Vikan


Vikan - 05.12.1985, Blaðsíða 18

Vikan - 05.12.1985, Blaðsíða 18
Manni er ráðlagt að fara varlega um jólin því þá er jólaösin hjá árásarmönnum. Það sama er sagt um páskana. Öllu ætti þó að vera óhætt í dag. Það er enginn hátíðisdagur. i New York. — Lýsandi myndasaga eftir einn af skólafélögum Svölu i Pratt skólanum myndlistarnámi í skóla sem heitir Pratt Institute og er í Brooklyn. Skólinn er á mörkum fátækra- hverfisins Bedford Stuvesant. Þar virtist sem jólin væru aöallega hátíð gripdeildarmanna. Þaö var verulega varasamt aö vera á ferli eftir myrkur. Og ég gekk oftast í yfirhöfn sem var svo léleg að ég leit út fyrir aö vera líkleg til að ræna næsta mann. Þessi ofbeldis- ógnun er þrúgandi til lengdar en ég lét mig hafa þaö aö búa þarna í tvö og hálft ár vegna þess aö skól- inn er sá skásti sem völ er á í greininni á austurströnd Banda- ríkjanna. Það liggur viö að maður verði aö taka afstöðu til þess hvort maöur er tilbúinn til að deyja fyrir listina. Ég bjó á vist og flestir Ameríkanarnir fóru heim til sín þannig að á jólunum umgekkst ég aðallega brasilíska kunningja mína. Viö buðum hvert öðru í mat og svoleiðis. Mér var boðið í salt- fisk. Þau matreiöa saltfisk þannig að hann verður hátíðamatur og því hefði ég ekki trúaö að óreyndu. Með þessum brasilísku krökk- um fór ég líka á söfn. í New York eru söfn sem hægt er aö skoða aftur og aftur og sjá alltaf eitthvað nýtt. Þannig er Metropolitan-safn- ið. Þar eru til dæmis pastel-mynd- ir eftir Degas sem ég gæti hugsað mér að skoða á hverjum degi það sem eftir er ævinnar. Frick Collection er líka safn sem er með frábærar myndir frá fyrri tímum. Jólin hjá fólkinu í hverfinu, sem ég bjó í, voru mjög kristileg sýnd- ist mér. Fólk, sem hversdagslega var fátæklega til fara, fór upp- dressað í kirkju á sunnudögum. Það er svo mikið rótleysi í þessari borg að hjá mörgum er kirkjan eins konar kjölfesta tilverunnar. Kirkjan og aðrir í söfnuðinum eru miðpunkturinn. Það er líka mikil tónlist og safnaðarstarf í þessum kirkjum, sýndist mér. Margt af svörtu popptónlistarfólki hefur fengiö tónlistarmenntun sína hjá kirkjunni. Það er aðallega svart fólk sem býr í þessu hverfi og svo Puerto Ricanar, fátækasta fólkið. Þarna er ungt, reitt fólk sem samfélagið hefur í raun afneitað. Það lítur á rán sem sjálfsagöa sjálfsbjargarviðleitni. Þarna eru vímugjafar alls konar líka mjög algengir, heldur niðurdrepandi umhverfi til lengdar. Verslun blómstrar í New York í kringum jólin eins og alls staðar — og þá ekki síður þjófnaðir í kringum það allt. Búðargluggar eru skreyttir og í sumum verslun- um mætti halda að um myndlist- arsýningar væri að ræða. En jólin í New York eru ekki svona fjölskylduhátíö eins og hér. Það er þakkargjöröardagurinn sem er síðasti fimmtudagur í nóvember sem er fjölskylduhátíð ársins. Þá sést varla nokkur úti við, allir heima að borða kalkún. Jól í Taos, IMýju-Mexíkó Annars var ég líka nokkrum árum fyrr yfir jól í Taos í Nýju- Svala Sigurleifsdóttir: ,,Ég fékk vott af sektarkennd þegar ég fór að hugsa um hvað ég var ofboðslega litið einmana á þessum jólum úti i New York." 18 Vikan 49* tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.