Vikan


Vikan - 31.05.1984, Page 29

Vikan - 31.05.1984, Page 29
Skylab-geimfarió er bútaó nióur og gestir safnsins geta farió inn í vistarverur geimfaranna og skoð- að sig um. SPfiŒ MUS6UM - stærsta stofnun sinnar tegundar í heimi Texti og Ijósmyndir: Hrafnhildur Skylab er til dæmis alltaf löng. Þar geta gestir gengið inn í geimfarið og skoðað þær aðstæður sem geimfarar verða að búa við á ferðum sínum um himinhvolfið. Það er ekki hægt aö segja aö íburöur sé þar mikill! Menn hafa rétt olnbogarými þegar þeir eru við vinnu og ekki batnar það þegar þeir svífa inn í draumaheiminn í orðsins fyllstu merkingu. Þá er betra að passa aö renna rennilásninn á svefnpokanum vel upp aö höku því annars er hætta á að menn svífi hreinlega úr honum! Matarföng eru öll í dósum og í borðunum eru holur sem dósirnar eru skorðaðar í. Og sturtan, þaö var merkilegt apparat, stór plastpoki. . . með rennilás auövitaö. Inn í hann var leidd slanga sem sá um afganginn. Þaö var ekki laust við að menn fehgju inni- lokunarkennd þann stutta tíma sem staldrað var við inni í þessum þrönga farkosti. Og mik- il voru viöbrigðin að koma aftur út í stóran salinn á ný. Lofthæðin þar virðist í fyrstu gífurleg en hún er þó ekki svo mikil að geimfarið, sem er staösett á miðju gólfi, komist þar fyrir. Því stendur trjónan á því upp úr þakinu á safninu. En það er fleira í þessu safni en geim- vísindasagan þó yfirleitt fari svo að menn staldri lengst við þann hluta safnsins. Flugvél Charles A. Lindbergh, SPIRITOF ST.LOUIS, er þama varðveitt, en á henni flaug hann sitt fræga flug frá New York til Parisar 20,—21. maí 1927. I einum sal eru gevmd málverk og önnur listaverk sem sýna hugmyndir manna um flug og geimferðir. Og þar má sjá undar- legt fyrirbrigði, marglitt sem snýst á alla enda og kanta. Efst á þessu víravirki má greina mannsmynd sem rær allt hvað af tekur með tennisspöðum, líklega til að koma furðu- verkinu á loft! Undir þessu er spiluð tónlist sem einna helst minnir á spilakassatónlist. Það var aðeins eitt sem maður saknaði eftir að hafa gengið um sali í þessu merka safni og tekið þátt í þróunarsögu flugsins með svo margvíslegum hætti. Það var að fá ekki aö fara inn í þyngdarlaust herbergi og spreyta sig á því að athafna sig undir sömu kringum- stæðum og geimfararrúr verða að gera á ferð- um sínum um hiödularfulla himinhvolf. Alan Shepard var fyrsti Bandaríkjamaóurinn sem fór út í geiminn, árið 1961. Í glugganum má sjá brúðu í likámsstærð svo Ijóst er að svigrúmið var ekki mikið fyrir geimfarann. — I 22. tbl. Vikan 29

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.