Vikan


Vikan - 12.06.1980, Side 36

Vikan - 12.06.1980, Side 36
Vikan og Heimilisiðnaðarfélag íslands Flest börn taka ástfóstri við einhverja eina brúðu sem er þeim eitt og allt. Þau líta oftast ekki við miklu úrvali af glæsilegum leikföngum og fyrir valinu verður ef til vill fyrsta tuskubrúðan. Hún er mjúk og aðlaðandi — en undir það síðasta, þegar eigandinn er farinn að slíta barnsskónum, er uppáhaldið orðið býsna ræfilslegt og lítið fyrir augað. En í þessu efni hafa börn náð að stjórna hinum ýmsu markaðsöflum því ungbörn eru blessunarlega ónæm fyrir áróðri auglýsinganna. Óteljandi gerðir af hinum ómissandi tuskubrúðum eru framleiddar og ekki aðeins fyrir börn — fullorðnir safna þeim ekki síður en þeir yngri. Tuskubrúður eru einnig vinsælt heima- föndur, á allra færi þrátt fyrir tíu þumla og það ætti að vera leikur einn að skapa svo sem eins og eina brúðufjölskyldu úr gömlum fötum og ýmiss konar efnisafgöngum. 36 Vikan 24. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.