Vikan


Vikan - 05.12.1985, Blaðsíða 72

Vikan - 05.12.1985, Blaðsíða 72
 Ást viö jarðarför Hœ, kœri Póstur! Ég vil fgrst bgrja á því aö þakka frábœrt blad. En samt finnst mér aö það mœtti koma meira af viðtölum, til dœmis við Bubba, Kristján Arason eða þgdd viðtöl ár Bravo blöðunum. Jœja, þetta er samt ekki það sem ég œtlaði að spgrja um. Þannig er að ég er alveg að drepast úr ást á strák sem á heima á S. en ég uppi í sveit, langt frá honum. Ég sá hann við jarðarför, það var verið að jarða gamla konu sem ég þekkti. Hún var ætt- uð úr sveitinni minni og bjó þar í mörg ár en fluttist svo til Regkjavíkur og afþví var hún jörðuð hér í sveitinni. Jœja, strákurinn var við jarðarförina en ég vissi ekk- ert hver hann eða aðrir voru nema einn maður sem var fósturbarn konunnar, en mamma og pabbi þekktu alla nema börnin og unglingana. Þegar verið var að bera kist- una út úr kirkjunni hélt hann á blómunum og ég horfði á hann og tók ekki eft- ir neinu nema honum. Þegar hann leit svo óvart á mig roðnaði ég og varð eins og karfi í framan, en hann leit snöggt við aftur og horfði svo fast fram aftur eins og hann hefði farið hjá sér. Heldurðu að hann sé hrifinn af mér eða bara hafi orðið feimiim að lála bláókiuuiuga stelpu horfa svona á sig? Síðan horfði ég á hann þar til hann fór heim. Síðan hringdi maðurinn, sem ég skrifaði um áðan, og mamma spurði hann hvaða strákur þetta hefði verið. Hann sagði að þetta vœri elsta barnabarn gömlu kon- unnar. Þegar ég vissiþað (ég fékk að vita hvað hann heit- ir) þá féll ég alveg fyrir hon- um og elska hann alveg út af lífinu. Það er alveg sama hvað ég sé marga stráka og reyni að hugsa um þá, ég hœtti aldrei að hugsa um hann. Á ég að skrifa honum eða hringja í hann. Ég veit hvar hanti á heima og við hvaða götu og ég veit líka símann hjá honum. Ég er 15 en hanti er 17. Lísa. Pósturinn telur að þaö geti nú varla verið að strákurinn hafi náð að verða mjög hrifinn af þér þarna við jarðarför ömmu sinnar. Senni- legra er að hann hafi bara farið svolítið hjá sér við augnaráö þitt. En það er ekki þar með sagt að hann geti ekki orðið skotinn í þér, þó að fjarlægðin sé mikil. Póstur- inn heldur að þú ættir bara að skrifa honum. Þið getiö síðan skrifast á og það orðið upphafið að nánara sambandi. Hvað er hægt aö gera viö lærapokum? Elsku hjartans hjálplegi Póstur! Ég er hér ein í miklum erf- iðleikum. Þannig er að ég er ttieð svo ttiikla lœrapoka og get ekki fundið neitt við því. Ég hef heyrt að það sé gott að drekka mikið vatn en ég kúgast alveg efég drekk vatn því mér finnst það svo vont. Kœri Póstur, geturðu bent mér á hvað ég á að gera? Er hœgt að láta eitthvert tœki taka þetta? Ég las utn ein- hverjar spiksugur. Hvar er hœgt að láta gera það? Svo er líka annað, ég er svo kið- fœtt. Hvað á ég að gera við því? Hvert á ég að leita hjálpar? Eg get ekki farið til heimilislœknisins míns (af vissum ástœðum). Elsku hjálparhellan tnín, viltu birta þetta bréf? Ekki henda því, mér líður svo illa og er svo feimin við að fara í reið- buxur (stunda hesta- mennsku). Og er ég ekki of þung, 168 ctn á hœð og 55 kg? Ég er búin að reyna megrun, það gengur ekki. Jœja, þá kveð ég og treysti á hjálp. Ein 13 ára. Pósturinn minnist þess að hafa lesið um það að í Bandaríkjunum og ef til vill víðar sé farið að nota einhver tæki til að soga burtu fitu úr vefjum, og talið einkar heppi- legt á svona lærapoka. Pósturinn veit ekki til þess að farið sé að gera þetta hér en heldur þó ekki. Þetta er reyndar ekki eins mikið kraftaverkatæki og halda mætti. Pósturinn sá myndir af konu sem hafði fengið svona meðferð, fyrir og eftir, og munurinn var ekkert óskaplegur. En til þess að fá aö vita nánar um þetta þá verður þú eiginlega að tala við lækni, og eins með fæturna. Það er hugsanlegt aö hægt sé að bæta það eitthvað með því að gera æfingar og jafn- vel með skurðaðgerð ef þetta er mjög alvarlegt. En um það getur læknirinn einn sagt. En það sem þú getur gert sjálf er að fara í megrun og þaö þýöir ekkert að af- saka sig með því að það sé ekki hægt. Það geta allir farið í megrun sem vilja það nógu mikið. Hins vegar er ekki víst að lærapokarnir hverfi alveg þó þú farir í megrun. Þeir minnka þó áreiðanlega. Mál- ið er þá líka að reyna að klæða sig rétt, alls ekki í þröng föt og alls ekki í föt sem eru áberandi fyrir neðan mitti. Vertu í víðum og lát- lausum buxum og pilsum og frek- ar í einhverju fallegu aö ofan. Máliö er að það er enginn fullkom- inn, meira að segja ekki þessar allra sætustu, en aðalatriðið er að gera þaö besta úr því sem maður er, ekki satt? Tvær hrifnar af kennaran- um Elsku Póstur. Vildirðu vera svo góður að svara þessu af því að við getum ekki spurt neinn ann- an. Við erutn hérna tvœr vin- konur setti erutn svo ofsalega hrifnar af kennara okkar, en þannig er mál meö vexti að við erutn feimnar við hann. Það er 12 ára aldursmunur á okkur og honum. Hvað finnst þér að við eigum að gera? Það er pottþétt að við segjum honum ekki frá því. Við erum í gagnfræðadeild. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Tvœr í vanda. Pósturinn heldur að þetta hljóti að vera býsna vonlaus ást. Fyrir það fyrsta er hann einn, þiö tvær. Hvernig ætlið þiö að skipta honum á milli, þó ekki væri nema það eitt? En svo er hann nú svo miklu eldri, stelpur mínar, algjört gamalmenni miðað við ykkur. Að vísu er Karl Bretaprins líka 12 árum eldri en Díana en það er ekki sama hvort fólk er 24 ára og 36 ára eða 14 ára og 26 ára. Þið skuluð halda áfram aö þegja yfir þessu, stelpur mínar, hafa þetta bara svona sem smáleyndarmál fyrir ykkur, og fyrir alla muni ekki gera neitt i málinu sem gæti vald- ið einhverjum vandræðum, hvort sem er fyrir ykkur eða hann. Hvaö get ég gert við hár- vöxt í andliti? Kœri Póstur. Ég er með eitt vandamál. Það er að ég er með svo mik- ið afhárum í framan. Er hægt að láta fjarlœgja þau án þess að þau vaxi aftur? Ef ekki, hvað er hœgt að gera? Iitinn hárvöxt má fjarlægja meö því aö plokka hárin eöa bera vetnisperoxíð (fæst í apóteki) á þau til að lýsa þau. En besta ráðið til að láta fjarlægja hárin var- anlega er að fara á snyrtistofu. Þetta er mjög algengt vandamál og á snyrtistofunum eru víða til góð rafmagnstæki til að fjarlægja og stöðva óæskilegan hárvöxt. Auglýsing en ekki grein Halló Póstur! I síðustu Viku las ég grein um Elancyl brjóstameð- ferðina en þú gleymdir alveg að nefna hvar þetta fœst og hvað þetta kostar. Þarfað fá þetta hjá einhverjum sér- stökum mönnum eða getur maður labbað inn í búð og keypt þetta. Vonast eftir svari í nœstu Viku. Vegna hins langa vinnslutíma, sem er á Vikunni, reyndist ekki unnt að birta svariö við bréfinu fyrr en nú. En það skal skýrt tekið fram að „greinin” um Elancyl brjóstameðferðina er alls ekki grein heldur auglýsing. Hún er Póstinum aigjöriega óviðkomancf Og til- viljun að hún lendir viö hliðina á áðu Póstsins. 72 Vikan 49. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.