Vikan


Vikan - 12.06.1980, Blaðsíða 35

Vikan - 12.06.1980, Blaðsíða 35
band hans stóð og féll með því að honum tækist að útvega sér prógramm á Don Juan þetta kvöld. — Bara að við hefðum eitthvert tæki sem dygði okkur til að veiða snepilinn upp, sagði hann og leitaði villt í vösum sínum. Allt í einu setti hann dreyrrauðan. Upp úr vasanum dró hann hlut sem einna helst líktist brjóstahaldara. Af langri reynslu vissi ég að óþarfa forvitni þjónaði engum tilgangi og því bað ég ekki um skýringu. Aftur á móti hafði ég fengið stórgóða hugmynd. — Hvað ertu að tyggja? spurði ég. — Tyggigúmmí, svaraði hann. Ég er alltaf með tyggjó þegar ég smakka áfengi . . . lyktin, þú veist. Auðvitað skildi ég þetta allt. Ég bað hann að lána mér bæði tyggigúmmíið og brjósta- haldarann, klindi gúmmíinu í annan enda brjóstahaldarans og lét síðan allt volsið síga niður um ristina í átt að týnda prógramminu sem lá í myrkrinu engum til gagns. Eldspýtu- stokkurinn úr klámklúbbnum kom nú aftur í góðar þarfir og lýsti upp veginn að prógramm- inu. Þegar brjóstahaldarinn var beint ofan við prógrammið lét ég hann falla og dró hann síðan aftur upp. Og viti menn — prógrammið lafði við. Tyggi- gúmmi var þá eftir allt til fleiri hluta nytsamlegt en þess eins að eyða áfengislykt af miðaldra mönnum með slæma samvisku. Éjarvistarsönnunin var aftur í lagi. Sá skemmtanasjúki var ekki seinn á sér að stinga prógramm- inu aftur í vasann, bauð mér síðan vindil og rétti mér höndina í kveðjuskyni. — Þakka þér kærlega fyrir, sagði hann. — Þú getur treyst því að það líður á löngu þar til ég fer aftur á stúf- ana veifandi vængjunum í allar áttir. Ég hef lært mína lexíu í kvöld. — Bíddu aðeins, skaut ég inn i. — Heldurðu að það sé ekki betra að ég fjarlægi þetta! Ég tók vasaklútinn minn og þurrkaði varalit af vanga hans. Setti svo klútinn aftur í vasann. — Heyrðu! æpti ég á eftir honum. — Þú gleymdir að taka brjóstahaldarann, eldspýtu- stokkinn og næturklúbbs- prógrammið! En það var of seint — maðurinn var horfinn. Ég lét staðar numið við útskýringar mínar. Enn einu sinni leit ég yfir hlutina sem Maríanna hafði látið á nátt- borðið mitt. Prógrammið úr næturklúbbnum með mynd af þeirri berrössuðu á bls. 2, eldspýtustokkur úr Club Sex, brjóstahaldari af siðlausari sortinni og vasaklútur með varalitsklínu. — Maríanna mín! Leyf mér að útskýra, sagði ég og leit ákveðið í augu hennar en út úr þeim skein ekkert nema nagandi efi. — Auðvitað hefði ég átt að henda öllu þessu drasli, en þegar menn eru með góða samvisku þá hugsa þeir ekki um svoleiðis lagað. Núna veistu alla vega ástæðuna fyrir því að ég get ekki sýnt þér miðana á Don Juan, hvað þá prógrammið. Og þér ætti líka að vera ljóst hvers vegna ég kom heim klukkan tvö en ekki hálfellefu þegar sýning- unni í Óperunni lauk ... Maríanna stökk upp um hálsinn á mér. — Meira fíflið get ég verið! Hún hló innilega gegnum tárin. — Þú ættir bara að vita hvað ég hugsaði þegar ég fann þetta drasl í vösunum þínum. — Mér er sama hvað þú hugsaðir, sagði ég. — Það skiptir ekki máli lengur — þér er fyrirgefið! Svo bað ég hana um að fara fram í eldhús og rista tvær brauðsneiðar í viðbót handa mér... Þýð.: ej 24. tbl. Vikan 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.