Vikan


Vikan - 05.12.1985, Blaðsíða 58

Vikan - 05.12.1985, Blaðsíða 58
svo stíf á meiningunni að ekki sé ráð- legt að nefna andstöðu sína við fyrir- ætlan hennar. Þá kemur Hlunki í hug ungi maður- inn í kagganum meö frú Mimm og hann spyr Sparks hvort það sé sá sem hún hyggistgiftast. — Ó, nei, segir hann. — Það er Gregorio Ferrone, greifi af gömlum, ítölskum aöalsættum. Frú Mimm hitti hann í New York í fyrrasumar og bauð honum hingað sem gesti sínum. — Mér skilst, segir Sparks, að hann sé i þann mund að stofna til hjónabands sem muni veröa honum einkar hagkvæmt. Ég held ekki, segir hann, að grerfinn sé í neinum umtalsverðum álnum. — Hann er afar ókurteis, segir Hlunkur. — Og mér finnst hann ekki tala eins og útlendingur. Það var engan hreim hjá honum og heyra þegar hann kallaöi mig feitt fífl. Ég fyrir mina parta afgreiði hann sem ónytjung. Ja, segir Sparks, ef satt skal segja er ég sammála síðasta ræðumanni. Greifinn á það til að vera ansi snöggur upp á lagiö, sérstaklega við þjónana. Hann segist hafa búið I þessu landi af og til i mörg ár svo kannski hefur hann tapað hreimnum. Raunar virðist frú Mimm ekki vita mikið um hann. Því næst segir Sparks við Hlunk að ekki sé til þess ætlast að hann geri nokkurn skapaðan hlut fyrr en sá timi kemur að hann skuli leika jólasveininn kvöldið eftir. Hlunkur leggur því á rölt og dáist að því sem fyrir augu ber á Palm Beach. Kemur hann að lokum á sendna sjávar- strönd og ber þar fyrir augu hans á afviknum staö yndisfríöa dömu, á að giska átján ára, sem grætur eins og hjarta hennar ætli að bresta. Nú, ef það er nokkur hlutur sem Hlunkur fær ekki afborið þá eru það örvinglaöir kvenmenn. Þvi gengur hann til hennar, drepur hönd á öxl hennar og segir sem svo: — Fröken litla, ert þú I einhverjum vandræðum? — Já, það er ég, svarar hún. — Hver ert þú? — Ja, segir Hlunkur. — Ég er jóla- sveinninn. — Ónei, svarar hún. — Jólasveinn- inn er ekki til. Það veit ég betur en nokkur annar í heiminum. Og þar að auki, segir hún, — hvar er skeggið ef þú ert jólasveinninn? Hlunkur útskýrir þá að hann eigi að vera jólasveinn fyrir frú Mimm annað kvöld en um leiö og hann nefnir nafn frú Mimm setur að ungu dömunni enn- þá meiri grát en fyrr. — Þaö er frú Mimm sem öllum mínum vandræðum veldur, segir hún. — Frú Mimm stal honum Johnny mín- um frá mér og nú verö ég að giftast Gregorio greifa. Ég hata hann, jafnvel þótt hann sé greifi. Frú Mimm er forn- gripur og ég vil fá hann Johnny minn. Hún heldur áfram aö gráta og þarna stendur Hlunkur og leggur saman tvo og tvo og sér aö upp kemur nýr flötur á málavöxtum þeim sem þjónninn Sparks sagði honum frá. — Svona, svona, segir hann. Mér er satt að Johnny stigi ekki i vitiö. Þerraðu nú tárin og hugsaöu ekki um þetta meira. Nú, við þetta hættir hún gráti sin- um og starir á Hlunk sem veitir þvi eftir- tekt að augu hennar eru mild og brún og hann veitir þvi ennfremur eftirtekt að hún er fönguleg svo orð er á ger- andi. Hlunkur er nefnilega mjög eftir- tektarsamur — jafnvel þó hann sé feitur. Að lokum segir hún: — Auðvitað stígur Johnny ekki i vit- ið, það vita allir. Frómt frá sagt vita allir að hann er algjör imbi, en, segir hún, hvaða máli skiptir það? Ég elska hann. Hann er agalega sætur og ferlega skemmtilegur. Ég elska hann alveg upp á trilljón. Sértu jólasveinninn, gefðu mér þá Johnny í staöinn fyrir hraðbátinn sem pabbi ætlar að gefa mér. Ég vil fá hann Johnny minn. Ég vona að frú Mimm detti niður dauð. Eykst nú gráturinn á ný og Hlunkur heldur áfram aö klappa stúlk- unni á öxlina og segir: Hérna, hérna, hérna, svona, svona, svona, og að lok- um lætur hún sefast og Hlunkur nær að átta sig betur á sögu hennar. Þetta er einföld ástarsaga og Hlunkur hefur heyrt margar slíkar um dagana því að feitir náungar eru alltaf að heyra ástar- sögur þó þeir hafi engar að segja sjálfir. Þannig er mál meö vexti að þau Johnny höfðu lent í hörkurifrildi kvöld eitt i New York því hún vildi fara i Storkaklúbbinn en hann í El Morocco. Voru stór orð látin falla og skildu þau i fússi. Því næst veit hún ekki fyrr en hann er staddur á Palm Beach og frú Mimm komin með hann í dauðafæri. Þá birtist þessi Gregorio greifi og mamma hennar og pabbi komast að þeirri niöur- stöðu að það væri snjöll hugmynd að hún giftist honum og gæfi þeim þannig átyllu til aðfá sér villu á (taliu. Nú, jæja. Hún sem sagt samsinnir þessu þar sem hún er enn sár út í Johnny en þegar foreldrar hennar taka hana með sér yfir veturinn til heimilis þeirra á Palm Beach og hún kemst aö því að samband Johnnys og frú Mimm er komiö á hættulegt stig harmar hún ákvörðun sina og ráfar öllum stundum um strendurnar ein með sjálfri sér. Reyndar segir hún aö heföi Hlunk ekki borið að þennan tiltekna dag væru allar líkur á þvi að jaröneskar leifar hennar hefði nú þegar rekið til hafs. Hún hefur nefnilega frétt eftir skart- gripasala á Worth-breiðstræti að Johnny hafi nýveriö fest kaup á demantshring meö ferningsslípuðum steini á stærð við baömottu og hún veit aö hann hlýtur að vera jólagjöf handa frn Mimm. Og ef satt skal segja hefur hún heyrt að frú Mimm hafi valið hann sjálf og undirstungiö skartgripasalann um að telja Johnny á að kaupa þennan hring. Ennfremur hefur hún heyrt að frú Mimm ætli að opinbera trúlofun sina og Johnnys í jólaveislunni. — Og, segir hún, ég mun neyðast til að sitja undir þessu þvi Gregorio greifi er gestur hennar og mamma og pabbi ætla að það yrði talið undarlegt ef ég léti ekki sjá mig. Auk þess, segir hún, þoli ég ekki aö neinn viti aö ég sé svona niðurdregin yfir Johnny. En ekki veit ég af hverju ég er að segja þér þetta nema það sé vegna þess að þú ert feitur og hefur góðlegt andlit. Þegar hér er komiö sögunni er Hlunkur oröinn nokkuð óþolinmóður yfir þessum táraflaumi svo hann skiptir um umræöuefni. Stúlkan segist heita Betty Lou Marver en pabbi hennar er enginn annar en bílajöfurinn Junius X Marver. Hún segir að allir á Palm Beach séu hræddir við frú Mimm því hún eigi til að sjóða saman ýmsar kynlegar sögur um þá sem henni sé í nöp við og enginn þori að láta sig vanta í veislurnar hennar, sér i lagi jólaveislurnar. Betty Lou segir að það séu áraraðir síðan nokkur hefur haldið einkaveislu á Palm Beach á jólunum þvi að frú Mimm lætur alla koma með gjafirnar í sína veislu og þar lætur hún sinn eigin jólasvein deila þeim út. Betty Lou segist vera glöð yfir að þau skuli ekki geta komið með hrað- bátinn þangaö og það er Hlunkur einnig þegar hann ihugar málið. — Jæja, fröken litla, segir Hlunkur að lokum, vertu nú væn og hættu að hugsa um þennan Gregorio greifa. Ég hef sjátfur allnokkuð verið að velta þeim náunga fyrir mér frá þvi að hann kallaði mig feitt fífl og ég skal sjá um hann. En, segir hann, ég fæ ekki séð hvað ég get gert varðandi hann Johnny þinn og frú Mimm og ef hann er slíkur þurs að taka hana fram yfir þig ertu kannski betur komin án hans. Gleðileg jól, fröken litla, segir hann. Gleðileg jól, sveinki, segir Betty Lou og Hlunkur heldur áfram rölti sínu eftir ströndinni og óskar þess að hann væri yngri og 200 pundum léttari. Líður nú að aöfangadagskvöldi. Bleikuvötn eru öll uppljómuð rétt eins og einhver paradísargarður og á veröndinni miðri er jólatré á hæð við kirkjuturn. Allir gosbrunnarnir eru i gangi, lýstir upp með marglitum Ijós- um, tvær hljómsveitir leika og tekur önnur við jafnskjótt og hin hættir. Lagt hefur veriö á langborð undir berum himni. Ef satt skal segja er þetta eins fagurt á að lita og hugsast getur og mjög jólalegt nema hvaö það er ansi heitt. Þegar gestirnir fara að tinast að fer Sparks yfirþjónn með Hlunk i jóla- sveinagervinu inn í bókaherbergið sem snýr út að veröndinni og veitir honum þar lokatilsögn. Þannig er mál með vexti að fyrsti hluti veislunnar er ætlaður börnum nágrannanna og seinni hlutinn hinum fullorðnu. Hangandi á jólatrénu á ver- öndinni og í hrauk við fót þess eru fjöl- margir pakkar sem innihalda gjafir til smáfólksins og Sparks gerir Hlunki grein fyrir því að hans hlutverk sé að dreifa þessum pökkum. A boröi í bókaherberginu er dálítill bögglastafli og Sparks segir að þegar Hlunkur hafi lokið við aö dreifa gjöfun- um til barnanna skuli hann snúa aftur til bókaherbergisins og setja þessa litlu pakka í jólasveinapokann sinn. Því næst eigi hann að fara út og taka sér stöðu við tréö. Þá á hann aö tína fram pakkana einn í einu, lesa nöfnin sem skrifuö eru á þá og rétta þá viðkom- andi. — Þú veröur að fara mjög varlega með þessa litlu pakka, segir Sparks. — i þeim eru gjafir eiginmanna til ástkærra eiginkvenna og öfugt, frá einu krúttinu til annars og svo framvegis. Vel má vera aö í bögglunum sé eitt og annaö verðmætt glingur, segir hann. Síðan skilur Sparks Hlunk einan eftir í bókaherberginu meðan hann fer út að aðgæta hvort allt sé tilbúið fyrir komu jólasveinsins og Hlunkur sér hann í gegnum franska gluggann sem snýr út að veröndinni þar sem hann er á þönum i veisluglaumnum. Og þar sem Hlunkur hefur ekkert að gera þangað til Sparks kemur aftur tekur hann til við að skoða pakkana og hugsar með sér að ef hann ætti andvirði þessara gjafa gæti hann likast til gefið veöreiðar upp á bátinn og jafnvel fundið sér laglega unga dömu eins og Betty Lou til að elska sig. Hann sér Betty Lou úti á verönd- inni ásamt unga manninum sem hann veit nú að heitir Gregorio og er greifi. Hann sér að hún er allniðurdregin. Svo sér hann frú Mimm með hávaxinn ung- an mann, Ijóshærðan, á hælum sér og hann ályktar að þar muni kominn Johnny Relf sem Betty Lou er að skæla yfir og Hlunkur hugsar með sér að ef dæma megi af útlitinu hljóti Johnny aö vera hálfgerður grautarhaus. Loksins kemur Sparks aftur og seg- ir allt til reiöu. Hlunkur fer út á verönd- ina, hringlandi ótal jólabjöllum og send- ir hverri hræðu geislandi bros. Hljóm- sveitirnar leika og börnin reka upp hvell gleðióp. Það er enginn vafi að Hlunkur hefur slegið i gegn meöal barnanna sem jólasveinn og mörg þeirra vilja halda i höndina á honum. Er Hlunkur hefur staðiö hjá trénu i klukkutíma við aö kalla upp nöfn tekur hann að lýjast. Og það sem verra er, hann fer að gerast ögn hvefsinn út i litlu angana, sérstak- lega þegar sumir sækja það fast að toga i skeggiö á honum og litlir strákar fara að sparka í ökklana á honum til að at- huga hvort hann sé lifandi. Við og við hvarflar aö Hlunki að Roosevelt hafi haft á réttu að standa þegar hann boð- aði uppskiptingu og jafnari dreifingu auösins. Ef satt skal segja veröur Hlunkur svo hvefsinn að hann tekur til að stiga í laumi á litlar tásur hér og hvar, slysast svona til þess viljandi. Sársaukakvein barnanna nísta menn i hjartastað og veröa til aö mörg þessara barna hætta að trúa á jólasveininn. Nú, jæja. Að lokum losnar hann við öll litlu börnin og barnfóstrurnar leiða þau á brott. Aðeins hinir fullorðnu verða eftir og er það sannarlega glæst- ur fagnaöur, allir i samkvæmisklæðnaði að dansa og drekka kampavin. Hlunkur hverfur aftur til bókaherbergisins og þegar Sparks kemur aftur aö hjálpa honum aö hlaða á sig litlu pökkunum segir Hlunkur viö hann sisona: — Sparks, hver af giftu mönnunum í þessari veislu er manna afbrýðisamast- ur? 58 Vikan 49. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.