Vikan


Vikan - 31.05.1984, Síða 42

Vikan - 31.05.1984, Síða 42
Lí Framhaldssaga Tólfti hluti Hún tók saman blaðabunkann, tók eftir því að uppköstum fylkis- foringjans hafði veriö talsvert breytt með snyrtilegri en þvingaðri rithönd Andersons. Það var ábending um mikilvægi þessa, hvað svo sem það var. Hún af- sakaði sig og fór að skrifborðinu sínu til aö vera viss um að hún gæti lesið allar athugasemdirnar áður en hún færi í herbergið með skrifvélinni. Tuttugu minútum síöar birtist fylkisforinginn og staldraði viö til að gægjast yfir öxl hennar. „Er ekki allt í lagi?” spurði hann. Hún benti á nokkur minni háttar vafa- atriði. „Jæja, því fyrr sem þú getur hafist handa því betra,” sagði hann vinsamlegur en þó ákafur. Hann kunni vel við Söndru og þau hjónin buðu henni oft heim til sín, fundu hvað hún var einmana. Hún var duglegur og viljugur einka- ritari, þó hún væri ekki hug- myndarík, og honum þótti leitt aö tilraunir þeirra til að koma henni í kynni við ókvænta foringja höfðu ævinlega mistekist. Það sem að henni var var að hún hafði engan kynþokka. Hann klappaði henni blíölega á öxlina. „Ég verð í skrif- stofunni minni ef þú þarft á mér aðhalda.” Þegar Sandra var búin aö slá allan textann inn í vélina gerði hún sér grein fyrir því að Ander- son hershöföingi hafði ekki verið aö ýkja þegar hann talaði um erfiða aðstööu. Þær hernaöar- ráðstafanir sem hann var að mæla með við ýmsar ríkisstjórnir hófust á smáatriðum í sambandi viö al- gjöra lokun sjóleiða við Svalbarða sem norski, breski og bandaríski sjóherinn áttu þegar að koma á. Framhaldið var að biðja um alls kyns ráðstafanir frá öllum evrópskum NATO-ríkjum. Margar virtust minni háttar, svo sem að tryggja eldsneytisbirgöir á ISKOLD ATOK 42 Vikan 22. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.