Vikan


Vikan - 03.05.1984, Síða 39

Vikan - 03.05.1984, Síða 39
Texti: Hörður háum snúningi var hún frekar máttlaus á lægri snúningssviöum og háöi það bílnum nokkuð. Sér- staklega var þetta sorglegt því aö fjöörunin er greinilega hönnuö fyrir mikil átök og með stærri vél hefði bíllinn orðið fantagóður sportari og sannkallaður listdans- ari götunnar. Eg ætla ekki að fjöl- yrða um það, en náfrændi þessa bíls, Golf GTI, hlýtur að vera meiriháttar góður sem slíkur. PJokkuð sem ekki sést við fyrsta yfirlit Aö sögn er nú búið að komast fyrir hönnunargalla sem fólst í því að vélin tók inn á sig óhreint loft og olli því að ventlafóðringarnar voru yfirleitt búnar eftir 80 þúsund kílómetra. Ef þetta er rétt ætti þessi vél að endast talsvert betur enáður. Enn ein mikilvæg breyting á bílnum er sú að fjöðrunin, sem áður var talin alltof slagstutt, hefur verið lengd. Það hefur í för með sér að minni líkur eru á því að fjöörunin slái saman en áður. Eg get svo sannarlega staðfest þetta því að hluti reynsluakstursins var akstur eins og bíllinn dró á malar- vegi og aldrei kom þetta fyrir þó að mikið væri reynt. öll smíð bílsins ber vott um vand- virkni og ég hef þá trú aö þessi bíll sé eins og skapaður fyrir íslenskar aðstæður, ekki spillir framdrifið þar. Utsýni er gott að aftan, þar hjálpar frábær afturrúöuþurrka, en gluggapóstarnir að framan eru sannkallaðir slysavaldar því þar eru óþægilega dauðir punktar. Nokkur tæknileg atriði Vél: 4 strokka, þverliggjandi, vatns- kæld, 1272 cm3. 55 hestöfl (DIN) við 5400 snúninga / mínútu, snúningsseigla: 96Nm við 3300 snúninga / mínútu. Einn ofaná- liggjandi knastás, drifinn með tannareim. Rafmagnsknúinn viftuspaði. Drif oggírkassi: Framdrif. 4 gíra alsamhæföur gír- kassi. Einfaldur, þurr kúplings- diskur. Fjöörun og hemlun: Sjálfstæð gormafjöðrun aö framan. Heill öxull (biti) með gormafjöðrun að aftan. Tvö óháð bremsukerfi, sitt hvorum megin. Diskahemlar aö framan en sjálf- stillandi skálar að aftan. í heild: Ef ætti að draga saman þaö helsta í fari þessa bíls myndi ég segja aö hér væri á ferðinni ein- faldur, látlaus bíll með ótrúlega skemmtilega eiginleika í akstri. Þó skyggir kraftleysi þar á. Pláss er gott fyrir alla farþega og skottiö er með því stærsta í þessum stæröarflokki bíla. Mest- Yfirbygging: Sjálfberandi yfirbygging meö eftirgefanlegum fram- og aftur- hluta. 3 dyra, 5 manna. Rúmtak farangursrýmis 410 lítrar, 1360 með framlögðu aftursæti. Hæð: 1,42 metrar. Lengd: 3,99 metrar. Breidd: 1,67 metrar. Beygju- hringur: 10,5 metrar. Eigin þyngd: 845 kíló. Vélarrúmió er þokkalega nýtt en var hræóilega laust við hlífóarpönnu sem kæmi til með að bægja frá óþörfum vatnsgusum. Verð og fleira Þegar bíllinn var prófaöur kostaöi hann 338 þúsund. Innifalið í því er um það bil hálfur tankur af bensíni en hvorki skráning, ryðvörn né hlíföarpanna undir vél. Sambærilegir bílar hvaö verð snerti voru til dæmis: Laneer 1500 GLX, Nissan Sunny GL, Honda Civic, Toyota Corolla og Citroen GSA Pallas. I þessum veröflokki eru hvað flestir bílar og því er samkeppnin hörö. Þaö fer því mikið eftir því hvað kaupandinn hefur í huga þegar hann ætlar að kaupa bíl úr þessum stóra hópi. Annars vegar er þá um að ræða „ó- evrópska” bíla, en þar virðist vera meiri búnaður innifalinn í veröinu. Hins vegar eru það svo evrópsku bílarnir. Fljótt á litiö sýnast þeir ekki hafa upp á eins mikið að bjóða og til dæmis jap- anskir bílar en á móti kemur aö þeir evrópsku hafa betra orð á sér hvað snertir gæði og endingu (aö minnsta kosti vestur-þýskir). Þegar allt kemur til alls tel ég aö þrátt fyrir skort á aukahlutum (lúxus) séu þokkaleg kaup í Golfinum, sérstaklega vegna þess aö mestar líkur eru til að hann komi til meö að verða hollur eig- anda sínum um langan tíma. 18. tbl. Vikan 39

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.