Vikan


Vikan - 31.05.1984, Page 24

Vikan - 31.05.1984, Page 24
~\5 Heimilið Hvernig er hægt að upplrfa ÁNÆGJULEGA megrun? Nú, þegar tími sólbaða og léttra klæða gengur í garö, hefst grátleg og örvæntingarfull barátta viö aukakílóin. Þessi barátta er sjaldnast ánægjuleg en þó er hægt aö minnka kvalræðið með ýmsum aöferöum. Tveir megrunarmatseðlar eru hvaö vinsælastir í dag: trefjaiík fæða er á öðrum matseðlinum og fitusnauö fæða á hinum. Sérfræð- ingar VIKUNNAR hafa reynt báöar þessar aöferðir og komist að raun um að heppileg blanda af þessum tveimur matseðlum gefi hvaö ánægjulegastan og áhrifa- mestan árangur! Til að tryggja sem bestan árangur þarf viökom- andi að sannfæra sjálfan sig um að trefjarík fæöa, eins og hreint musli, sé eitt það besta sem völ er á! Hreint musli, án sykurs, rúsína, hneta og kanils, er nú ekki girni- legur málsverður. En ef þiö bætið út í þaö stöppuðum banana (AÐEINS einum þriðja hluta hans, takk fyiii-!), þíðum jarðarberjum, niðursneiddum ferskjum og slepp- iö því aö sulla yfir þaö mjólk og sykri, þá er þetta öndvegis megrunarmáltíö og mjög mett- andi. Trefjarík fæða Það er mjög nauðsynlegt að boröa trefjaríka fæðu þegar þið eruð í megrun. Þetta er ekki bara tísku- fyrirbrigði, þið megið treysta því. Sérfræðingar mæla með 25% aukningu trefja í megrunarfæði. Margar heföbundnar megrunar- aðferðir hafa á bannlista trefja- mikla fæðu eins og brauð, pasta, baunir og rótargrænmeti en þaö er algjör óþarfi. Það er yfirleitt snjörið ofan á brauðinu og áleggið sem er meira fitandi en brauðið sjálft og því er auðveldlega hægt aö hafa þessar fæðutegundir með á megrunarmatseöli sem er bæöi fjölbreyttur og vel skipulagður. Fitusnauð fæða Fita og olíur eru miklir orku- gjafar og ríkar af hitaeiningum!! Af þeirri ástæðu einni er nauösyn- legt aö skera niöur fituríkar fæðu- tegundir, þó sumir mæli á móti því. Um leiö og þessum fæöu- tegundum er kastað út af matseöl- inum megrast fólk af sjálfu sér. Ennfremur er mælt með lítilli neyslu þeirra vegna aukinnar tíðni hjartasjúkdóma sem eru raktir beint til of mikillar fitu- neyslu. Sérfræðingar mæla með lítilli fituneyslu bæði í sambandi við kjöt og mjólkurvörur. Þaö er vel hægt að minnka fituneyslu án þess aö það valdi of sársauka- fullum breytingum á matar- venjum auk þess sem þaö er undirstaða vel heppnaðar megrunar. Matseðillinn: Trefjaríkar fæðutegundir: Gróft brauð er nauösyn, veriö bara viss um aö þaö sem þið eruö aö kaupa sé hundrað prósent gróft brauö, ekki blandaö með hvítu hveiti sem er bannvara! Gróft brauð er hátt skrifað á trefjaríka megrunarmatseðlinum. Þaö er til mikið úrval af tilbúnum trefjaríkum morgun- verðum í pökkum. Sleppiö þessum sem eru meö sykri og rúsínum og veljið frekar þá sem eru járnríkir. Nú er til úrval af hýðishrís- grjónum. Þau eru miklu bragö- meiri og innihalda meiri trefjar en hvít hrísgrjón og eru auðveldari í matreiöslu. Grænmeti og ávextir eru trefja- ríkar fæðutegundir og hafa fáar hitaeiningar. Best er að borða þaö hrátt eöa léttsjóða það með hýðinu á. Við suðu: ekki skera það í bita og notið eins lítiö vatn og mögu- legt er og hafið eldunartímann eins stuttan og hægt er. Fitusnauðar fæðutegundir: Forðist umfram allt feitt kjöt, djúpsteiktan mat, smjör og smjör- líki, rjóma, matarolíur, ost, sósur, majónes, kex, kökur, búöinga og eftirrétti, súkkulaði og hvers konar snakk í pokum. Smávægilegar breytingar við val á fæðutegundum og eldunar- aðferöir geta verið lykillinn að vel heppnaöri megrun. Grillið frekar en að djúpsteikja. Skerið fituna af kjötinu áöur en þið steikið það. Steikiö kjöt á grind svo fitan leki úr því. Notið jógúrt og krydd í staðinn fyrir rjóma og majónes. Reynið að forðast smjör og smjör- líki eins og hægt er. Leggið meiri áherslu á magniö af fersku græn- meti og ávöxtum í málsverðinum en magniö af kjötinu. 24 Vikan 22. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.