Vikan


Vikan - 31.05.1984, Page 48

Vikan - 31.05.1984, Page 48
 Pósturinn AIRMAIL PAR AVION Michael Lán Jackson til skóladvalar Ilœ, hœ, kœri Póstur. Ég hef áhuga á ad vita eitthvað um Michael Jack- sou. Er hann giftur og á hann hörn? Hvar á hann heima? Á liann aðdáenda- klúbb og hvar er hann? Er nokkur aðdáendaklúbbur hans á íslandi? Er hœgl að fá plakat af honum í Vik- unni? Með fgrirfram þökk. Aðdáandi. Þaö birtast reglulega bréf til Póstsins þar sem beðið er um upp- lýsingar um Michael Jackson og nú er svo komið aö Pósturinn situr uppi með ein sex bréf þar sem spurningarnar eru þær sömu. Því miöur veit Pósturinn ekki mikiö um Michael Jackson annaö en þaö sem af og til birtist í blöö- um og tímaritum um piltinn. Hann mun þó enn vera ógiftur og barn- laus og býr í New York. Heimilis- fangiö hans hefur Pósturinn ekki enda er ekki algengt að heimilis- föng svona þekktra manna séu birt á prenti. Hins vegar hefur hann aö sjálfsögðu aðdáendaklúbb og þangað ættir þú og þiö hin aö skrifa og fá þær upplýsingar sem ykkur vantar. Þið munið auövitaö að skrifa á ensku og senda umslag meö nafni ykkar og heimilisfangi meö og svo alþjóðlegt svarmerki sem þiö getið keypt á pósthúsum. Og utanáskriftin er: Michael Jackson c/o Weisner-DeMann Entertainment Inc. 9200 Sunset Blv. Penthouse 15 Los Angeles CA 90069, California. Ekki veit Pósturinn til þess aö Michael eigi sér aödáendaklúbb hér á Fróni en þaö ætti aö vera auðvelt að hóa saman fólki í klúbb fyrir piltinn. Plaköt eru ekki á dagskrá í Vikunni í bili en aftur á móti er aldrei aö vita nema popp- sérfræðingurinn okkar, hann Höröur, komi með nýjustu fréttir af Michael og hans málum ásamt litmynd einhvern daginn. Kœri Póstur. Ég œtla bara að koma mér að efninu í von um góð og skgnsamleg svör eins og vanalega. Þannig er mál með vexti að ég er í skóla og hef áhuga á að halda því áfram, en ég er bara 17 ára svo ég fœ ekki mikið kaup í sumar og skólinn er mjög dgr. Ég þarf líka að borga fœði og húsnœði nœsta vetur. Er einhver stofnun til sem lánar skólanemum pen- inga til tveggja til fimm ára? Vonandi getur þú hjálpað mér því ég verð vitlaus ef ég á að búa heima einn vetur enn. Ég fœ nefnilega aldrei frið til að lœra fgrir sgstur minni sem er aðeins eldri en ég. Með von um skjót svör. Takk, takk. GG. Það er dálítiö erfitt fyrir Póst- inn aö gefa þér afgerandi svör í þessu máli vegna þess aö hann vert ekki í hvaða skólanám þú hefur hugsaö þér aö fara né hvert. Fyrir þá sem búa úti á landi eru til svokallaðir dreifbýlisstyrkir sem nemendur geta sótt um ef þeir þurfa aö sækja nám til dæmis til Reykjavíkur. Þetta er aöeins hægt að fá ef nemandinn getur ekki sótt sambærilegt nám á heimaslóöum og er þetta gert til aö jafna aðstöðu nemenda um land allt. Ekki eru það nú samt miklir peningar sem um er aö ræða, eitt- hvaö í kringum 10 eöa 11 þúsund krónur yfir veturinn. Það er engan veginn hægt aö líta á þessa peninga sem eitthvað til að lifa af en hins vegar er þetta smáuppbót en ekki er hægt aö sækja um þessa peninga ef þú átt kost á náminu í heimabyggöinni. Sá sem býr í Reykjavík og vill komast aö heiman í skóla út á land á því ekki rétt á aö fá þennan styrk. Þegar komið er lengra í námi, þaö er aö segja þegar þú kemur í framhaldsnám, er til stofnun sem nefnist Lánasjóður íslenskra námsmanna og þangað geta allir leitað um lán. Þessi stofnun er til húsa aö Laugavegi 77 í Reykjavík og ættir þú aö hafa samband viö hana og fá upplýsingar. Þetta á þó aöeins við þegar komið er aö framhaldsnámi. Síminn hjá Lána- sjóðnum er 25011. Ekki veit Pósturinn til þess að aðrar stofnanir láni námsmönnum sér- staklega. Ef þetta fer nú þannig aö þú kemst ekki í burtu í skóla (Póstur- inn á erfitt meö aö svara þessu ööruvísi vegna þess hversu óljós þessi mál eru honum) ættir þú aö reyna aö tala um þessi mál viö systur þína. Þaö er alveg ófært aö þú þurfir aö flýja heimiliö vegna þess aö hún lætur þig ekki í friði. Þiö ættuö ef mögulegt er að reyna aö komast aö einhverju samkomu- lagi meöhlutina. Hann hendir mér í burtu Hœ, hœ, elsku Póstur. Ég hef aldrei skrifað þér, en af hverju ekki að taka út ritvélina og vélrita þér? Ég er að drepast úr ástarsorg út af strák sem heitir. . . Jœja, ég œtla nú ekki að segja þér það en við skulum kalla hann Z. Þannig er að við erum stundum saman í partíum en þegar við erum í skólanum kallar hann mig pöddu. Vinir hans segja að hann vilji bara vera með mér stundum og það skil ég vel. En að láta svona við mig, það skil ég ekki. Af hverju lœtur hann svona? Ég veit að hann er hrifinn af stelpu því þannig vill til að hún er frœnka mín. Hann hefur hins vegar engan séns í hana. Hún er í 7. bekk en við erum í 6. bekk. Út af hverju hendir hann mér í burtu? Eða hendir hann mér í burtu ? Hvað þarf maður að vera gamall til að komast í módelsamtök? Bless, bless. Marilgn Monroe I fyrsta lagi áttu alls ekki aö skilja að Z vilji bara stundum vera meö þér og í öðru lagi áttu alls ekki vera að láta þaö eftir honum aö hlaupa til hans þegar hann vill þegar hann svo í ofanálag kallar þig pöddu á eftir. Þetta er alveg út í hött. Ef vinir hans segja þar aö auki að hann vilji aðeins vera meö þér þegar honum sýnist er þetta ekki samband sem er þess viröi að halda því áfram. Af hverju hendir hann þér í burtu? Kannski heldur hann aö hann sé ofsa gæi af því aö hann getur verið meö þér þegar hann vill og síðan hreytt í þig asnalegum oröum á eftir. Hann er líka unglingur í 6. bekk sem er ekki kominn meö nægilegan þroska fyrir svona sambönd. Þiö eruð ung, aöeins í 6. bekk, og eigið lífið framundan og þurfið ekkert aö flýta ykkur í þessum málum. Z er ef til vill líka dálítiö feiminn eftir aö hafa verið meö þér í part- íunum og hagar sér því svona í skólanum á eftir. Nei, þú ert ung og það er áreiöanlega fullt af sætum strákum í kringum þig til aö veröa skotin í. Þú skalt hafa samband við Módelsamtökin og fá þar upplýsingar um þessi mál því þar sýna bæði börn og fullorönir. Úrval KJÖRINN FÉLAGI 48 Vikan 22. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.