Vikan


Vikan - 05.12.1985, Blaðsíða 28

Vikan - 05.12.1985, Blaðsíða 28
Popp Ingólfur S. Guðjónsson. Texti og myndir: Halldór Lárusson Richard Scobie. Rikshaw: Tilalls líklegir Þeir eru ólíkir öðrum starfandi popphljómsveitum á ís- landi. í fyrsta lagi syngja þeir öll lög á ensku. Ástæðan fyrir því er sú að söngvarinn er amerískur og sökum þessa fær maður þá tilfinningu þegar horft er á þá að þeir séu ekkert endilega íslenskir. Þeir flytja líka eingöngu frumsamin lög, koma eingöngu fram sem hljóm- leikaband og þeim er full alvara með þvi sem þeir eru að gera. Meölimaskipan hefur veriö sú sama frá upphafi og þeim hefur tekist að skapa um sig ákveðna dulúð sem gerir þá spennandi i augum fólks. (Ég veit af eigin raun að það er auðveldara að ná I forseta þessarar þjóðar en meðlimi Rikshaw.) Svo má líka fylgja með að þetta eru ekki ein- hverjir heilalausir tónlistargæjar eins og fólk heldur oft um meðlimi þessarar stéttar. Það er nefnilega svo að einn þeirra er á fjórða ári í lögfræði, annar stundar nám í sálfræði og enn einn er fyrrverandi bankauppi. Af þessu má sjá að Rikshaw er geysilega eftirtektarverð hljómsveit sem á eftir að láta mikið að sér kveða í framtíöinni ef að líkum læt- ur. I tilefni af því að hljómsveitin fer að senda frá sér sina fyrstu plötu skulum við renna yfir feril hennar. Upphafið Hljómsveitin Rikshaw var stofnuð 28 Vikan 49. tbl. fyrsta júní nítján hundruð áttatiu og fjögur af þeim Ingólfi S. Guðjónssyni (hljómborð), Sigurði Gröndal (gítar), Richard Scobie (söngur), Degi Hilmars- syni (bassi) og Sigurði Hannessyni (trommur). Sigurður er nú hættur í hljómsveitinni. Það varð strax stefna hljómsveitar- innar að helga sig eingöngu tónleika- haldi og láta þar meö hinn islenska sveitaballamarkað alveg vera. Þetta var ekki ákveöið af neinni stórmennsku heldur höfðu menn bara ekki áhuga og auk þess nóg af böndum til að bítast um markaðinn. Þegar eftir stofnun hljómsveitarinnar hófust langar og strangar æfingar sem stóðu í nokkra mánuði og það var ekki fyrr en 23. nóv- ember sem Rikshaw kom fyrst fyrir al- menningssjónir, það var nánar til tekið á skemmtistaðnum Safari og þó að þetta væru fyrstu hljómleikar sveit- arinnar var troðfullt hús, 450 manns, og viðtökur áhorfenda betri en nokkur þeirra félaga þorði að vona. Strax eftir þennan fyrsta konsert urðu strákarnir varir við góðan meðbyr og áhugi ís- lensku plötufyrirtækjanna lét ekki á sér standa. Þegar farið var að ræða málin bar mikið á milli og endirinn varð sá að stefna Rikshaw samræmdist ekki stefnu íslensku plötufyrirtækjanna og ekki er meira um það að segja. En æfingar halda áfram inni við sund- in blá og sömuleiðis halda þeir hljóm- leika í nokkrum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu við Ijómandi und- irtektir og stöðugt kallar Rikshaw á meiri og meiri tíma meölima sinna sem hlýða kallinu og láta þar með aðra hluti, sem „venjulegu" fólki finnst skipta meira máli, sitja á hakanum, til dæmis aö lifa eðlilegu lifi. I vor kom hljómsveitin fram á krýn- ingarkvöldi ungfrú Islands og var í framhaldi af því boöið að koma og spila á hinum þekkta skemmtistað i London, Hippodrome, sem þeir að sjálfsögðu þáöu. Það var svo 27. mai sl. sem Rikshaw Dagur Hilmarsson. -X
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.