Vikan


Vikan - 05.12.1985, Blaðsíða 6

Vikan - 05.12.1985, Blaðsíða 6
Hákon Jóhannsson var um margra ára skeið kenndur við verslun sína, Sport á Laugavegin- um, en dró sig út úr rekstrinum fyrir nokkrum árum. Það er mikill munur á Þorláksmessu hjá mér nú frá því sem áður var. Þetta var erilsamasti dagur ársins og maður varð að vinna langt fram á nótt, stöðugur straumur fram að lokun. Lengi vel var opið til tólf á mið- nætti á Þorláksmessu en síöar til ellefu og það var miklu skárra. Þetta var erfiður dagur en gaman að vera í búðinni við störf og alltaf ánægju- legt að hitta viðskiptavinina. Það var ekki nema sjálfsagður hlutur að koma með smurt brauö fyrir starfsfólkið sem vann alltaf mjög vel þó mikið væri að gera. Núna, eftir að ég fór að hafa hægt um mig, reyni ég yfirleitt að fara í útreiðartúr á Þorláksmessu. Ég er búinn að taka hestana inn fyrir jól og það þarf að huga að ýmsu í sambandi viö þá. Þorláksmessan er ágætur dagur til að ríða út og þá hefur maður það rólegt og svo reyni ég að kom- ast einhvern annan dag í útreiðartúr yfir hátíðarnar. Ég er feginn að hafa haft vit á að hætta nógu snemma að reka verslunina og geta nú not- ið þess að eiga náðuga daga. Steinunn Sigurðardóttir, Ijóðskáld, rithöfund- ur og þekkt fjölmiðlakona bæði í útvarpi og sjónvarpi, ber Þorláksmessu heldur vel söguna. Ég fer alltaf í jólaglögg til Sigfúsar Daðasonar og Guðnýjar Ýrar Jónsdóttur á Þorláksmessu. Þar er alltaf gaman, maöur hittir ýmis andans stórmenni, fær drykk í góðra manna félagsskap og nýtur gest- risni þeirra hjónanna. Boðiö stendur allan daginn og maður getur komið hvenær sem er. Þetta er gamall siður og ég hef verið með í nokkur ár. Þetta er nú eiginlega það skemmtilegasta sem ég geri þennan dag. Þorláksmessan er annars hjá mér eins og hjá öllum, mikil hlaup og verið að pakka inn síðustu gjöfunum, eyða síðustu krónunni. . . Ég geri akkúrat ekkert fyrir jólin nema að laga til, ég hætti að baka til jólanna eftir að ég reyndi að baka piparkökuhús fyrir dóttur mína og það varð eins og bílskúr og þurfti að henda því. Þá hætti ég. Ég er voðalega hrifin af því að fá frekar jólaglögg hjá Sigfúsi og Guð- nýju en skötu, skata er tradisjón sem hefur aldrei verið neitt í kringum mig og skiptin tvímælalaust mér í hag. Maður fer stundum í búðir eftir jólaglöggina svo þetta er pent, afskaplega pent. Maður reynir að vera ekki alveg á perunni þegar maður er að kaupa síðustu pakkana. — Er mikið skáldaval hjá Sigfúsi og kannski einhverjir sem eiga bæk- ur á jólamarkaðinum? Já, já, það er oft. — Hefur þá einhver haft tíma til að lesa þær? Já, alltaf einhverjir en ekki venjulegar húsmæður. Ég er ekki venju- leg húsmóðir þannig að ég hef stundum lesið einhverjar þeirra. Ögmundur Jónasson, fréttamaður á sjón- varpinu, er einn þeirra manna sem geta alltaf lent í því að vinna á Þorláksmessu og þekkir því tvær hliðar á þeim degi. Þorláksmessa, já, þá er maður að pakka inn jólagjöfunum og taka til. Ég hef þann ávana að gera alltaf allt á síðustu stundu, það eru álög á manni ef maður er að pakka niður í ferðalög eða undirbúa jólahaldið. Það virðist ómögulegt að hafa það öðruvísi. Þetta er því prýðilegur dag- ur og það ótrúlega er að maður afkastar margra daga vinnu á einum degi. Þegar ég er að vinna á Þorláksmessu lendir allt sem ég á að gera á öðrum. Af Þorláksmessum undanfarinna ára held ég að ég hafi verið að vinna um það bil helminginn. Skötu borða ég aldrei, hvorki á Þorláksmessu né aðra daga. Það eru alltaf einhver hlaup og stress þennan dag á hvorum staðnum sem ég er, hér á sjónvarpinu er alltaf eitthvert boð fyrir jóhn. Ég veit hreinlega ekki hvort það er á Þorláksmessu eða einhvern annan dag, ég hef bara aldrei farið. 6 Vikan 49. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.