lipurð ættirðu að geta komið öllu í samt lag aftur en verður að gæta þín í framtíðinni. Láttu ekki athugasemdir frá óvinveittum manni hafa áhrif á þig. þvi málstaðurinn er þinn. Varastu samt að leita réttar þíns á öllum sviðum því skjótt skipast veður í lofti. Leiðindamál sem valdið hefur þér hugarangri sýnist nú úr sögunni og er það einkum vini eða kunningja þinum að þakka. Þetta kemur sér vel einmitt nú en vissara að sýna þakklætið. Svartsýnin hefur þjakað þig að undanförnu og að því er virðist að ástæðulausu. Láttu ekki skapið bitna á saklaus- um ættingjunum, reyndu heldur að gera þér grein fyrir ástæðunni. ^tiliiii 24.scp(. 2.\.okJ. Timi framkvæmdanna er runninn upp og þú skalt forðast að láta áætlanirnar renna út í sandinn vegna þinnar eigin leti. Hrintu þessu í framkvæmd því að hika er sama og að tapa. Miklar breytingar eru í vændum og þér bjóðast óvænt tækifæri til að hressa upp á fjárhaginn. Hugsaðu þig samt vel um og hafðu rækilega hugfast að ekki er allt gull sem glóir. Ko(<ni;iOtirinn 24.nú\. 2Ulcs Nýtt fólk verður á vegi þínum og breytir á ýmsan máta gömlum viðhorfum til margra hluta. Þér hættir til fljótfærni, sem gæti orðið skaðleg i samskiptum við ókunn- uga. Slcingcilin 22. dcs. 20. jan. Stattu ekki á skoðunum þinum löngu eftir að öllum er orðið Ijóst að málið er tapað. Of mikil ákveðni getur verkað neikvætt og þér væri betra að temja þér umburðarlyndi. Talnshcrinn 2l.j;in. lú.fchr. Fjárhagsörðugleikar gera þér lífið leitt og framtiðin virðist með dekkra móti. Ástandið er þó að mestu timabundið og með ákveðni og hörku ættir þú að komast yfir erfiðasta hjallann. Fiskarnir 20.fchr. 20. mars Dagarnir eru líflegir og ýmissa atvika vegna eru breytingar á fleiri en einu sviði ofarlega á blaði. Gerðu þér þó ekki of miklar vonir því þá er mun hættara við vonbrigðum. I 34 Vikan 24-tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.