Vikan


Vikan - 05.12.1985, Blaðsíða 62

Vikan - 05.12.1985, Blaðsíða 62
 Draumar Syngjandi eiginmaöur Kœri draumrádandi! Fyrir nokkru dreymdi mig draum í morgunsárið. Eg mundi hann allvel og þœtti gott að tá ráðningu. Hann hyrjaði þannig að mér fannst við hjónin vera ann- ars staðar en við búum en ekki með drengina okkar með okkur. Það var vetrar- kalt, þó ekki snjór nema kannski fyrst. Ég sat inni í bíl og beið eftir manninum mínum. Ég sá hann koma sönglandi álengdar, hann var í svartri Alafossúlpu. I því gengur kona fram hjá, í mynstruðum, hálfsíðum vattjakka, fallegum, og með net fullt af matvörum. Hún strekkir handlegginn eilítið út á mótiþyngdinni. Svo var nú maðurinn minn að nálg- ast. Mér fannst hann standa álengdar og breiða út faðm- inn, syngja, tralla, tvœr lag- línur, svona ígríni. Ég sagði við konuna að hún œtti að fá hann sem skemmtikraft á nœstu skemmtun. Við brost- um báðar. Svo finnst mér fyrrver- andi bekkjarsystir mín, S, vera þarna eitthvað að tala við hann. Hún var eitthvað að dást að umhverfinu; það var lítil byggð nálœgt. Hún gekk eitthvað áfram og mað- urinn minn á eftir. Svo var þarna smáhœð eða brún og þá sá hún hermenn við vinnu eða að erfiða eitthvað. Þeir voru vel búnir, í síðum frökkum og með hjálma. Þá var eins og maðurinn minn, A, œtlaði að skjóta hana. Hann fann fyrir byssu í vas- anum. Hún mátti nefnilega ekki sjá þetta en ég heyrði aldrei hvellinn. Nœst fannst mér við vera innan um fleira fólk. A var að gá að S, en hún var farin fram hjá. Ég sat í bílnum allan tímann. Svo ketnur vinkona S að leita að A ogþau stinga sam- an nefjum og tala sarnan, sátu rétt hjá mér eins og í aftursœtinu, en þó ekki. Mér fannst ég þurfa að opna eitt- hvað til að heyra í þeim en það var vindur og kalt og eitthvað flaksaði. Ég held að ég hafi greint orðaskil betur í draumnum en ég man ekk- ert nema A minntist á hjóna- band og þá bœtti ég ein- hverju við til ítrekunar, vin- konan varð hissa og vissi ekki að A vœri giftur og sagði: Ó, ó, ó. Ég held að S hafi verið á sjúkrahúsi. Svo finnst mér við loksins koma heim, höfðum verið að versla fyrir helgina. Ég keyrði. Þetta var nýlegur og falleg- ur rauður bíll, lítill. En þeg- ar ég steig út úr bílnum var A horfinn og ég stóð ein í aðalgötunni fyrir framan húsið okkar (í raunveruleik- anum). Ég var í slitinni vatt- kápu, innri ermarnar niður úr þeim ytri, var kalt og hugsaði að nú þyrfti ég að bera vörurnar ein inn — og œtlaði fyrst að fara að opna. Vonast eftir ráðningu. Vera. Ráðning þessa draums er af- skaplega vandasöm eins og þér er væntanlega fuUljóst. Með þeirri viðbót sem ekki er birt er jafnvel enn varasamara að túlka draum- inn mjög eindregið en þar sem draumráðanda grunar að þú kjós- ir mjög ljósa og undanbragða- lausa ráðningu skal það gert að því leyti sem gerlegt er. Ef litiö er á drauminn í heild sinni er hann góður og niðurstaða hans jákvæð, sennilega fyrir ykkur bæði, að minnsta kosti fyrir þig. En í hon- um eru einnig smærri tákn sem benda til þess að þessi jákvæða niðurstaða fáist ekki átakalaust og það taki nokkurn tíma áður en ölll kurl eru komin til grafar. Tvennt er sterkast í þessum smærri sögum innan draumsins, það eru annars vegar einhver átök vegna peninga, sennilega svipt- inga í peningamálum þar sem stórar upphæðir breyta um eig- endur. Þú ættir aö geta unað nokk- uð þokkalega við þinn hlut þegar upp er staðið en sennilega muntu telja eftir á að þú hafir tekið áhættu og fleiri hafa án efa gert það. Svo kemur fram nokkuð harðvítug barátta, valdabarátta, ef til vill milli ykkar hjónanna. Það er bæði óréttlæti og slúður sem spilar inn í að til baráttu kem- ur. Það virðist vera betra ástand í tilfinningamálum og ef spurningin er um tryggð og ást er niðurstaðan að ástandið er skárra í þeim efn- um ykkar á milli en hvort um sig heldur. Ef þú hefur metnað á ákveðnu sviði skaltu leggja rækt við hann, þessi draumur bendir eindregið til að þú skulir ekki láta sjálfa þig sitja á hakanum þó þú berir (rétti- lega) hag annarra fyrir brjósti. Þú kannt að sjá fram á einhver átök vegna þessa metnaöar en fyr- irstaðan mun verða minni en þú gerir ráð fyrir þegar á reynir og þú munt ef til vill fá stuöning úr óvæntri átt. Draumurinn bendir til þess að heppilegt sé að fara varlega þegar fjármál og samkeppni eru annars vegar, án þess endilega að það þýði að þú þurfir að láta undan. Þú munt verða hissa á hvað eigin- maðurinn þolir miklu meira en þú ætlar honum af sveiflum í sam- skiptum ykkar og sennilega er hann traustari og óhagganlegri en þú hafðir haldiö. Flutningur Draumur: Mérþótti ég vera að skipla um húsnœði og eiga 10—12 mánuði í að geraþað íbúðar- hœft sem við tœki, en þurfa að rýma núverandi bústað undireins. Ég var kominn með allt mitt fólk (þrjú börn eins og ég á) og hafurtask að hús- nœði sem ég hafði einu sinni, gamalli, lítilli tveggja her- bergja íbúð. Ibúar hennar voru þá albúnir að flytja úr henni og voru að elda sína síðustu kvöldmállíð á þessum stað. Við lögðum fjölskyldunni lið við mat- seldina af því hún för svo vit- lausl að, en síðan fórum við að huga að því hvernig við gœlum skipulagl okkar iil- vist á þessum slað. Þá kom í Ijós að íbúðin var nokkuð breytt frá því við vorum í henni, að því leyti að kom- inn var nýr inngangur með liilu viðbótarherbergi og þar að auki skot sem vel mátti hólfa af og gera að brúklegri skonsu þannig að vistar- verurnar yrðu alls fjórar. Þegar hér var komið hafði fjórða barnið bœst í hópinn, á að giska 10—12 ára strákur sem ég þóttist ýmist eiga eða vœri sonur fólksins á hœðinni. Alli í einu kemur frúin á hœðinni, eigandi íbúðar- innar, og segirþað misskiln- ing að við eigum að fá þessa íbúð á leigu heldur eigi synir hennar tveir að fá hana. ,,Þið getið farið á númer 8, ” sagði hún. ,,Þar er íbúð til leigu á 30 þúsund á mánuði. ” Ég hló við þessum upplýsingum og sagði að með þeirri leigu yrðu gott betur en 10—12 mánuðir þar til við flyttum aftur í okkar eigið en þennan kjaltara áttum við að fá fyrir 8 þúsund á mánuði. Við héldum svo áfram að hreiðra um okkur í kjallaranum í trássi við konuna og ég man að ég œtlaði að vera þarna meðan ég þyrfli með mitt fólk. Síðasta atriði draumsins var það að við sátum í kennslustund á efri hœð þessa sarna húss þegar inn kom drengurinn fyrrnefndi og var þá sonur konunnar á hœðinni en ekki minn. Hann gekk til mín hýr á svip og rétti mér vœna sneið úr hringlaga rjómaköku á diski. Kakan var afbragðs góð, tveggja laga með ein- hvers konar rauðu ávaxta- hlaupi í milli og ríkulega af rjóma. Draumur þessi bendir til ein- hverra breytinga á lífi þínu sem eru þess eðlis að þú verður að sýna ýtrustu varkárni gagnvart einhverjum sem málinu tengjast. Þú átt um tvo kosti að velja, ann- ars vegar þann sem þér finnst fýsilegri og kostar þig ekki neinar fórnir, er skynsamlegur en færir þér ekki nein ytri virðingarmerki. Þennan kost er verið aö reyna að taka af þér og þú mátt búast við að verða boðið eitthvað reglulega fýsilegt ef þú værir aö leita að mannvirðingum út á við, en það gæti jafnframt orðiö þér dýrkeypt og því gerir þú þér grein fyrir, þannig að þú heldur þínu striki og beitir þér rækilega í að halda þeim kosti sem þér fellur betur. Þú gefur lítið fyrir viðurkenningu þeirra sem þér finnst ekki verðir þess að veita þér hana. í þessum sviptingum geturðu átt von á óvæntri viðbót við daglegan eril, viðbót sem þú tekur með jafnaðar- geði og finnst stundum að sé þér góð en stundum veistu ekki hvort svo muni verða. Undir lok draumsins kemur hins vegar í ljós að þetta aukalega (sem þú setur ekki á oddinn í lífinu) á eftir að færa þér skemmtun og jafnvel fjárhagslegan hagnað. bx Vikan 49. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.