Vikan


Vikan - 05.12.1985, Blaðsíða 66

Vikan - 05.12.1985, Blaðsíða 66
Ekki svissneskt-franskt, þýskt eða ítalskt, en við því væri frekar að búast af konu sem fæddi barn í Sviss.” ,,Sá möguleiki er vitanlega fyrir hendi að svissnesk, frönsk, þýsk eða ítölsk kona hafi geflð upp rangt nafn, ef til vill nafn útlendings, ef til vill nafn föður barnsins.” Það heyrðist þurr hósti. ,,Á fæðingarvottorðinu stendur að faðerni sé óþekkt. ’ ’ Hann hló aftur eins og af- sakandi. ,,En ef þetta er rétt nafn gæti móðirin verið ensk, skosk, velsk eða írsk. Hún gæti verið kanadísk, bandarísk, suður-afrísk eða áströlsk. Eða hún gæti verið frá einhverju sam- veldislandanna, til dæmis Kenya, eða jafnvel frá enn minna svæði eins og Hong Kong. Ég hringi aftur um leið og ég fæ frekari fréttir. ,,Þú ert lögreglumaður, er ekki svo?” Maðurinn kinkaði kolli. Gömul, hrukkótt kona opnaði dyrnar og vísaði honum inn í tóma, ofupphitaða stofu. ,,Ég veit ekki hvort ég get hjálp- að þér, ungi maður, en eftir því sem þú sagðir í símanum er eitt þér í hag. Samkvæmt svissnesk- um lögum verður að geyma bók- haldsbækur í tíu ár. Bækur mannsins míns sáluga ná allt aft- ur til ársins 1927 þegar hann opnaði sína eigin stofu. Ég sá um bækurnar, þannig kynntumst við. Ég giftist húsbóndanum!” Hún hló hásum hlátri og spæjar- inn brosti uppörvandi. ,,Ég get náð 1 þær upp á loft en þó ekki í dag því í dag er einn af slæmu dögunum mínum. Þú segist vera að reyna að hafa uppi á týndri manneskju . . . barni sem mað- urinn minn tók á móti. Þú segir 15. október 1949? Stúlkubarni, segir þú, sem komið var í fóstur hjá konu í Chateau d’Oex, Ma- dame Dassin?” Hún hnyklaði brýrnar en hleypti þeim síðan skyndilega og í ljós komu ótrúlega skær dökk augu. ,,Ég þarf ekki að gá að því í bókunum. Ég man það mjög vel vegna þess að stúlkan var svo ung. Hún var enn í skóla — og vegna þess að hún borgaði ekki reikninginn.” „Borgaði hún ekki reikning- inn?” ,,Nei, það voru fjórar aðrar' stúlkur sem borguðu reikning- inn. Ég held að þær hafi allar verið í l’Hirondelle, en þeim skóla var lokað fyrir tíu árum þegar skólastjórinn dó. En þú finnur öll smáatriði varðandi þetta í bókunum. Mig minnir að stúlkurnar hafí borgað í reiðufé. Stúlkurnar voru mjög góðar við móðurina og maðurinn minn hjálpaði líka mikið til. . . of mikið. En hann var góðhjartaður og hafði gott auga fyrir fallegum stúlkum!” Hún brosti. ,,En greiðslurnar ættu að vera skráðar í bókhaldsbækurnar. Nei, við getum ekki farið upp í dag og á morgun er sunnudagur. En kannski á mánudaginn? Ég er betur upplögð á morgnana. ’ ’ Á mánudagsmorguninn stóð leynilögreglumaðurinn aftur í snjónum á tröppunum. Gamla konan vísaði honum inn og eftir að þau höfðu skipst á nokkrum orðum fylgdi hún honum upp á háaloft þar sem öll gömlu skjölin vom geymd 1 rykugum stöflum. ,,Þú finnur bækurnar í þrettánda skáp frá vinstri, aftast. Höfuðbókin er í brúnu bandi og ártalið er skrifað á kjölinn. Var það ekki 1949? Jæja, farðu nú upp.” Leynilögreglumaðurinn var búinn að búa sig undir erfiða leit á köldu háaloftinu. Honum til mikillar undrunar fann hann bókina sem hann var að leita að nær strax, nákvæmlega á þeim stað sem gamla konan hafði sagt til um. Hann blés rykið af bók- inni og fór aftur niður. Gamla konan fletti blaðsíð- um þar til hún kom að þeirri réttu. „Hérna er það, væni minn. Hún hefur fyrst komið um miðjan júní. Nafnið er Post. Og hérna eru greiðslurnar. I fyrstu voru þrjár ávísanir undir- ritaðar af Trelawney og Ryan, stórar ávísanir. Slðan greiðsla í reiðufé frá Mademoiselle Pas- cale.” Síðan voru greiðslur skráðar á J. Jordan, H. Trelawney, M. Pascale og K. Ryan, en samkvæmt þessari mjög svo ná- kvæmu bók hafði móðirin sjálf, Emily Post, aldrei borgað neitt. Einkennilegt. Madame Geneste vissi ekki hvernig Emily Post hafði litið út. Hún hafði aldrei séð hana. Á þriðjudaginn hringdi leyni- lögreglumaðurinn í Monsieur Sartor 1 París og hann fyrirskip- aði þegar athugun á öllum sviss- neskum framhaldsskólum á Gstaadsvæðinu. Hann lét líka kanna fæðingarvottorð Maxín Pascale. Hann hringdi til London, Washington, Montreal, Canberra, Jóhannesarborgar og Auckland. Það var ágætt til að byrja með. Hann vildi láta kanna fæðingarvottorð allra sem hétu Emily Post, Heiðna Trelawney, Kata eða Katrín eða Kathleen Ryan og Judith Jordan sem allar vom sennilega fæddar á ámnum 1930—35. Á miðvikudagsmorguninn var skeyti frá Washington á borð- inu hjá Sartor. í því vom upplýsingar umjudith Jordan og Emily Post. Judith Jordan var ríkur útgefandi og kaupsýslu- maður í New York. Emily Post var frægur höfundur bóka um kurteisisvenjur, fædd 1873. Hún kom þá ekki til greina. En sennilega var það fyrsta nafnið sem óttasleginni, óléttri stúlku datt í hug að gefa upp? Nafn sem tengdist henni ekki á nokkurn hátt og auðvelt var að muna. Á föstudaginn var búið að hafa uppi á Maxín Pascale og á þriðjudag fékk Sartor símhring- ingu frá London með upplýs- ingum varðandi Heiðnu eða Jennifer eins og hún hafði verið skírð. Það vom ótrúlega margar Katrínar eða Kathleen Ryan til í Englandi og írlandi og einnig í Suður-Afríku, Ástralíu, Banda- ríkjunum og Kanada. Frá Banda- ríkjunum barst skeyti um að til væri blaðamaður þar að nafni Kata Ryan sem ekki væri fædd þar. Á miðvikudaginn hringdi Sartor enn einu sinni til Washington til að láta kanna hvort Jordan eða Ryan hefðu ver- ið í skóla í Sviss árið 1949 og hvar þá? Hann gætti sín á því að gefa ekki upp neitt frekar um stað- setningu til að geta frekar reitt sig á þær upplýsingar sem hann fengi. Á föstudaginn fékk hann frekari upplýsingar um Emily Post. Þessi höfundur virtist ekki aðeins hafa verið vel þekktur heldur mjög virtur í öllum enskumælandi löndum. Því var sennilegast að litla ungfrú Post hefði tekið upp nafn hennar en þó voru margar sem hétu þessu nafni 1 Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi og Ástralíu. Næsta mánudag, þremur vikum eftir að hann hafði fengið málið í hendur, fékk hann skeyti frá Washington. Júdý Jordan og Kata Ryan vinna nú saman stop báðar í Gstaad Sviss 1949- Sartor hringdi í Lilí og bað um að fá að flnna hana eins fljótt og hægt væri. Klukkan sex um kvöldið kom Símon til dyra og þau settust öll fyrir framan arininn. Monsieur Sartor gerði þeim grein fyrir hvað gerst hafði í málinu. ,,Ég er þeirrar skoðunar að móðirin hafl verið ein þessara fjögurra stúlkna sem við höfum grafið upp og þó okkur takist að fá upplýsingar um allar stúlkur sem heita Emily Post þá muni þær ekki vera neitt við málið riðnar.” Sartor hóstaði þurrum hósta. ,,En það kemur annað til greina. Ef þessi Emily Post er til þá þekkja þessar fjórar konur hana allar. Vilt þau að skrifstofa mín reyni að ræða við þær?” ,,Nei!” Lilí stökk á fætur. Hún var blóðrjóð í framan af hitanum frá eldinum og svarta hárið var úflð. ,,Nei!” sagði hún aftur með ofsa. Henni varð hugsað til rifrildisins hræðilega sem hún hafði átt við Júdý Jordan, greinarinnar sem Kata Ryan hafði skrifað um hana, skelfl- legu uppákomunnar í gróður- skálanum hjá Maxín. Hún vissi ekkert um þessa Heiðnu en hún vildi aldrei nokkurn tíma aftur hitta hinar þrjár. Símon tók varlega um skjálf- andi hendurnar á henni. „Elskan mín! Þú verður að gera þér það ljóst að ein þessara kvenna gæti verið móðir þín.’’ ,,Nei!” Angurblíð þrá Lilíar eftir ,,réttu mömmu”, blíðu og hljóðlátu gyðjumyndinni sem hún átti í draumum sínum, var skyndilega orðin að ofsareiði. 66 Vikan 49. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.